Alþýðumaðurinn - 17.07.1951, Qupperneq 3
Þriðjudagur 17. júlí 1951
A L Þ Ý Ð U M A Ð U R I N N
»Fólkið í landinu« flytur 21
ævisögu í viðtalsformi
Flugdœtlun
frá 1. júlí 1951
Innandandsílug
fró Reykjayík:
Sunnudaga:
Til Akureyrar f. h.
— Vestmannaeyja
— Sauðárkróks
— Akureyrar e. h.
Mónudaga:
Til Akureyrar f. h.
— Vestmannaeyja
— Ólafsfjarðar
— Norðfjarðar
— Seyðisfjarðar
— Kirkj ubæj arklausturs
— Hornafjarðar
— Siglufjarðar
— Kópaskers
— Akureyrar e. h.
Þriðjudaga:
Til Akureyrar f. h.
— Vestmannaeyja
— Blönduóss
— Sauðárkróks
— Siglufjarðar
— Akureyrar e. h.
Miðvikudaga:
Til Akureyrar f. h.
— Vestmannaeyja
— Egilsstaða
— Hellissands
— ísafjarðar
— Hólmavíkur
— Siglufjarðar
— Akureyrar e. h.
Fimmtudaga: /
Til Akureyrar f. h.
— Vestmannaeyja
— Ólafsfjarðar
— Reyðarfjarðar
— Fáskrúðsfjarðar
— Blönduóss
— Sauðárkróks
— Siglufjarðar
— Kópaskers
— Akureyrar e. h.
Föstudaga:
Til Akureyrar f. h.
— Vestmannaeyja
— Kirkjubæjarklausturs
— Fagurhólsmýrar
— Hornafjarðar
— Siglufjarðar
— Akureyrar e. h.
Laugardaga:
Til Akureyrar f. h.
— Vestmannaeyja
— Blönduóss
— Sauðárkróks
— ísafjarðar
— Egilsstaða
— Siglufjarðar
— Akureyrar. e. h.
Fró Akureyri:
Til Reykjavíkur:
2 ferðir daglega.
Til Siglufjarðar:
Alla virka daga.
Til Ólafsfjarðar:
Mánudaga og fimmtudaga.
Til Kópaskers:
Mánudaga og fimmtudaga.
Til Austfjarða:
Föstudaga.
Flugíélag íslands H:
Það er fyrsta útgáfubók Menningar- og fræðslu-
sambands alþýðu á þessu ári
Menningar- og fræSslusamband
alþýðu hefir gefið út bókina
„Fólhið í landinu“, en tilgangur-
inn með útgáfu hennar er sá, að
gefa sem gleggsta mynd af lífs-
baráttu og lífsreynslu þess fólks,
er lagði grundvöllinn að þeirri
þjóðfélagsbyggingu, sem við lif-
um í nú í dag, fólksins, sem lagði
upp í baráttuna fyrir og um síð-
ustu aldamót og lifað hefir þœr
gerbreytingar, sem gengið hafa
yfir þjóðina á síðustu hálfri öld. \ .
Er bókin skrifuð í viðtalsformi,
og heimalist“ e. Broby Johansen
með myndum af á annað hundr-
að listaverkum og tímaritið
„Menn og menntir“, en ritstjóri
þess er Tómas Guðmundsson
skáld. Allar þessar bækur fá fé-
lagsmenn í MFA fyrir aðeins 60
króna ársgjald.
og eru margir þjóðkunnir menn
í tölu höfunda liennar. Ritstjórn
bókarinnar hefir Vilhjálmur S.
Vilhjálmsson rithöfundur annazt.
í formála að bókinni kemst rit-
stjórinn svo að orði: „Er þess
vænzt, að í frásögnum þessa fólks
geti lesandinn fundið lykil að
örlögum þess, hvers og eins, enda
hafa höfundarnir ekki lagt þeim,
sem frá segja, orð í munn heldur
haldið tungutaki þeirra og látið
fólkið sjálft ráða frásagnarhætt-
inum. Hér birtast því í raun og
veru 21 ævisaga.“
„Fólkið í landinu“ flytur við-
töl við Guðrúnu Jónsdóttur á
Húsafelli, e. Bjarnveigu Bjarna-
dóttur; Vilhjálm Gíslason á Eyr-
VILL GEFA ÚT SKÁLDSÖGU
EFTIR ÍSLENZKAN HÖFUND.
Stjórn og útgáfuráð MFA hef-
ir samþykkt að gefa út á næsta
ári skáldsögu eftir íslenzkan höf-
und, ef félaglnu berst handrit,
sem stenzt gagnrýni nefndar, er
MFA hefir valið til að lesa yfir
sögurnar. Er lögð áherzla á stíl
og frumleik og að höfundurinn
sé ungur og ekki mjög kunnur
áður. Höfundar eiga að senda
handrit sín til MFA, Garðastræti
17. Þar geta og þeir, sem vilja
gerast félagar í MFA, látið skrá
sig.
STEINGRÍMUR ARASON
kennari lárinn
Steingrímur Arason, kennari,
varð bráðkvaddur að heimili sínu
í Reykjavík aðfaranótt sl. föstu-
arbakka, e. Sigurð Magnússon; dags, tœplega sjötíu og tveggja
Guðnýju Sveinsdóttur á ísafirði,1 ára að aldri.
e. Hannibal Valdimarsson; Glsla Steingrímur fæddist 26. ágúst
Gíslason silfursmið, e. Sigurð 1879 að Víðigerði í Eyjafirði.
Benediktsson; Kristínu Björns- Hann lauk gagnfræðaprófi frá
dóttur, e. Einar M. Jónsson; | Möðruvallaskóla árið 1899, kenn-
Hallbjörn Oddsson á Akranesi, e.
Elías Mar; Gísla J. Johnsen, e.
Sigurð Magnússon; Bjarna Egg-
ertsson á Eyrarbakka, e. Guð-
mund Daníelsson; Þórð Þor-
steinsson hreppstjóra í .Fossvogi,
e. Guðmund Gíslason ‘Hagalín;
Kristján Einarsson frá Djúpalæk,
e. Kristmann Guðmundsson;
Árna Sigurpálsson á Húsavík, e.
Karl Kristjánsson; Pétur Hoff-
mann Salómonsson, e. Sigurð
Magnússon; Kristin Magnússon
skipstjóra, e. Gils Guðmundsson;
Jón Erlendsson í Keflavík, e. Ing-
ólf Kristj ánsson; Sigurð Niels-
son, e. Bergsvein Skúlason; Guð-
mundu Bergmann, e. Sigurð
Magnússon; Þorbjörn Þórðar-
son lækni, e. Elías Mar; Jónmund
Halldórsson prest, e. Hannibal
Valdimarsson, og Þuríði Páls-
dóttur í Hafnarfirði, e. Gísla J.
Ástþórsson.
„Fólkið í landinu“ er 277 bls.
að stærð í meðalbroti. Bókin flyt-
ur myndir af öllum þeim, sem
segja frá, og virðist frágangur
hennar hinn vandaðasti. Víkings-
prent hefir annazt prentunina.
GÓÐ BÓKAKAUP.
Þetta er fyrsta útgáfubók MFA
á þessu ári, en auk hennar koma
síðar á árinu skáldsaga franska
rithöfundarins Georges Duhamels
„Óveðursnóttin“ í þýðingu Elí-
asar Mar, listasagan „Heimslist
araprófi frá Flensborgarskóla ár-
ið 1908 og stundaði síðan nám í
uppeldisvísindum við ýmsa há-
skóla vestan hafs, en þess á milli
var hann kennari við barna- og
unglingaskóla. Lengst yar Stein-
grímur þó kennari við Kennara-
skóla íslands, frá 1920—1940, er
hann fór enn á ný utan til náms
þrátt fyrir háan aldur.
Steingrímur er löngu þjóð-
kunnur maður fyrir brautryðj-
andastarf í kennslumálum, svo og
fyrir ritstörf sín.
KANTÖTUKÓRINN
KOMINN HEIM FYRIR
NOKKRU
Svo sem kunnugt er af útvarps-
og blaðafréttum, er Kantötukór
Akureyrar kominn heim fyrir
nokkru úr söngför sinni til Norð-
urlanda, þar sem hann gat sér
gott orð og varð landi og þjóð til
sóma.
Allir þeir kórfélagar, sem Al-
þýðumaðurinn hefir haft tal af
láta mjög vel af förinni, hve
skemmtileg og ánægjuleg hún
hafi verið í alla staði, og Björg-
vin Guðmundsson, tónskáld, hef-
I
ir sérstaklega beðið blaðið að.
geta þess, að framkoma allra kór-
félaga hafi verið slík, að hann!
hafi ekki getað hugsað sér hana
ánægj ulegri. Er gott að hlj óta
slíka einkunn.
AUGLÝSING
fró Framleiðsluráði landbúnaðarins
um heildsöluverð á hrossakjöti
og nautakjöti.
Hrossakjöt (heildsöluverð) : •
Tr. I kr. 8.00 pr. kg.
í þessum flokki sé kjöt af hrossum á aldrinum 1—5
vetra, ef skrokkarnir eru vel útlítandi og hæfilega
feitir.
Hr. I kr. 7.30 pr. kg.
í þessum flokki sé kjöt af hrossum á aldrinum 6—9
vetra, ef skrokkarnir eru vel útl tandi og hæfilega
feitir.
Hr. 11 kr. 6.00 pr. kg.
I þessum flokki sé kjöt af hrossum 10—15 vetra,
enda séu skrokkarnir vel útlítandi og ekki of feitir.
Nautgripakjöt (heildsöluverð) :
AK I kr. 14.40 pr. kg.
I þessum flokki sé kjöt af algeldum kvígum 6 mán-
aða til 2V2 árs, uxum á sama aldri og nautkálfum,
6 mánaða til tveggja ára, séu skrokkarnir hold-
miklir og vel útlítandi.
AK II kr. 13.20 pr. kg.
1 þessum flokki sé kjöt af sams konar gripum og
eru í AK I, séu skrokkarnir lakari.
N I kr. 13.20 pr. kg.
I þessum flokki sé kjöt af nautum 2—4 ára, séu
skrokkarnir holdmiklir og vel útlítandi.
N II kr. 12.00 pr. kg.
í þessum flokki sé kjöt af nautum 4—6 ára og lak-
ara kjöt af 2—4 ára nautum.
UK I kr. 13.20 pr. kg.
í þessum flokki sé kjöt af kálfum 2—6 mánaða, séu
skrokkarnir vel útlítandi og holdgóðir.
UK II kr. 9.60 pr. kg.
í þessum flokki sé kjöt af kálfum y2—2 mánaða og
lakara kjöt af kálfum 2—6 mánaða.
UK III kr. 7.20 pr. kg.
í þessum flokki sé kjöt af kálfum y2 mánaðar og
yngri, séu skrokkarnir söluhæfir og lakara kjöt af
kálfum y2—2 mánaða.
K I kr. 12.00 pr. kg.
í þessum flokki sé kjöt af kúm 5 vetra og yngri, séu
skrokkarnir holdgóðir og vel útlítandi.
K 11 kr. 9.60 pr. kg.
í þessum flokki sé kjöt af kúm 5—10 vetra og naut-
um 6—10 vetra og lakara kjöt af yngri gripum,
enda séu skrokkarnir vel útlítandi.
K 111 kr. 7.80 pr. kg.
í þessum flokki sé kjöt af kúm 1Q vetra og eldri og
lakara kjöt af yngri kúm, enda séu skrokkarnir
sæmilega útlítandi.
K IV kr. 4.80 pr. kg.
í þessum flokki sé kjöt af rýrum kúm, gömlum
nautum og annað nautgripakjöt, teljist það sölu-
hæft.
Smósöluverð á súpukjöti:
AK I kr. 19.20 hvert kg. AK II, N I og UK I kr.
17.60 hvert kg.
Ofanskráð verð á naulgripakjöti og hrossakjöti er sumar-
verð, sem gildir þar til annað verður ákveðið.
Reykjavík, 31. maí 1951.
Framleiðsluráð landbúnaðarins.