Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 26.06.1951, Page 1

Alþýðumaðurinn - 26.06.1951, Page 1
XXI. árg. Þriðjudaginn 26. júní 1951 23. tbl. ♦ Stórstúkuþinðið verður sett i morgui hér í bsuum 8' Þingið hejst með skrúðgöngu þingfulltrúa og annarra templara frá Skjaldborg kl. Iiálf tvö til kirkjunnar. Guðsþjónuslan byrjar kl. 2. Biskupinn yfir Islandi verður fyrir altari og flytur ávarp þaðan, en stórtemplar, séra Kristinn Stefánsson, prédikar. Friðbjörn Steinsson. Að lokinni messugerð verður Stórstúkuþingið sett i Skjaldborg, samþykkt kjörbréf fulltrúa og veitt stórstúkustig. Skýrslur em- bættismanna verða lagðar fram, ræddar og afgreiddar. Nefndir taka síðan til starfa, og stendur þingið væntanlega til laugardags eða sunnudags. Á laugardags- kvöld býður Þingstúka Eyjafjarð- ar þingfulltrúum og öðrum gest- um til veizlu í samkomusölum KEA. Á sunnudaginn kl. 2 verð- ur útifundur uppi á brekkunni, annaðhvort við sundlaugina eða á túninu fyrir sunnan laugina, þar sem þjóðhátíðirnar eru haldnar.- Ræðumenn þar verða þeir Árni Óla, ritstjóri, Björn Magnússon, prófessor og Sigfús Sigurhjartarson fyrrv. alþm., all- ir úr Reykjavík. Karlakór Akur- eyrar syngur og Lúðrasveit Akur- eyrar leikur á horn. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. — Þess er vænst, að búðir verði lok- aðar á morgun frá kl. 1,30—3,30. Einnig er þess óskað, að flögg Aðalbrautryðjandinn og stofnandi Góðtemplarareglunnar á Islandi. verði dregin að hún í virðingar- skyni við þingið. Vonir standa til, að hægt verði að byrja kvikmyndasýningar í gamla Templarahúsinu á sunnu- dag. Verður fyrsta myndin vænt- anlega Café Paradis, dönsk kvik- mynd, sem farið hefir sigurför um öll Norðurlönd undanfarin missiri. Verður þetta nánar aug- lýst síðar. Stórstúkuþingið minn- ist að þessu sinni aldarafmœlis Alþjóðareglu Góðtemplara. Það var sumarið 1851, sem Reglan var stofnuð í íþöku í New York- ríkinu í Bándafylkjum Norður- Ameríku. Er afmælis þessa minnst í öllum heimsálfum, þar sem Reglan starfar, um þessar mund- ir. Mótar aldarafmæli Reglunnar öll Stórstúkuþingin í ár, minn- ingar þær og vonir, sem við það eru tengdar. Akureyringar fagna Stórstúkuþinginu ó hundrað óra afmæii Reglunnar. Það er í sjötta skipti, sem Stór- stúkan heldur þing sitt á Akur- eyri. Vorið 1907 var Stórstúku- þing haldið hér fyrsta sinni. Glæsilegasta templarahús landsins hafði verið vígt hér 23. janúar 1907. Það er núverandi ráðhús Akureyrarbæjar. — Öðru sinni háði Stórstúkan þing sitt hér árið 1924 á 40 ára afmæli Reglunnar á íslandi. Vagga innar íslenzku deildar Reglunnar stóð á Akur- eyri. Merkur iðnaðarmaður í bænum, Friðbjörn Steinsson, var frumherji þessarar merkilegu hreyfingar hér á landi. Fyrsta stúkan í landinu var stofnuð í kvistherbergi í húsi Friðbjarnar inn í Fjöru. — Þriðja sinni var haldið Stórstúkuþing hér árið 1928, fjórða skipti 1935, fimmta sinni 1944 á 50 ára afmæli Regl- unnar hér á landi, og nú er Stór- stúkuþingið á 100 ára afmæli Al- þjóðareglimnar haldið hér til virðingar við landnámsjörð Reglunnar á íslandi. Á Akureyri hafa margar þjóð- hreyfingar hafist og breiðst það- an út um ísland, byggðir og bæi, Er þar fyrst til að telja Góðtempl- araregluna. — Þá er næst að nefna skógrœktarhreyfinguna, er hefst með trjáræktarstöðinni inn- an við gömlu kirkjuna. Það var um aldamótin. Mikil rœktunar- hreyfing byrjar hér norðanlands og upp úr því um allt land með stofnun Ræktunarfélags Norður- lands eftir aldamótin og gróðrar- stöðvarinnar. Enn er að telja ung- mennafélagshreyfinguna og íþróttahreyfinguna. Fyrsta ung- mennafélag í landinu er stofnað hér. — Enn er að geta samvinnu- hreyfingarinnar, með inu nýja sniði frá 1906. Hófst hún hér, og alkunnugt er, hvílíkt stórveldi hún er orðin í landinu. Loks er að geta verkamannahreyfingar- innar. Eiga Akureyringar mikinn þátt í henni. Er hér hvorki tími né tækifæri til að útlista þetta nánar, en allir þeir, sém fylgst hafa eitthvað með helztu atburðum í sögu landsins s.'ðustu 70 árin, vita, að hér er skýrt rétt frá. Akureyri er oft kölluð höfuð- staður Norðurlands. Hún er ’ Norðlingum það, sem Hólar í Hjalladal voru í fyrri daga, að því undanteknu, að ekkert bisk- upsdæmi lýtur vorum liöfuðklerki hér. En skólahald er hér margfalt I Norrköping: R. Winkjield stendur t. v. G. Hedvall situr hjá Askeli Jónssyni. (Nörrkopings Tidning) Landsmót ungra jafnaðarmanna verður í Borgarnesi um næstu lielgi. Skemmtiferð héðan í Landsmót Sambands ungra jafnaðarmanna verður haldið í Borgarnesi um næstu helgi. Setn- ing mótsins fer fram á grasflöt- um við Borgarnes kL 5,30 e. h. á laugardag. Um kvöldið verður skemmtun í samkomuhúsinu í Borgarnesi og meðal skemmtiat- riða einsöngur, upplestur og dans. Á sunnudag fer fram íþrótta- keppni. Keppt verður í knatt- spyrnu, reiptogi, langstökki, kúlu- varpi, naglaboðhlaupi o. fl. — „Æringjar" halda fjölbreytta kabarettsýningu í samkomuhús- inu. Einnig dansað á grasflötun- um milli kl. 5 og 7. Ávörp og ræður verða flutt bæði á laugar- sambandi við mótið. dag og sunnudag. Hljómsveit úr Reykjavík leikur fyrir dansi og Lúðrasveitin Svanur mun leika milli atriða. í sambandi við Landsmótið hyggst F.U.J. hér í bæ að efna til skemmtiferðar og verður lagt af stað í hana kl. 8 e. h. á föstudag og ekið þá um kvöldið í Hreða- vatn (ekki að Reykjum í Hrútaf. eins og stóð í síðasta Alþm.) og dvalist þar fram eftir laugardegi og þá haldið til Borgarness. Á sunnudagskvöld verður svo hald- ið heim. — Þeir, sem hugsa sér að fara þessa för snúi sér sem fyrst til Kolbeins Helgasonar í Kaupfélagi Verkamanna. — Far- gjald mun verða 100.00 kr. meira en var fyrr á Hólum. Hér er menntaskóli, gagnfræðaskóli, húsmæðraskóli. iðnskóli, barna- skóli, vísir að vélstjóraskóla, einnig amtbókasafn, sem er nú langstærsta bókasafn utan Reykjavíkur. Hér er merkileg til- raunastöð (gróðrarslöðin), lysti- garður, mikill og fagur, sundlaug, íþróttahús, golfvöllur, íþrótta- svæði, barnaleikvellir o. s. frv. — Stærsta og fyrir margra hluta sakir tilkomumesta kirkja í ev- angelisk-lúterskri guðs kristni á íslandi er hér. Fjórðungs-spítali er að mestu upp kominn. Iðnaður, verzlun og sjávarút- gerð eru aðal-atvinnuvegir Akur- eyringa. Þrjú bankaútibú og sparisjóður eru í bænum. Akurevri er í töluverðum vexli. Við aðalmanntalið 1. desember 1950 voru heimilisfastir 7439 menn í kaupstaðnum. Með að- komufólki í skólum og spítala hefir sjálfsagt verið um 8000 manns hér síðastliðinn vetur. Er Framhald á 5. síðu (aukabiaðið). Verður hafin brennisteinsvinnsla á ný í Námuf jalli við Mývatn? I sumar mun fara fram all-ítar- leg rannsókn á möguleikum til arðsamrar brennisteinsvinnslu við Reykjahlíð í Mývatnssveit. Munu verða gerðar jarðboranir í Námafjalli, því að öllu vænlegra þykir að vinna brennisteininn úr jarðgufunum þar, ef nægilegar reynast, heldur en taka brenni- stein þann, sem þarna hefir safn- azt smátt og smátt, en er ekki nema tiltölulega lítið magn. Við þessar rannsóknir verður Baldur Líndal efalaust og mun ríkis- stjórnin leggja fé til þeirra, en líka hefir heyrzt, að brezkir menn muni hafa áhuga á þessum mál- um.

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.