Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 03.07.1951, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 03.07.1951, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUMAÐURINN Þriðjudagur 3. júlí 1951 ALÞÝÐUMAÐURINN Útgef andi: Alþýðuflokksfélag Akureyrar. Ritstjóri: Bragi Sigurjónsson, Bjarkarstíg 7 Sími 1604 " VerS kr. 20.00 á ári. Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f ~„i Kemur síldin í ár ¦ Síldarskipin eru sum komin út á veiðar, önnur sem óðast að búa sig á þær. Lengi voru menn vonlitlir um að teljandi síld kæmi upp á mið- in hér við land í ár, og kann þar nokkru að hafa valdið um spár norskra fiskifræðinga í vetur. En nú hefir bæði hið háa síld- arverð og nokkrar síldarfréttir sett fjörkipp í vonir manna: En verður síldarhappdrættisins freist- að af fjölmörgum og enn kemur það til að hafa stórvægilega þýð- ingu fyrir fjölmörg heimili í landinu og raunar þjóðina alla, hvernig síldveiðin ræðst. Að þessu sinni berast síldar- fréttirnar sunnan og vestan með landinu: Fyrst sást til hennar út af Reykjanesi, síðar varð hennar vart vestur af Snæfellsnesi, loks út af Vestfjörðum, og þar hafa skip þegar náð allgóðum köstum, svo að hundruðum mála skiptir. Ýmsir hinna eldri og reyndari síldveiðimanna telja það góðs vita, hvernig síldin kemur að landinu í ár, og eru allbjartsýnir á veiði í sumar. Þegar þess er gáð, hvilík óhemju verðmæti skapast í land- inu við góða síldveiði, verður það skiljanlegt, að nú er hið brennandi spursmál allrar þjóð- arinnar: Veiðist síldin í ár? Allir óska og vona, að svo verði, því að þrátt fyrir allt eru íslendingar svo gerðir, að þeim þykir það fé bezt í hendi, sem þeir afla sjálfir með dugnaði og útsjónarsemi. ___*___ Gleðilegar] fréttir " Þessa dagana er íslenzka þjóð- in stolt af æskumönnum sínum, og má sannarlega vera það. Þeir hafa farið utan og sigrað frænd- ur sína Dani og Norðmenn á leik- vangi frjálsra íþrótta með yfir- burðum, og þeir hafa einnig sigr- að Svíana, er sóttu þá heim til landskeppni í knattspyrnu. Satt að segja mun almenning- ur varla gera sér það ljóst enn, hve merkileg þessi afrek íslenzkra æskumanna eru í raun og veru. lslendingar,. sem aðeins skipta nær hálfu öðru hundraði þús- unda, geta sent fram svo vaska og þjálfaða íþróttamenn, að þeir bera sigur af hólmi í keppni við milljóna þjóðir. Þetta sýnir glöggt, að íslenzki þjóðstofninn er sérlega gróskumikill, og ætti þessi augljósa staðreynd hvort Grein, sem vert er að veíta athygli Eftirfarandi grein birtist fyrra sunnu- dag í Alþýðublaðinu og er þar haldið fram skoðunum, sem Alþýðumanninum þykir rétt að taka undir. — Þvi leyfir blaðið sér að endurprenta greinina hér. Mörgum þótti hún allkyndug, rosafréttin, sem blöðin birtu þriðjudaginn 12. f.m. um vænt- anlega kvikmyndatöku af björg- un áhafnarinnar af flugvélmni Geysi og „björgun" skíðaflug- vélar þeirrar, sem strandaði á Vatnajökli, er hún gerði mis- heppnaða tilraun til þess að bjarga'þeim Geysismönnum. Enn er mönnum almennt í svo fersku minni hin undraverða björgun þessara manna, að þeir eiga bágt með að skilja sambandið milli hennar annars vegar og svo hins vegar þess, að ná skíðaflugvélinni niður af jöklinum mörgum mán- uðum síðar. Satt að segja er þetta svona álíka skylt og björgunin við Látrabjarg því, að ná skipi út af söndunum fyrir austan eða ann- ars staðar. Annars vegar er vel undirbúin og skipulögð „björg- un" verðmæta, enda nægur tími til undirbúnings og mikil og góð tæki, en hins vegar óundirbúið björgunarstarf mannslífa. I öðru tilfellinu allmikil hagnaðarvon, en í hinu einvörðungu mannúð- arstarf, gert af vanefnum og án þess að tími sé til nokkurs veru- legs undirbúnings, — starf, sem aldrei gat gefið aura í lófa eða bita í pott, en með áhættu á lífi og limum. Með þessu er engan veginn verið að kasta rýrð á dugnað þeirra, sem stóðu að því að ná björgunarflugvélinni ofan af jökli eða skipi af söndunum, en þeir sem áttu sína nánustu um borð í Geysi, þeir skilja áreiðan- lega, hvílíkur reginmunur er á þessum björgunum. Annars væri ekki úr vegi að athuga, hvort íslenzkir aðilar geta ekki haft hönd í bagga með þeim Hollywood mönnum, er koma hingað til kvikmyndatöku Allir vita hversu geysilega sterk áróðurstæki kvikmyndir eru og þá ekki sízt til landkynningar og er því mjög mikils vert, að vel takist. Ég fæ t. d. vart skilið, að dagbækur Alfreðs Elíassonar, að þeim alveg ólöstuðum, geti orðið „uppistaða" slíkrar mynd ar sem þessarar, án þess að úi verði einhver óskapnaður, þótt ekki væri nema vegna þess, að Al- freð tók engan beinan þátt tveggja í senn að drepa niður leiðindasón þeirra, sem aldrei sjá neitt gott í íslenzkri æsku, og á hinn bóginn glæða trú hinna bjartsýnu á land og þjóð og efla starfsþrek og starfsgleði þeirra, sem í einlægni og trú vinna að vexti og blómgun íslenzkrar þjóð menningar, bæði hvað líkams rækt og andlegri mennt viðvíkur. björgun Geysismanná, og hitt er jafn fráleitt, að Ameríkumenn geti gert mikið úr afrekum björg- unarvélarinnar, því leiðangur hennar, sem þó að sjálfsögðu var gerður af góðum hug, tókst svo að björgunarmennirnir urðu frekar til að torvelda björgunina en hitt. Hins vegar minnist ég þess að hafa heyrt getið um aðra dagbók, sem athugandi væri, hvort ekki mætti notast við í þessu sam- bandi, en það er dagbók þeirra Geysismanna, sem blöðin birtu útdrátt úr á sínum tíma. Sú dag- bók mun hafa verið gert af loft- skeytamanninum. Og úr því ég minntist á loftskeytamanninn, þá get ég ekki stillt mig um að láta í ljós undrun mína, og raunar margra annarra, er ég hef átt tal við, yfir því, hversu hlutur þess manns virðist hafa verið gerður lítill eða látinn liggja í láginni; því hefði þar verið um íþróttaaf- rek að ræða, hefði því óefað ver- ið meiri gaumur gefinn. Segi ég þetta m.a. vegna þess, að í danska blaðinu Radiotelefrafen rakst ég nýlega á eftirfarandi greinarupp- haf: „.... Það er með óblandinni aðdáun á sérfræðilegri hæfni, sem vér lesum um hinn íslenzka starfsbróður vorn, símritarann B. Gunnarsson á skymasterflugvél Loftleiða „TFR VC", þegar þess er gætt, hvernig allar aðstæður voru, er honum tókst með tækja- uppsetningu þessi að vekja at- hygli á hinni strönduðu flugvél á Vatnajökli, þar sem hún lenti eins og kunnugt er, hinn 14. septem- ber." Það mun orðin föst venja, að einu sinni á ári, á sjómannadag- inn, er þeim mönnum, sem unnið hafa björgunarafrek á sjó, veitt einhver viðurkenning. Þetta er vel. En er ekki að verða eitthvert ósamræmi í þessu? Er ekki mannslífið jafn mikils virði hvort sem það húkir í kulda og vosi á fleka úti á hafi, eða það situr hnipið og bjargarlaust uppi á jökli? Mundi ekki nokkur ástæða til að launa að einhverju verk þeirra Þorsteins á Akureyri og Þórarins Björnssonar og félaga þeirra? Væri það nokkur goðgá? Þeir björguðu sannarlega mörg- um mannslífum, ekki áðeins allri áhöfn Geysis, heldur einnig áhöfn margnefndrar skíðaflugvélar. Og mættu þá ekki einnig Ameríku- menri, landar þessarar síðar- nefndu áhafnar, minnast þess, ef til vill einmitt í sambandi við væntanlega kvikmyndatöku? Einn af mörgum. STJÓRN BÆJARINS Bæjarráð Akureyrar hefir lagt til við bæjarstjórn, að hún veiti Flugráði allt að 500 þús. kr. lán til kaupa á sanddælu til flugvallar- gerðar sunnan bæjarins, enda hefjist vinna við flugvöllinn eða und- irbúning hans þegar á þessu sumri. * Bæjarráð hefir lagt til við bæjarstjórn, að hjónunum Hlín Stef- ánsdóttur og Rögnvaldi Rögnvaldssyni verði falin gæzla almenn- ingssalernanna eftir nánara samkomulagi um kaup og kjör. Margar umsóknir bárust um stöðurnar. Ákveðið hefir verið að rífa upp krossgötuna Brekkugata-Strand-. gata við verðandi Landsbankahús, púkka hana og malbika. Enn hafa engin umferðamerki verið sett upp í bænum, er sýni breytingar þær, er bæjarstjórn samþykkti í fyrra sumar að gera skyldi á akstri um nokkrar götur í bænum. geysiaðsókn. Nýtt framlag ECA til íslands í Evrópugjaldeyri 49 milj. kr. Eru veittar á vegum Greiðslubandalags Evrópu f-il kaupa á vörum frá Evrópu. Að lokum má svo benda á, að Edvard Sigurgeirsson hefir gert stulta fréttakvikmynd af björgun Geysisáhafnarinnar. Hefir hann sýnt mynd þessa hér á Akureyri, og í nágrenni Undanfarið við"út innkaupaheimildir fyrir 645.- Efjiahagssamvinnustjórnin í Washington hefir fyrir nokkru samþykkt aS veita Islandi sérstakt framlag að upphœð 2.000.000 dollara, þ.e. um 49 millj. króna í Evrópugjaldeyri í því skyni að aðstoða ríkisstjórnina við að leyfa aukinn innflulning á nauð- synlegum neyzlu- og rekstrarvör- um og að afnema verzlunarhöft- in, eins og gert var í aprílmánuði sl. Tilgangurinn með aðstoð þess- ari er fyrst og fremst sá, að full- nœgja eftirspum eftir vörum þess- um, svo og að koma upp nokkr- um vörubirgðum í landinu og þar með reyna að skapa aukið jafn- vœgi í vöruverði og efnahagslíf- inu yfirleitt. Framlag þetta er veitt í gegn- um greiðslubandalag Evrópu og er eingöngu varið til kaupa á vörum frá löndum í Evrópu. í júlí 1950 veitti efnahagssam- vinnustjórnin í Washington ís- landi svipað, óbeint framlag, að upphæð 4.000.000 dollara til sömu nota, og var það að fullu notað í apríl sl. Þar með nema hin óbeinu Marshallframlög, er Island hefir fengið í gegnum greiðslubandalagið samtals 7 millj. dollara fyrir tímabilið frá 1. júlí 1950 og til þessa dags. BEIN AÐSTOÐ 20.7 MILLJÓNIR DOLLARA. Svo sem áður hefir verið til- kynnt nema f j árveitingar þær, sem íslandi hafa verið veittar sem bein aðstoð frá efnahagssam- vinnustofnuninni samtals 20.700.- 000 dollara, þar af 5.400.000 á tímabilinu frá 1. júlí 1950 til þessa dags. Þessum fjárveitingum er varið til vörukaupa frá dollara- löndunum gagnstætt þeim fram- lögum, sem um getur hér að framan, og notuð eru til kaupa á vörum frá Evrópu. NÝJAR INNKAUPAHEIMILDIR. Hinn 31. maí sl. var efnhags- samvinnustjórnin búin að gefa 000 dollara í apríl og maí sl. fyr- ir eftirtöldum vörum og þjón- ustu: 1. Verkfræðileg aðstoð við byggingu áburðarverksmiðjunn- ar 200.000 dollara. 2. Plógar, herfi, sláttuvélar, saxblásarar og önnur landbún.verkfæri 15.000 dollara. 3. Vélar fyrir Kassagerð Reykjavíkur til framleiðslu á pappaöskjum fyrirfreðfisk41.000 dollara. 4. Pökkunarvélar fyrir frystihús, skilvinda fyrir síldar- og fiskimjölsverksmiðjuna að Kletti, varahlutir í frystivélar og niðursuðuvélar 29.000 dollara. 5. Eik og annar viður til skipa 40.- 000 dollara. 6. i Dýptarmælar, varahlutir í radiotæki, talstöðvar o.fl. 100.000 dollara. 7. Smurn- ingsolíur og smurningsfeiti 120.- 000 dollara. 8. Sojabaunaolía til smjörlíkisgerðar 100.000 dollara. Samtals 645.000 dollara. JoíísííÉrwi kr JÍ,2Ö d Norðurlandi í sumnr Síldarútvegsnefnd hefir nú ákveðið verð á fersksíld til s'ólt- unar á Norðurlandi í sumar sem hér segir: Fyrir uppsaltaða tunnu, þrjú lög í hring, hausskorin og slóg- dregin síld, kr. 140.00 og fyrir uppmælda tunnu kr. 104.00. Við þetta bætist 8% fram- leiðslugjald, sem nemur kr. 11.20 fyrir uppsaltaða tunnu og kr. 8.32 á uppmælda tunnu. Þetta gjald verður greitt til viðbótar til útgerðarmanna og sjómanna, ef meðalafli skipa verður undir 6000 mál og tunnur. Verði aflinn meiri, rennur gjald þetta í hluta- tryggingarsjóð. TIL SÖLU Chrysler fólksbifreið, árg. 1942. Þeir sem hug hafa á kaupum, tali við undir- ritaðan fyrir 6. júlí n. k. Bœjarfógetinn á Akureyri, 26. júní 1951.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.