Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1937, Qupperneq 5

Dýraverndarinn - 01.05.1937, Qupperneq 5
I. Álirij sönglistarinnar. Eftir því hefi eg all-oít teki'8, hver áhrif söng- listin hefir á húsdýr þau, sem eg hefi haft undir höndum, eSa kynzt á einhvern hátt. Því til sönn- unar langar mig að skýra frá nokkurum atvikum þar sem.þaS hefir ItomiS ljósast fram. RAUÐUR. Laust eftir 1880 keypti eg rauöan hest, sjö vetra gamlan, hinn mesta lista-klár, sem ég hefi þekt. Svo fjörhár var hann, aö heita mátti, a'S aldrei fengist hann til þess aS stíga hægt spor. Þótt eg ræki á honum klyfjahesta, þá tiplaSi hann á dans- andi hýruspori. Svo vel kom hann viS og var á- setugóSur, aS líkast var því sem á fjöSrum væri setiS. Engan hest vissi eg af honum bera a& skjót- leik. Og svo léttfær var hann, aS kæmi hann a'S girSingu, þar sent spýta var lögð yf.ir hliSiS á veg- inum, þá lyfti hann sér yfir spýtuna án þess aS hægja ferSina. RauSur — svo var hann jafnan nefndur — var kynjaSur innan úr EyjafirSi, og gaf eg fyrir hann 180 krónur. Var þaS svo aS segja óþekt verS á þeim árum. Hann var i meSallagi hár, skrokklítill, en vel limaSur og léttilegur, og fagur hvar sem á hann var litiS. Þó báru augun af, svo vóru þau tindrandi og fögur. Aldrei man eg eftir, aS honum yrSi fótaskortur á hvaS sem hann fór. Vitsmunahestur var hann mikill; kom þaS fram í mörgu og þar á meSal i því, hve hann varS fyrir miklum áhrifum af söng- listinni. Þann ókost hafSi RauSur, aS til vandræSa horfSi í hvert sinri, sem hann var járnaSur. Fyrsta eSa annan veturinn, sem eg átti RauS, tók eg hann og teymdi heim í bæjardyr til aS járna hann. Bæjar- húsum var þann veg skipaS, aS þaS vóru víSar bæjardyr og á hvora hliS stofur. Þá stóS þannig á, aS Sigurgeir bróSir minn — síSar söngkennari á Akureyri — var aS leika á hljóSfæri þegar viS byrjuSum aS járna. Nú bregSur svo viS, aS RauS- ur stendur graf kyrr, og viS ]>essa músik járnum viS hann til fulls án þess hann hreyfi sig hiS minsta. Upp frá því var vandræSalaust aS járna RauS, ef leikiS var á hljóSfæri á meSan eSa sung- iS, en helzt þurfti þaS aS vera margraddaS. Á þessum árum var þaS all-títt, aS um helgar á surnrin væri riSiS út, sem kallaS var, til nær- sveita eSa eitthvaS annaS. Var þá oft g'latt á hjalla 'og sprett úr spori, og átti Bakkus nokkurn þátt í því, enda var hann venjulega meS i slikum ferS- um. Þá varS RauSur all-æstur og krafSist þess aS fá aS vera laust á undan hópnum; á annan veg varS ekki viS hann ráSiS. En ef flokkurinn fór aS syngja, varS sá rauSi svo spakur, aS hann sætti sig viS aS vera samsíSa hinum hestunum og tók þá ekki í taum. Dróst þá öll athygli hans aS söngn- um og olli þeirri hrifningu, aS fjöriS sefaSist, því aS söngsins vildi hann njóta. A fleiri sviSum komu fram hans andlegu hæfi- leikar. Ef lítt sjálfhjarga unglingur var á baki

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.