Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1937, Qupperneq 7

Dýraverndarinn - 01.05.1937, Qupperneq 7
DÝRAVERNDARINN 19 III. Hestur bíður eftir mannhidlp. ÞatS var eitt sinn a8 vorlagi i gróandanum, aö atvik nokkurt kom fyrir, sem mig langar til aö skýra frá. Tig átti hest, sem Moldi hét, og haföi aliiS hann upp,' aö nokkuru leyti fóstbróöir Sóma. Moldi var meiSal-hestur á vöxt, skrokkmikill en nokkuö fót- lágur, og virtist fremur stirölega vaxinn, enda tal- iö óreitt. Dráttarhestur var hann góöur. Fyrir sláttuvél unnu ]>eir saman, fóstbræöurnir. Þótt ekki væri þeir likir aö eölisfari fór ætíð vel á meö þeim. Þrátt fyrir vöxt sinn var Molda ekki all-fátt til lista lagt. Hann stökk drjúgum meira en hæö sína í loft upp, tók í því af Gunnari á Hlíöarenda. Yfir spilverk í húsi stökk hann, svo aö ótrúlegt þótti. Og yfir girðingar úr hvaöa efni sem vóru henti hann sér, jiegar honum sýndist svo viö aö horfa. A vorin á meöan smátt var um gróöur í bithaga, en tún oröiö gróiö, var Moldi túnsækinn. Þó gætti hann þess ætíö aö vitja ekki túnsins fyrr en allir heimamenn höföu tekiö á sig náðir, og stundum var hann kominn til hestanna aö morgni, þegar komiö var á fætur. Eitt sinn brást honum ])ó þcssi bogalistin. Aö morgni til, þegar komiö er á fætur, sést, aö Moldi stendur viö girðinguna, hreyfingarlaus, svo aö viö fórum að athuga, hvaö aö væri. Eins og fyrr getur var einn gaddavírsstrengur ofan á grjótgaröi. Þegar viö komum aö Molda sást, aö hann haföi stokkið yfir grjótgaröinn, en aldrei ])essu vant fatast, svo aö virinn hafði lent á milli fótanna og lá upp í nárana. Þetta fann hesturinn og þoröi sig ekki aö hreyfa, því að þá stungu gadd- arnir hann, og vissi aö þeir mundu geta skaöaö hann, ef hann rótaöi sér. Tók því þaö ráö aö bíöa í þessum skoröum unz komiö yröi á fætur, og hon- um hjálpaö að losna. Hve lengi Moldi hefir staöið í þessum skoröum skal ósagt látiö, en aö Hkum frá því fyrra hluta nætur. Hér er að ræöa um íhugun á háu stigi, og skyn- samlega ályktun, þar sem Moldi setur alt sitt traust á ‘mennina sér til hjálpar, ])ó aö hann meö þessu yröi ber aö hrekkjabrögöum sinum. Enga refsingu fékk hann nú samt fyrir liltækiö. Stóruvöllum í janúar 1937. Páll H. Jónsson... Þegar Knútsbylurinn minnisstæði geistist yfir landiö veturinn 1886 var eg, sem þetta rita, lítill drengur hjá foreldrum mínum í Höföa á Völlum. Eg heyrði oft talaö um þennan dag, og festist mér snemma í minni sumt þaö, er þá hafði borið viö á heimili mínu. Faöir minn hafði þá tvo vinnumenn; haföi ann- ar meö höndum geldfjárgæzlu á beitarhúsum, en hinn var ærsmali og vóru ærhúsin heima á túni. Steindór Hinriksson, sem ánna gætti, var mesta karlmenni og frískur, svo á orði var haft. Hann hafði nýrekið ærnar á beit, og þær farnar að dreifa sér, er veðriö skall á. Hann misti þær út úr hönd- um sér og fóru nokkurar illa. Veðrið var svo meö fádæmum, að hann náöi þeim ekki saman aftur og flatlendi ]>ar sem hann var staddur. Vissu þó allir, aö Steindór lieföi hvorki skort hug né dug til þess aö bjarga ánum, en þess var enginn kostur í því aftaka veöri. Steindór komst heim, enda skáhalt undan veðri aö fara og skamt til Hraungarða og eftir þaö land einkennilegt. Heyrði eg rætt um, aö þessi mikli hraustleika-maöur og veðragarpur lieföi þó komizt aö því fullkeyptu aö ná bænum. Sauöasmalinn hét Jósep Sveinsson. Hann var einnig frískleikamaður og seigur, en skort mun hann hafa nokkuð til þess, aö vera jafnoki Stein- dórs, enda eldri maöur. Jóse|) var aö reka, er veör- ið skall á og stóö hann yfir hópnum alt versta veör- iö, hringgekk hann vendilega af frábærri trú- mensku, og kem eg að því siðar, hvernig þaö end- aöi fyrir honum. Hjá okkur í Höföa var lítill tökudrengur, son- ur vinnuhjóna á næsta 1)æ. Hann er nú bóndi i Borgarfiröi eystra, og einn lifandi þeirra manna, sem nefndir verða i þessari sögu. Jónina systir mín haföi umsjón meö honum, og var nýsloppin með hann inn í bæinn, er bylurinn skall á bænum. Iíaföi snáöinn gert sig líklegan til þess að fara upp aö Gerði, þar sem foreldrar hans vóru. Heyrði eg mikiö talað um það, aö þau hefði bæði farizt, ef hún hefði verið nokkurum mínútum seinni að ná í Steina litla. Samtímis þessu, sem.nú hefir veriö sagt, kom Þóröur í Gerði, faðir Steina litla, til þess að mala.

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.