Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 11.12.1951, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 11.12.1951, Blaðsíða 1
XXI. árg. Þriðjudagur 11. desember 1951 44. tbl. Velta Tryggingarstofnunar rík- isins var á árinu 1950 með ríkls- framlagi til sjúkrasamlaga og sér- stökum lífeyrissj óðuni hvorki meiri né minni en 145 milljónir kióna, en allur reksturskostnað- ur stofnunarinnar varð það ár aðe'ns 2.6 milljónir eða 1.8% af allri veltunni samkvæmt upplýs- ingum Steingríms Steinþórssonar forsætis- og félagsmálaráðherra á Alþingi fyrir skömmu. Forsætisráðherra birti þessar upplýsingar sem svar við fyrir- spurnum frá Skúla Guðmunds- syni um kostnað og iðgjaldainn- heimtu Trygg'ngarstofnunarinn- ar. Las hann upp mjög ýtarlegar skýrslur frá Tryggingaistofnun- inni varðandi þetta. Árið 1950 námu kaupgreiðslur stofnunar'nnar, aðalskrifstofunn- ar, alls 982.421 krónu. Þar af voru laun 25 fastra starfsmanna 785.121 kr., en lausráðið starfs- fólk fékk alls 197.300 kr., svo sem stjórnarmenn og endurskoðend- ur, starfsmenn, sem vinna ekki fullan starfstíma, starfsmenn, sem leysa af í sumarleyfum, ræstinga- konur, lyftuvörður og sendisvein- ar. Annar kostnaður skrifstofunn- ar hefir orð.'ð 493.283 kr., og er þar með talin afskrift áhalda, greiðslur fyrir vottorð og styrk- ur til slysavarna. Héraðsdómurum voru alls greidd umboðslaun á árinu 164-113 kr. og í innheimtulaun 94.354 kr. Þá er og gert ráð fyrir 420 þús. kr. greiðslu til ríkissjóðs vegna umboðsstarfanna og hrepp- stjóiaþóknunar. Greiðsla stofnunarinnar til sjúkrasamlaga vegna umboðs- starfa á árinu nam alls 435.570 krónum. Álögð iðgjöld námu á árinu rúmum 30 rnillj. kr., úrgengin og endurgreidd nema 84 þús. kr. eða 0,3% af álögðum iðgjöldum, en óinnheimt nema 4,1 millj. eða 13,7% miðað við árslok. Arin 1947—1949 námu álögð iðgjöld 95.7 millj. kr., en óinnheimt tæplega 1,4 millj. eða 1,5% af á- lögðum iðgjöldum. Urgengin og óinnheimt iðgjöld öll árin nema alls aðeins 5,6% af iðgjaldaupp- hæðinni- Þar af er mest frá síð- asta ári. Allverulegur hluti hiriná úrgengnu iðgjalda, hefir vérið ranglega á lagður, og er jafnað- arlega meira um sl kt í kaupstöð- um en sve'tum. • Fc-rsætisráðherra .las ýtaslega skýrslu um in'nheimtu iðgjalda í einstökum héruðum og kaupstöð- um. Þótti Skúla, að innheitan hefði gengið misjafnlega. En Haraldur Guðmundsson, forstjóri tryggingarstofnunarinnar, benti á þá staðreynd, að útlstandandi og úrgengin iðgjöld næmu þó ekki nema 5,6% af álögðum ið- gjöldum öll árin. Af því, sem úti- standandi væri frá síðasta ári, mundi mikið innhelmtast á þessu ári og naumast væri hægt að fá fullt yfirllt yfir afkomu þess árs enn, m. a. vegna þess, að í Reykja vík væri haldið opnum reikning- um,fram í marz. En er íekið væri fullt tillit til þess, að, hér væri um að ræða innheimtu á lágum gjöld um hjá' 60—70 þúsund gjaldend- um, hlyti útkoman að teljast góð, auk þess sem nú geiðist öll inn- heimta æ erfiðari vegna versn- andi afkomu almennings. _*___ Bæjarráð samþykkir oð haida uppi vinnu fyrir 70 —80 manns íil óramóta. Á síðasta bæjarstjórnaifundi var samþykkt að halda uppi vinnu fyrir 70—80 verkamenn fram um hátíðir. Var bæjarstjóra og bæjarverkfræðingi fal-ð að velj'a verkefnin, en þó var rætt um, að halda skyldi áfram vinnu við hafna: garðinn á Tanganum óg hefja tveggja vöku vinnu í grjótnáminu. StjóriHirlii Jelldi: AD 40 millj. króna af hinum túml. 100 millj. kr. tekju- afgangi r'kissjóðs yrði varið til íbúðarhúsabygg- inga í kaupstöðum og sveitum. AÐ 15 millj. kr. yrði varið til byggingar heilbrigðis- stofnana. AÐ 16 millp kr. yrði varið til stækkunar Kleppsspítala og byggingar fávitahælis. AÐ 20 millj. kr. yrði varið tii greiðslu á vangoldnum framlögum ríkisins lög- um samkvæmt til skóla, sjúkrahúsa og hafna- AD 10 millj. kr. yrði varið til að kaupa 4 nýja togara til atvinnujöfnunar. Allt voru þetta tillögur AI- þýðuflokksins. Hjslparstöð íyrir áfengissjíiklinpa A fundi með blaðamönnum hér í fyrri viku skýrðu fulltrúar Umdœmisstúku Norðurlands og áfengisvarnarnefndar bœjarins frá því, að þessar stofnanir hefðu ákveðið að opna hér upplýsinga- og hjálparstöð fyrir drykkju- menn og aðstandendur þeirra. — Hófst þessi starfsemi í Skjaldborg s. I. föstudag og verður stöðin opin kl. 5—7 á hverjum jöstudegi framvegis. Þeir Eiríkur Sigurðsson yfir- kennari og Þorst. M. Jónsson skólastjóri gerðu grein fyrir til- ganginum með þessari nýjung hér og nauðsyn þess að hefjast handa til urnbóta í áfengismálum. Reynt verður að aðstoða eftir mætti, i. d- með útvegun sjúkrá- húss- eða hællsvistar, aðstoða við atvinnuleit o. s. frv. Loks að gefa aðsíandendum aðstöðu til að leita iáða og styrks í heimilisvandræð- um er starfa af áfengisneyzlu. — I stjóin stöðvarinnar hér eru: Hannes J. Magnússon skólastjóri, Olafur Daníelsson klæðskeram., frá umdæmisstúkunni, frá áfeng- 'svarnanefnd: Guðm. Karl Pét- ursson yfirlæknir. Verður einn sða fleiri þessara manna til við- als í Skjaldborg á hverjum föstu- degi kl. 5—7 e. h. FTJNDUR UM ÁFENGISMÁL Þá var skýrt frá þv', að áfeng- 'svarnanefnd hyggist bráðlega efna til fundar með forvígismönn- um félaga og fyrirtækja í bænum til þess að ræða þar möguleika á samstilltum átökum til þess að draga úr notkun áfengis í bæn- um. Innan skamms hefjast hér sýningar á hinni kunnu kvik- mynd Café Paradís og fjallar hún um áfengisvandamálið. Stúkurn- ar hafa ákveðið, að ágóði af sýn- ingum myndarinnar gangi til nýja sjúkrahússins hér. I áfengisvarnanefnd bæjarins eru þessi menn: Þorst. M. Jóns- son, form., Hannes J. Magnússon, Eiríkur Sigurðsson, Stefán Ág. Kristjánsson, Guðm. Karl Péturs- son, Þorst. Þorsteinsson og Rós- berg G. Snædal- Leiðrétting. I 42. tbl. Alþm. var stutt afmælisgrein um Sigurgeir Jóns- son, íyrrum söngkennara. Var þar get- 'ð barna hans og konu hans, en í um- broti liöfðu fallið úr nöfn Vigfúss, ljós- myndara og Gunnars, kennara í söng og hljóðfæraleik. Eru hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á þessum mktök- um. Leikfélag Akureyrar: Leikstjóri Ragnhildur Steingrímsdóttir Síðastliðinn fimmtudag hafði Leikfélag Akureyrar frumsýningu á gamanleiknum Grœnu lyftunni. Er það annað viðfangsefni L. A. á þessu leikári og verður að telj- ast vel að verki verið. Leikstjóri er ungfrú Ragnhildur Steingríms- dóttir. Er það í fyrsta sinn, er hún hefir hér leikstjórn á hendl, enda nýlega komin fiá leiknámi. Mun það hafa verið nokkuð samróma álit leikhúsgesta, að Ragnhildi hafi farizt vel úr hendi þessi fyrsta leiksljórn sín hér, enda þótt svo snubbaralega tækist til, að henni bærist engin viðurkenning í blómum, þar eð þau voru ófá- anleg þennan dag! Græna lyftan er gamanleikur, eh túlkar þó í gamni sínu gömul og ný sannindi um suma launkofa :.:annsálar:nnar. Höf., J. A. Hop- .vood, hefir þar tekizt að skapa það sem kalla mætti klassiskan ^amanleik: efnið er sínýtt, en svo veltur á meðferð leikenda hverju sinni, hvort listln nýtur sín- Höfuðhlutverkin eru að þessu s'nni leikin af leikstjóranum og Guðinundi Gunnarssyni. Tekst Ragnhildi víða prýðilega í leik s'num, en þó er ekki trútt um, að sums staðar sé hann „yflrdrif- inn", svo að - áhorfandanum finnst, að hún valdi ekki hvort veggju í senn leikstjóm og með- "erð aðalhlutverks, enda þarf nikið til. Guðmundur er líka 'ielzt til „þungur" í h'lutverki sínu: hann er launkíminn að eðl- sfari, en skortir snarleik hins smellna skopleikara til að verða bráðfyndinn í hlutverkinu. Hitt '.eynir sér ekki, að hann leggur alúð við leik sinn. Aðrir leikendur eru: Brynhild- ur Steingrímsdóttir, Hjálmar Júlíusson, Gerðá Lesten, Sig- mundur Björnsson, Gústav Jón- asson og Tryggvi Kristjánsson. Eru fjögur síðasttalin hlutverk aðeins smáhlutverk, en Brynhild- ir og Hjálmar fá nokkuð að eyna sig. Sýnir Brynhildur sums ^aðar mjög þokkalegan leik, en rlálítið misjafnan,og hið sama má segja um Hjálmar. Bæði koma notalega fyrir á sviði g hreyfa sig friálsmannlega. Að öllu samanlögðu má gera áð fyr.'r, að þéssi leikur veiti bæjarbúum marga ánægjulega hláturstund, eða svo virtist það verða á frumsýningunni. L. A. á vað líka skilið af bæjarbúum, að ^eir slái skjaldborg um starfsemi þess, vöxt og viðgang. En jafn- satt er hitt, að félagið þarf alvar- Iega að fara að svipast um eftir nýjum, meiri og betri kröftum, ef leiklist og leikmennt á að ná hér verulegri reisn og verða eitt þrep- ið til að lyfta bæjarl finu upp af lágsléttunni og upp úr logninu, sem það óneitanlega er í. ____%___ Málverkasýning iristundamálara Síðastliðinn sunnudag opnaði félag frístundamálara málverka- og teiknisýningu í Brekkugötu 1 hér í gæ. Verður hún opin þessa viku og rennur ágóði af henni til myndlistaskóla félags!ns. Sýnendur eru tíu og verkin um 120, sem sýnd eru. Þessir sýna: Anna Jensdóttir, 2 verk Anný Hjartar, 4 — Aðalsteinn Vestmann, 14 — Björn Þórólfsson, 8 -— Borgþór Jónsson, 8 — Elísabet Geirmundsd. 5 — Emil Sigu:ðsson, 11 — Garðar Loftsson, 25 x— Þorgeir Pálsson, 36 i— Haraldur M- Sigurðsson 5 — Er þarna margt athyglisverðra mynda, og fjölbreytt val viðfangs- efna. Ættu bæjarbúar ekki að 'ála þessa sýningu fara óséða fram hjá.sér. _*_ Vill ekki svara afdráttarlaust. Hinn Iaundrýldni ritstjóri Isl. hefir komizt í slæma klípu vegna spurningar Alþm. um það, hvort deilur við Jakob Árnason, ritstj. Vm., væru jafnframt deilur við Jakob 0. Pétursson, ritstjóra Isl. Skrif Isl. gáfu nefnilega ríka á- stæðu til spurningarinnar. Ekki treystir ritstjóri ísl. sér til að af- neita því með öllu4 að einhverjar ^augar kunni að liggja milli sín og hins gamla flokksbróður, held- ur slær úr og í með svarið. Er því spurningin endurtekin á ný: Hvaða samband er á milli Jakobanna við Vm. og ísl.? Sextugur er Knut Otterstedt, raf- veitustjóri, í dag.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.