Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 12.06.1951, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 12.06.1951, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUMAÐURINN Þriðudagurinn 12. júní 1951 r-------------------------- ALÞÝÐUMAÐURINN Utgefandi: Alþýðuflokksfélag Akureyrar. Ritsljóri: Bragi Sigurjónsson, Bjarkarstíg 7. Sími 1604 Verð kr. 20.00 á ári. Prentsmiðja Björns Jónssonar h.j. i-,,,,------ KÁK EÐA RAUNHÆFAR ÚRBÆTUR? Óvíða mun árvissari kartöílu- uppskera norðanlands en við Eyjaíjörð, bæði í Akureyrarbæ og sveitunum í kring, en árlega verður talsvert af uppskeru þess- ari ónýtt vegna vöntunar á góð- um geymslustað. Akureyrarbær á eina kartöflu- geymslu, litla, og hefir látið inn- rétta aðra í kjallara slökkvistöðv- arhússins nýja, en samkvæmt upplýsingum garðyrkjuráðanaut- ar mun verða stórkostleg vöntun á geymslu í haust, miðað við garðaaukningu í vor. Hjá Kaupfélagi Eyfirðinga hefir að sögn ónýtzt í vetur á 3. þús. tn. af kartöflum vegna slæmr- ar geymslu, en félagið á enga góða kartöflugeymslu, heldur hafa bændur hér í kring orðið að treysta nær eingöngu á eigin úrræði í þessum efnum. Á aðalfundi KEA, nýafstöðn- um, kom fram tillaga þess efnis, að félagið veitti bændum 100 þús. kr. lán til bygginga kartöflu- geymslna. Má það furðulegt heita, ef nokkrum hefir sýnzt þetta einhver úrlausn eins og málum háttar nú. Kaupfélag Svalbarðseyrar hefir leyst geymsluvandræði bænda á Svalbarðsströnd á myndarlegan hátt: Það hefir byggt stóra og vandaða geymslu yfir kartöfluaf- urðirnar, og eru þær ekkert smá- ræði, svo sem kunnugt er. Kaupfélag Eyfirðinga á að fara eins að: Það á að reisa stóra og myndarlega geymslu hér i bænum fyrir kartöfluafurðir bænda á félagssvæðinu. Slíkt er miklu eðli- legri lausn heldur en dreifa smá- geymslum út um allar sveitir, þar sem kartöflurnar dúsa svo kannske allan veturinn vegna snjóa og frosta, án þess að kom- ast á markaðinn, auk þess sem margar geymslur og smáar hljóta alltaf að verða dýrari en ein stór á hagkvæmum stað. Ef kaupfélagið treysti sér til, væri einnig mjög eðlilegt, að það sæi félagsmönnum sínum í bæn- um fyrir kartöflugeymslu, leigði geymsluhólf út fyrir sanngjarnt gjald með eitthvað svipuðu sniði og það leigir út geymsluhólf á frystihúsi s:nu. En einnig mætti hugsa sér sam- vinnu milli félagsins og bæjarins um geymslubyggingu. Hér er mál, sem krefst bráðrar úrlausnar bæði fyrir sveitir og bæ. Því fyrr sem góð og farsæl úr- lausn fæst, því betra. Arnór Sigurjónsson: Bóndi nútímans [Allan maímánuð og það sem af er júnímánuði hefir verið einmuna tíð í Eyjafirði og Suður-Þingeyjarsýslu — og ugglaust yfirleitt um Norðurland. Moldin hefir kallað, ef svo mætti segja. Alþm. þykir því vel hlýða að taka að þessu sinni traustataki grein úr búnaðarblaðinu Frey. Hún er einmitt um akureyrskan bónda, séðan með augum utanbæja-manns. Stundum er sagt, að glöggt sé gest augað, og a. m. k. er alltaf fróðlegt að sjá, hverju gestir taka eftir, sem okkur heimamönnum sést oft yfir. — Ritstj.] STJÓRN BÆJARINS Bæjarstjóri, Steinn Steinsen, ntun verða fjarverandi úr bænum þessa viku og næstu. Bæjarráð hefir sett forseta bæjarstjórnar, Þorstein M. Jónsson, skólastjóra, sem bæjarstjóra á meðan. * Enn hefir framkvœmdastjórn bœjarins eigi Icomið í verk að setja upp umferðarmerki í bœnum, svo að hœgt sé að haga akstri um göturnar á þann hátt, sem bœjarstjórn hefir samþykkt þegar í jyrrasumar. Síðan ég fór að búa á Þverá í Dalsmynni 1942, hefi ég veitt bú- skap eins nágrannabænda mmna sérstaka athygli, vegna þess hve mjög mér hefir sýnzt hann til fyrirmyndar. Þetta er Jón G. Guðmann, bóndi á Skarði við Akureyri. Mér hefir þótt ástæða til að vekja athygli annarra bænda á búskap hans og hefi vissulega haft í huga að gera það. En þegar ég loks mannaði mig upp lil að bjóða Gísla Kristjáns- son, ritstjóra Freys, að skrifa greinarkorn í þessum tilgangi, skýrði Gísli mér frá þvi, að hann hefði þegar gert þetta sjálfur og sent grein sína til prentunar. En boð mitt varð til þess, að Gísli sótti grein sína til að sína mér hana og óskaði að ég bætti við, ef ég vissi eitthvað framar. Við iestur greinar Gísla sá ég, að ég Irafði engu við að bæta, er máli skipti, en fús er ég til að staðfesta frásagnir hans og varpa mínum sjónarmiðum á sum atriði þeirra. Eg skal þá fyrst gera ofurlítið fyllri grein fyrir Jóni Guðmann, áður en hann gerðist bóndi. Hann er fæddur á Breiðsstöðum í Gönguskörðum 14. nóv. 1896, sonur hjónanna Gísla Þorsteins- sonar og Helgu Jónsdóttur. Vor- ið, er hann var á fyrsta árinu, fluttu foreldrar hans til Sauðár- króks, og þar ólst hann upp, gekk í barnaskóla og unglingaskóla, en vann aðallega við verzlunarstörf og sjómennsku. Síðar lærði hann leturgröft og flutti til Akureyrar 1921 sem fullnuma iðnaðarmað- ur. Þegar til Akureyrar kom, fékk liann brátt mikinn áhuga á lands- málum, tók virkan þátt í baráttu Alþýðuflokksins á Akureyri og síðar. eftir að Alþýðuflokkurinn skiptisl 1930, kommúnistaflokks- ins. Hann var í þrjú ár ritstjóri Verkamannsins og vann einnig talsvert að bókaútgáfu. Eigi vann hann þessi störf til framfæris sér, og þar senr leturgröfturinn varð honum heldur eigi arðvænlegur, tók hann að reka smáverzlun til þess að hafa tekjur af. Þar sem hann var mikill starfsmaður og reglumaður, gekk verzlunin sæmilega. Ég kynntist honum talsvert á þessum árum, af því að ég sóttist eftir kynningu hans. Mér þótti aðstaða hans einkenni- leg og fannst hann, meðfram hennar vegna, óvenjulegur og skemmtilegur. Mér fannst honum það fleinn í holdi að þurfa að skipta sér milli svo ólíkra starfs- sviða sem kaupmennska og verk- lýðsbarátta óneitanlega eru, en þetta gerði hann glöggskyggnan bæði á sjálfan sig og þjóðlífsfyrir brigðin, ef til vill fremur en orð- ið hefði, ef störf hans hefðu verið einþættari. Þó að tal okkar væri stundum mest smástríð og gasp- ur, var mér það mikil hressing, hvað hann kom mér oft skemmti- lega á óvart. Svo missti ég sjónar af honum í rúm 10 ár, en frétti næst af honum sem fyrirmyndar- bónda rétt fyrir ofan Akureyri. Þangað heimsótti ég hann skömmu eftir nýár 1944, og var þá búskapur hans að miklu leyti kominn í það horf, er haldizt hefir síðan. Eftir þetta hefi ég gert mér ferð a. m. k. einu sinni á ári til þess að líta á búskap hans, mér til sérstakrar ánægju vegna þess, hve vel búskapur hans hefir verið rekinn, en til nokkurs sárs- auka um leið, af því hve minn búskapur hefir verið langt á eftir. Þrennt einkennir búskap Jóns Guðmanns í mínum augum: vönduð ræktun jarðarinnar, full- komin tækni við alla vinnu og sérstök alúð við búféð. Þegar ég kom jyrst að Skarði, var jarð- rækin komin lengst á veg. Mestur hluti landsins, sem býlinu fylgir, var þá þegar fullræktaður, alls 26 ha., túnið gaf af sér talsvert á annað þúsund hesta heys, og var það meiri heyfengur en búið nauðsynlega þurfti, enda var tún- ið í ágætri rækt, tvíslegið og vel um töðuna hirt. Kýrnar gengu þá þegar nær einvörðungu á ræktuðu landi á sumrin, sum árin var talsverð heysala frá búinu, og sumarið áður en fjárskipti urðu á Akureyri, 1946, hafði Guð- mann efni á því að láta ærnar sínar, milli 30 og 40 að tölu, j ganga í túninu allt sumarið. Verð- ur ekki annað sagt en Guðmann hafi skilið vel við fjárstofn sinn, enda segir hann, að féð hafi borg-1 að þetta furðu vel, og hafði hann ^ aldrei átt eins vænt fé og þetta haust. Síðan 1944 hefir Guðmann endurræktað það af túninu, er verst fór af stað, og á hverju ári hefir hann hvílt bletti af því, ým- ist með því að beita kúnum þang- að eða taka þá til garðræktar. Garðrækt hefir hann alltaf haft mikla og arðgæfa jafnframt tún- ræktinni, en allra mesta meðan hann var að brjóta landið til ræktunar. Árið 1939 varð upp- skeran af garðávöxtum mest, 654 tunnur af kartöflum og 160 tunn- ur af gulrófum, auk mikils ann- ars grænmetis. Síðan hefir kart- öfluuppskeran oft skipt hundruð- um tunna. Fyrstu búskaparárin varð Guð- mann að notast við hestavinnu og, hestaverkfæri við búskapinn, þeg- ar mannshöndin þraut. En að loknum ófriðnum 1945 varð hann bænda fyrstur til þess að útvega * Byggingu almenningssalernanna er nú senn lokið og verða þau sennilega opnuð til afnota undir mánaðarlokin. Gæzlustarf við þau hefir enn ekki verið veitt, en margir hafa sótt um það. * Ilestamannafélagið Léttir óskar eftir, að girðingin ofan við bœjar'andið verði fœrð lengra vestur í fjattið, því að skortur sé orðinn tilfinnanlegur á hestahögum innan hennar, eins og hún ligg- ur nú. Bœjarverkstjóri telur að fœrslan muni lcosta 14 þús. kr., en eins og er, þá er ekkert girðingarefni fyrir hendi (vantar staura). * Bæjarráð hefir lagt til við bæjarstjórnina, að tillögu Halldórs Halldórssonar um að breyta farvegi Glerár verði hafnað, Telur það framkvæmd verksins eflaust dýra, en hitt skipti þó mestu máli, að allt bendi til, að höfnin í Krossanesi muni eyðileggjast af fram- burði árinnar, ef hún félli til sjávar í Jötunheimum. * Bœjarráð hefir samþykkt, að fá bœjarlandið myndað úr lofti með kortagerð af því fyrir augum. Er hugmyndin að fá kort af bœjarlandinu og nœsta umliverfi, eða sunnan frá Hvammslandi, vestur í fjall og norður að norðurmerkjum Ytra-Krossaness. — Myndatakan fer vœntanlega fram í þessum mánuði. sér nýtízkuvélar og valdi þær með mikilli forsjá. Nú á hann heimilistraktor, sláttuvél, rakstr- arvél, múgavél, heyhleðsluvél, heyvagn, áburðardreifara, mykju- dreifara, þvagdreifara, vélar til sáningar og upptöku á kartöfl- um, og beitir hann traktornum fyrir allar þær vélar. Hann hefir og hinn bezta útbúnað til þess að taka inn heyið, sem hann súg- þurrkar í ágætri hlöðu. Hann kann vel með allar sínar vélar að fara, getur gert við allar minni háttar bilanir og hefir til þess góð áhöld og verkstæði heima. Mest hefir mér fundizt til um fjósið hans, ef til vill einkum vegna þess, að það hefi ég oftast séð og skoðað. Erulíkt hefir fleir- um farið. Ég minnist þess t. d., að þegar ég skoðaði ágætt fjós hjá Jóhannesi Árnasyni bónda á Þórisstöðum á Svalbarðsströnd, sagði hann við mig brosandi: „Ég var dálítið montinn af mínu fjósi, þangað til ég skoðaði fjósið hans Jóns Guðmanns á Akur- eyri.“ í fjósi Guðmanns finnst mér allt fara saman, það er hent- ugt til hirðingar, bjart, loftræst- ing prýðileg, og stendur það þó oft opið, ef veður er sæmilegt, því að Guðmann telur fjósylinn kúnum ekki eins nauðsynlegan og flestir aðrir. Mest er þó um vert, hve kýrnar eru fallegar og vand- lega hirtar, því að aldrei sést á þeim óhreinka. Við hvern bás er tilfærileg jata, og er því hver bás hæfilega stór þeirri kú, sem þar var valinn staður. Vandlega er fyrir það girt, að. kýrnar gangi aftur í flórinn, ef þær hafa freistingu til þess. Á haustin, er þær setjast að inni í fjóshitan- um, eru þær allar snöggklipptar með klippum, er ganga fyrir sog- krafti mjaltavélarinnar. Þær hafa vel verkað hey í jötunni allan sólarhringinn til að grípa í, þegar þær lystir, en leifar þeirra eru bornar til geldneyta, rétt áður en inn er borin ný gjöf, en hinsvegar er þeim ekki gefinn mikill fóður- bætir. Gætt er fyllstu stundvísi við fjósverkin, og hefir Guðmann unnið þau að mestu sjálfur. Gam- an er að koma til hans í fjósið um mjaltir, varpa til hans orði, þar sem hann er við vinnu sína, og taka við frásögnum hans, þegar hann getur gefið gesti sínum gaum. En truflað getur það um- ræður, að hann hefir þar oftast útvarp í gangi. Kúnum virðist þykja sönglistin þægilegur háv- aði, en fréttir og ræðuhöld meta þær ekki. Einu sinni þótti mér þó sviplegt að koma þarna í fjósið. Mig minnir, að það væri haustið 1946 og gæti þó hafa verið um vetur- inn eftir. „Hvað er nú orðið af fallegu kúnum þínum rauðu?“ spurði ég og fannst vanta þrjár kýrnar, er gengið höfðu mér mest í augu. Þá hafði Guðmann misst 5 eða 6 kýr úr bráðadauða, svo að kalla í einu, og það einmitt beztu kýrnar, er náð höfðu full- um þroska. „Þó hefði mér þótt verra að missa þessa eina en þær allar,“ sagði Guðmann, er hann hafði skýrt frá atvikum, og benti á brandrauða kú að öðrum kálfi, er þá liafði þegar að fyrsta kálfi mjólkað nærri 5000 lítra. Það er líka hinn bezti gripur, sem nokk- ur íslenzkur bóndi hefir átt í fjósi sínu fram til þessa dags, hraust, falleg og mannelsk kýr.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.