Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 12.06.1951, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 12.06.1951, Blaðsíða 3
Þriðudagurinn 12. júní 1951 ALÞÝÐUMAÐURINN 3 AÐALFUNDUR r r . Utvegsbanka Islands h. f. verður haldinn í húsi bankans í Reykjavík föstudaginn 15. júní 1951, kl. 2 e. h. DAGSKRÁ: 1. Skýrsla fulltrúaráðsins um starfsemi Utvegsbank- ans síðastliðið starfsár. 2. Framlögð endurskoðuð reikningsupphæð fyrir árið 1950? 3. Tdlaga um kvittun til framkvæmdarstjórnar fyr- ir reikningsskil. 4. Kosning tveggja endurskoðunarmanna. 5. Onnur mál. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir í skrifstofu bankans frá 11. júní n. k. og verða að vera sóttir í síðasta lagi daginn fyrir fundiun. Aðgöngumiðar verða ekki afhentir nema hlutabréfin séu sýnd. Útibú bankans hafa umboð til að athuga hlutabréf, sem óskað er atkvæðisréttar fyrir, og gefa skilríki um það til skrifstofu bankans. Reykjavík, 1. maí 1951. F.h. fulltrúaráðsins, Stefán Jóh. Stefánsson. Lárus Fjeldsted. sem alltaf hefir síðan fyrsta mjólkurárið mjólkað yfir 5000 lítra á ári og sum árin yfir 6000 lítra. Kú þessa hefir Guðmann al- ið upp, en móður hennar keypti hann vestan úr Dýrafirði, ættaða af Rauðasandi, en þar er kúakyn gott. Um bráðadauðann er það að segja, að hans hefir ekki orð- ið vart í fjósi Guðmanns eftir þetta, enda mun hann eitthvað hafa breytt um fóður kúnna og varast að láta þær verða ems feit- ar og var um tíma. Annars kveðst hann ekki vita, hvaða orsakir séu til kúafárs þessa og með hverjum hætti hann hefir losnað við það og hvort það er fyrir fullt og allt eða aðeins um nokkur ár. Guðmann gengur að hverju verki í fjósi og utan húss og hefir þar forgöngu. En ekki er hann einn í leik. Konu hans, Guðlaugu Jensínu Isaksdóttur, hefi ég miklu minna kynnzt en honum, en séð hefi ég, að hún er ágæt húsmóðir og búsýslukona, og orðið hefi ég þess vís, að henni er ekkert ókunn ugt eða óviðkomandi búskapn- um, og mér hefir virzt hún óvenju lega glögg og gáfuð kona. Börn þeirra hjóna, tveir synir, tvíbur- ar, og dóttir, hafa og tekið fullan þátt í bústörfunum, þegar þau eru eigi við nám, en það hafa þau verið flesta vetur til þessa. Annað fólk er sjaldan til verka kvatt á Skarði. Ekki hefi ég hnýst eftir fjár- hagslegri afkomu búsins, en það hygg ég, að hún sé mjög góð. Jörðin og byggingarnar sýna þess glögg merki, og ekkert hefir Guð- mann þurft að spara til menntun- ar og frama barna sinna. Búið er líka svo stórt, móts við vinnuafl það, sem til þess er lagt, að það hlýtur að skila góðum arði. Þetta er fyrirtæki aðeins lítillar fjöl- skyldu, en árlegar tekjur þess eru afurðir 14—17 kúa, er skilað hafa yfir 3000 lítra meðalnyt á hverju ári, 100—300 hænsna, auk mikilla garðávaxta. Ég hefi heyrt menn skýra gengi Jóns Guðmanns við búskapinn með því, hve mikill bóndi hann sé að upplagi. Ég vil engar brigð- ur bera á þá skýringu. Hann gengur að búskapnum eins og frækinn íþróttamaður að íþrótt, býr sér til skemmtunar og lífsfyll- ingar, jafnframt því sem hann býr til þess að sjá fyrir sér og sínum. Hann hefir á síðari árum einbeitt sér svo við búskapinn, að hann hefir fremur lítinn þátt tek- ið í félagsmálum, þó að hann hafi áhuga á þeim og þar sé hann vel liðtækur, hvenær sem hann snýst þar að. Því má segja, að búskap- urinn fullnægi að miklu bæði starfsþörf hans og félagsþörf, og má það vera vitnisburður um, að hann hæfi upplagi hans. En misskilningur er það, ef menn halda, að hann gangi að bústörf- um eftir eðlisáv.'sun einni saman. Hann á bezta bókasafn í búfræð- um, sem ég hefi séð hjá íslenzk- um hónda, honum er fátt ókunn- ugt, er öðrum hefir vel heppnazt í íslenzkum landbúnaði, og er fljótur að taka það upp, sem er við hæfi hans búskapar, og hann hefir kynnt sér furðu margt í er- lendum búnaði af bókalestri og einkum það, er helzt má að gagni verða hér. — En að endingu verð ég að gera þá játningu, að hinn ágæú búskapur Jóns Guðmanns hefir á einn veg valdið mér áhyggju, er ekki vill við mig skilja: Er ekki arfur okkar Islendinga í búskap tiL byrði einnar saman? Á ekki jón Guðmann afrek sín og gæfu í búskapnum mjög því að þakka, hve óbundinn hann er af ísienzkri búskapareifð, því, að hann varð ekki bóndi ungur á föðurleifð, heldur fullorðinn og margreynd- ur maður, óháður og víðsýnn, er tók búskapinn sem nýtt viðfangs- efni á nýrri jörð? Mér hefir sýnzt að þesssu leyti líkt komið með öðrum afreksbónda í nágrenni m.nu, Halldóri Albertssyni á Neðri-Dálksstöðum á Svalbarðs- strönd, er að vísu var yngri kall- aður í bóndastöðu, en þó með öllu arfslaus til slíks og snauður að öðru en miklum gáfum og alúð við störf, jörð, fé og fólk. Enn víðar hafa mér sýnzt þau dæmin, að þeir bændur hafa verið bezt vaxnir sínum tíma í stöðu sinni, er óháðastir hafa verið húskapar- arfi þjóðarinnar. Þetta hefir orð- ið mér enn meira áhyggjuefni vegna þess, að því hefi ég trúað, að raunverulegur menningararfur væri hin bezta kjalfesta, er fengin yrði. Athugun mín á íslenzkum búskap og trú mín á menningar- arf hafa því í sameiningu leitt mig til þeirrar ályktunar, að við ættum engan þann menningararf í búskap okkar, sem hald og traust er í, eins og nú er komið og verða vill, heldur verðum við þar flest að reisa frá nýjum grundvelli. Mundu þá ekki reyn- ast bezt sem frumherjar menn eins og Jón Guðmann, menn með fjölþætta reynslu að baki, víðsýn- ir og óháðir? Ef til vill er þá ekki annar búnaðarskóli betri en að hafa rekið verzlun um nokkur ár, því að vissulega er búnaður öðr- um þræði viðskipti, viðskipti við jörðina, sém tekin er til yrking- ar, viðskipti við búféð, sem er undir handleiðslu okkar, og við- skipti við aðra menn heima og heiman, í sömu atvinnugrein og öðrum. Og vel getur það líka verið fullgilt búnaðarnám, að hafa lært iðngrein, svo að ég ekki tali um það, að hafa vaknað til áhuga á Iandsmálum, því að það er hið sama og að vakna til þátt- töku í lífinu, hvar svo sem stríðið er þreytt. Mér hefir sýnzt, að íslenzkur nútímabúskapur þarfnist fyrst og fremst mikils framtaks og mikilla gáfna bændanna. Þessi þörf hans stafar ekki aðeins af fátækt okkai af menningararfi í húskap, held- ur líka því, hve aðstaðan við bú- skap hér á landi er margvísleg, svo að taka þarf hann sérstökum, frumlegum tökum á hverri jörð. En þrátt fyrir þessa brýnu þörf landbúnaðarins á framtakssömu og snjöllu fólki, er það nærri und- antekning, að framtakssamur og snjall ungur maður hefir viljandi leitað viðnáms krafta sinna í ís- lenzkum landbúnaði . Fyrir síðustu aldamót fór fram takssamasta fólkið vestur um haf, eftir aldamót hvarf það að sjáv- arútvegi, verzlun, iðnaði eða flutningum á sjó og landi, en bezta námsfólkið settist við skrif- borð eða í kennarastól, meðan landbúnaðinum blæddi út vegna skorts á snjöllu fólki. Fram að þessu hefi ég aðeins séð eina bót á þessu böli: Við Islendingar er- um svo „demokratiskir“ í blóð- blöndun okkar sem í annarri mn- gengni, að hér er enginn hæfi- leikamunur ætta, heldur aðeins einstaklinga, og má af þessum á- stæðum vænta afreksfólks nýrrar kynslóðar í öllum atvinnustéttum jafnt, ef uppeldisskilyrðin leyfa. En ef íslenzk bændastétt á þess kost að fá úr öðrum atvinnustétt- um marga menn á borð við Jón Guðmann, hillir þar undir nýja von. Þá mundi hún, þrátt fyrir þá blóðtöku, er hún hefir orðið að þola, rísa eins og kirkjugarður á nýársnótt, undir eins og á hana er kallað til dáða. SLYS. Það sviplega slys varð að Tjörnum í Eyjafirði s. 1. mið- vikudagskvöld að 7 ára drengur, Iirafnkell að nafni, féll í Eyja- fjarðará og drukknaði. Um kl. 6 á miðvikudagskvöld var litli drengurinn að leik heima á túninu að Tjörnum, skömmu síðar veitti fólkið því at- hygli að Hrafnkell litli var horf- inn. Þegar drengurinn fannst ekki grunaði fólkið strax að hann hefði ranglað niður %ð Eyja- fjarðará, sem rennur skammt vestan við bæinn og var í nokkr- um vexti. Leit var þegar hafin meðfram ánni og tók fjöldi manns þátt í henni. Um kl. 4 á fimmtudagsnótt fannst Hrafnkell litli rekinn upp á sandeyri sunn- an Arnastaða. 7—8 km. norðan Tjarna. Foreldrar Hrafnkels eru þau Gunnar Jónsson bóndi að Tjörn- um og kona hans Rósa Halldórs- dóttir. Verðhækkun mjólkur og kjöts mótmælt Miðstjórn Alþýðuflokksins, miðstjórn A.S.Í. og fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík hafa eindregið mótmælt síðustu verðhækkun mjólkur og mjólkur- afurða. Einnig kjöts. Samkvæmt gengislækkunarlög- unum er meginhluti verðhækkana þessara ólöglegur að áliti þessara aðilja. Samþykkt miðstjórnar Alþ.fl., sem gerð var í einu hljóði, er svo- hljóðandi: „Miðstjórn Alþýðuflokks- ins mótmælir eindregið hækkunum þeim, sem aug- lýstar hafa verið á mjólk og kjöti frá 1. jún: s. 1. og telur þær óréttmætar og ólöglegar þar sem óheimilt er að hækka þessar vörur til 1. september samkvæmt 3. gr. laga frá 3. febrúar 1951, um- fram það, sem dreifingar- og vinnslukostnaður hefir auk- izt, sem er aðeins brot af hækkuninni.“ Mótmæli miðstjórnar A.S.Í. og Fulltrúaráðsins eru mjög í sama anda og á sömu forsendum reist. Auglýsið í Alþýðumanninum. »•••••••••••••••••••••

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.