Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 20.12.1951, Qupperneq 2

Alþýðumaðurinn - 20.12.1951, Qupperneq 2
2 * Jólablað A Iþýðumannsins ,* Fimmtudagur 20. desember 1951 OLAKÁP AIV Halldór Friðjónsson: Bitur frostnæðingurinn fer í gegnum bæinn og feykir með sér ofan af húsaþökunum lausamjöllinni, sem féll í gær og nótt. í rökkurbyrjun í dag tók að blása ofan af fjöllunum, og hann er aldrei hlýr, gusturinn innan frá öræfum í desembermánuði, þegar vetrargaddurinn hefir legið á öllu hálendinu allt frá veturnóttum. Fólkið hraðar sér milli húsanna sem mest það má, og furðu fáferðugt er á götunni. Það er líka laugar- dagskvöld og verzlunarbúðunum hefir verið lokað fyr- ir fullri klukkustund. Jens ívarsson — Jens í pakkhúsinu er hann ætíð kallaður — hraðar sér eftir götunni. Hann vill ekki vera lengur úti í svona kulda en hann þarf. En þenna dag, nú síðustu árin, hefir hann oftast lagt 300 krónur i guðskistuna til að deila á milli ekkna og munaðar- lausra fyrir jólin. Hann er vanafastur, og Iætur hvorki frost né fjúk aftra sér, hvorki sunnansperring eða norð- angjóstur. Þótt jólin séu á næstu grösum er óvenju fátt af fólki við búðargluggana. Þeir eru Iika fáskrúðugir — nær allslausir af öllu því, sem venjulega eru kallaðar jóla- vörur, og mikið minna upplýstir en venjulega. Þó er einn glugginn frábrugðinn. Hann skín þarna á áber- andi stað í þrenns konar ljósadýrð. Þetta er auglýsinga- gluggi kápubúðarinnar- Jólakápunuin hefir verið stillt út. Þarna eiga þær að freista augna vegfarenda yfir helgina. Næsta mánudagsmorgun verður kápuslagur. Jens hinkrar við á götunni gegnt glugganum. Ekki til að grandskoða kápurnar. Hann hefir veitt því at- hygli, ,að fyrir framan gluggann standa fjögur börn eins og negld í kuldanum og horfa inn í dýrðina. Þau eru eitthvað að ræða sín á milli, en hann heyrir ekki orðaskil þangað, sem hann stendur. Hann færir sig nær án þess að vekja eftirtekt þeirra. Þau standa í röð eftir aldri og stærð. Næst honum drengur á að gizka 13—14 ára. Þá stúlka áðeins lægri, þá drengur 9—10 ára og fjærst lítil hnjáta 5—6 ára. ÖIl eru þau skjól- lega klædd og hreinleg álitum. ,Jiún er lang-lang fal- legust þessi,“ og stærri stúlkan bendir inn í búðina. ,,Ég er viss um, að hún passar ágætlega á mömmu.“ „En til hvers er að horfa úr sér augun héj, þegar við getum ekki keypt hana handa henni? Okkur vantar á þriðja hundrað krónur, af því að verðið hefir hækkað svona mikið.“ Það er beiskja og íyrirlitning í senn í orðum piltsins- „Getum við þá ekki keypt hana — alveg ómögulegt?“ Drengurinn horfir á bróður sinn, og beygir af á síðasta orðinu. „Ég skal biðja góða jólasveininn að gefa okkur peninga.“ Það er sú litla, sem nú grípur inn í samtalið og þykist auðsjáanlega hafa leyst vandræðin. Jens pakkhúsmaður ræskir sig til að vekja athygli hópsins við gluggann á sér- Svo tekur hann stöðu við hlið litlu stúlkunnar. „Hafið þið nú orðið illa fyrir barðinu á verðhækkuninni eins og fleiri?“ Hann bein- ii máli sínu tíl eldri barnanna. „Ert þú kannske jóla- sveinn?“ Sú litla horfir upp á hann og gripur í frakka- lafið. „Já og nei. góða mín. En það er nú svona, að það fengju ekki mörg börn í heiminum jóiagjafir, ef menn- irnir hjálpuðu ekki jólasveininum dyggilega til.“ „Hvar er kápan, sem þið ætluðuð að gefa mömmu ykkar?“ „Hérna vinstra megin á bak við brúnu káp- una. Þessi litur fer mömmu langbezt.“ Það er eldri systirin, sem nú hefir tekið orðið, og hún snýr sér beint á móti komumanninum, svo að hann sér framan í hana, og málrómurinn minnir snöggvast á löngu liðna daga — og ákafinn! En nú er ekki tími til að fara að rekja gamlar minningar. Og stúlkan heldur áfram með sann- færandi ákefð: „Mamma á afmæli um jólin. Við Raggi komum okkur saman um að gefa henni kápu í jóla- gjöf. Hún hefir enga kápu fengið, síðan pabbi dó. Og við fórum að spara samau, og seinna komu líka þau litlu með — og þau hafa verið svo anzi dugleg. Við hættum að fara í bíó og horfa á kappleiki, nema þegar okkur var boðið. Og svo vorum við búin að næla sam- an á áttunda hundrað krónur og vorum alveg örugg um að þetta myndi hrökkva. En svo kemur Raggi í dag með þær fréttir, að kápurnar hafi hækkað svona mikið í verði“ „Og svo hafið þið farið hingað í kuld- anum til að fá að sjá djásnið, sem þið verðið svo að sjá af til einhvers annars. Það er gamla sagan góðu barnanna, sem heimska og vonzka mannanna er alltaf að níðast á.“ Jens hafði talað sig heitan. „Eru þá eng- in ráð?“ kjökrar litli snáðinn og hefur ekki augun af kápunni. „Jú, í þetta sinn skulu fjandmeqn góðra manna ekki sþilla gleði ykkar og góðum ásetningi — það skal ég sjá um. Það er þá þessi sérstaka kápa, sem þið hafið valið handa mömmu ykkar?“ „Já,“ sögðu börnin einum munni. „Þið skuluð fá Imna — það skal ekki bregðast. Komið þið til min um þrjúleytið á að- fangadag — öll saman — þið verðið öll að taka á móti henni eins og þið hafið komið öll hingað í kuldanum i kvöld. Þið eruð góð börn eins og þið eigið ætt til. Þið eigið skilið að hljóta gleðileg jól.“ Svo var mað- urinn farinn. Börnin litu enn einu sinni til kápunnar. Svo flýttu þau sér af stað. Á leiðinni töluðu þau um þennan einkennilega mann, sem hafði leyst úr vand- ræðum þeirra. Komið til þeirra utan úr myrkrinu og horfið frá þeim út í myrkrið aftur. „En hvar á hann heima? Rötum við til hans á aðfangadaginn?“ spurði litla systir og snarstanzaði á götunni- „Það veit allur bærinn, hvar hann Jens í pakkhúsinu býr,“ svaraði Raggi og togaði systurina af stað með sér. Hann fann nú fyrst, hvað kalt var úti. Jens pakkhúsmaður stikaði stórum móti næðingn- um. Honum svall móður. Atvikið við gluggann hafði komið blóði aldraða mannsins á rót. Fyrst að guðs- kistunni eins og hann hafði ákveðið. Þrjú hundruð krónurnar hurfu ofan í gegnum rifuna. Svo til klæð- skerans strax á eftir. Hann hlaut að vera á saumastof- únni. Auðvitað vann hann langt út á kvöld svona rétt fyrir jólin. Jens drap á hurðina bakdyramegin og bar upp erindi sín í skyndi. Þeir voru góðir kunningjar klæðskerinn og hann. Það varð að samkomulagi að kápan fengi að vera á sínum stað yfir helgina, en klukk- an 6 á mánudagsmorguninn fengi Jens hana afhenta út um bakdyrnar — áður en slagurinn hæfist. Jæja þa var því komið örugglega fyrir þarna yfir helgina. Jens pakkhúsmaður gekk fram hjá búðar- glugganum á heimleiðinni og horfði stundarkorn á kápuna. Engir voru þar til að skoða kápusýninguna- Öllum hefir víst þótt allt of kalt til að standa þarna nema börnunum, sem komu þangað til að kveðja káp- una, sem þau ætluðu að gefa mömmu sinni, en voru of fátæk til að gera jóladraum sinn að veruleika upp á eigin spýtur. Og á leiðinni heim steðjuðu minningarn- ar að Jensi, og því hélt áfram eftir að hann kom heim i hlýjuna og gat látið fara vel um sig. Hann var vikadrengur við verzlun Ólafs Sigurðsson- ai — nú Verzlun Ó. Sigurðsson og Co. Var tekinn þangað meira í gustukaskyni en að af honum væri atl- azt annars en snúninga hjá utanbúðarmanninum. Þetta var vorið, sem hann fermdist. Hún — sem hann end- urþekkti i stúlkunni við búðargluggann í kvöld — var 10 ára heimilisplága, sagði móðir hennar, sem alltaf var lasin og mædd, og þráði ekkert annað en frið, hljóðan umgang um húsið og dekur mannsins síns — kaupmannsins — sem alltaf var á boðstólum og aldrei í nógu fullum mæli. En dóttirin var fjörkálfur, heimtu- frek og einráð, og hafði þá þegar brotið af sér sífelld- an aga og aðfinnslur móður sinnar og dvaldi mestan hluta dagsins utan dyra. En henni hélzt illa á leikfé- lögum. Hún var alltof einráð i leikjum og lét hlut sinn ekki fyrir neinum. Hún tók fegins hendi komu vikapiltsins að verzlun- inni. Þarna fékk hún félaga, sein var henni eftirlátur og hlýðinn. Hún var flestum stundum hjá honum eða í nánd við hann, og sótti mest til hans, ef eitthvað bját- aði á, sem æði oft vildi verða fyrstu árin. Og eftir að hann fór að hafa auraráð, uxu þarfir hennar til hjálp- ar á því sviði, því að faðirinn var fastheldinn á þá liluti og taldi börn ekki eiga að hafa of mikil auraráð. En Jens stóðst hvorki tár hennar eða blíðuatlot, sem hvorutveggja var beitt í ríkum mæli til að fá vilja sinn fram- Og þar sem þetta fór allt fram á bak við foreldr- ana myndaðist trúnaður á milli þeirra, sem batt þau sterkari böndum með hverju árinu sem leið. Eftir fermingu heimasætunnar breyttist þetta að því leyti, að faðirinn lét dótturina fá vissa peningaupp- hæð á hverjum mánuði til sinna nola. En hún var ekki svo há að hún entist öllu meira en hálfa leið. Og þá var leitað til „Jensa“ í pakkliúsinu, sem hafði tekið þar við aðalstarfi og þar af leiðandi fengið hækkað kaup. Og hefði hann áður verið eftirlátur og skilnings- góður á þarfir barnsins, þá var honuin nú óblandin nautn að því að vera hjálparhella ungu stúlkunnar, sem óx upp eins og sóley í túni, varð þroslqaðri og fegurri með hverju misseri sem leið. Velvild hans til hennar sem barns breyttist í óstjórnlega ást, sem spurði um það eitt, hvað hann gæti gert henni til geðs, hvers hún óskaði, hverju hann gæti fórnað henni. Návist hennar var hónum unaður. Bliðleg orð hennar svaladrykkur brennandi sál hans, Klapp á kinn, skyudikoss á enni, eða munn, óminnissæla, sem orkaði á h.ann sem hástig sæluþrungna drauma. Og hann byggði í huga sér sól- roðnar framtíðarhallir, þar sem hún var drottning drottninganna og hann óskaprinsinn, eius og ævintýr- i'* sögðu frá. Lífið var fagurt, óviðjafnauilegt — stór- kostlegt. Tæplega 20 ára fór hún til höfuðbtorgarinnar til menntunar að heldra fólks hætti. Þetta sTfceði svo skjótt, að hann vissi ekkert um þetta fyrr en hún kom ferð- búin út í vörugeymsluhúsið til hans til aið kveðja hann. Hún rétti honum höndina í kveðjuskyns, sagðist skyldi skrifa honum við tækifæri og bað hann að skrifa sér fréttir að heiman. Þegar hún var að snúa frá honum,

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.