Dýraverndarinn - 01.10.1938, Side 6
42
DÝRAVERNDARINN
þessum og aö athuguðu máli sjáiS ySur fært aö
banna þau meö öllu á alfaravegum hér í bænum.
Væri mjög æskilegt, a;ö slíkt bann kæmi áöur en
alvarleg slys á saklausum skepnum hljótast af út-
búnaöi þessum.
Virðingarfyllst,
f. h. Dýraverndunarfélags íslands
Þórarinn Kristjánsson
pt. formaður.
Máliö hefir síðan verið i rannsókn hjá lögreglu-
stjóra, en 19. sept. barst Dýraverndunarfélaginu eft-
irfarandi bréf frá honum :
Rvík 19. sept. 1938.
í tilefni af bréfi yðar, dags. 29. f. m., varðandi
svokölluð veghliö, hefi eg leitað umsagnar bæjar-
verkfræöings um mál þetta, og hefir mér frá hon-
um borist umsögn dags. 1. þ. m., svohljóðandi:
„Þér hafið, herra lögreglustjóri, óskað eftir áliti
mínu viðvíkjandi svokölluðum „veghliðum“, er lýst
er í umkvörtunarbréfi dags. 29. ágúst frá Dýra-
verndunarfélagi íslands.
Eg lít svo á, að skepnur muni ekki ótilneyddar
reyna að fara út á grindurnar, ef ekki snjór liggur
á þeim.
Hinsvegar tel eg víst, að ef stygð kemu r að
skepnum, rnuni það vel geta átt sér stað, að ]>ær
hlaupi á grindurnar og getur þá varla hjá því far-
ið að þær fótbrotni.
Er snjóföl leggur munu grindurnar vei'ða skepn-
unurn algjör gildra.
Það er nú svo, að skepnur mega ekki ganga
lausar hér í bænum, og ef þessu væri algjörlega
fylgt eftir, mætti segja að hliðið viö Landspítalann
væri háskalaust, en um leið væri það líka þarflaust.
Eg endursendi hér með bréf Dýraverndunarfé-
lags íslands".
Málið er nú til athugunar, en ákvörðun um frek-
ari aðgerðir hefir ekki verið tekin.
Jónatan Hallvarðsson.
Sömuleiðis hefir formaður Dýraverndunarfélags-
insc snúið sér til vegamálastjóra, og hefir hann
gert ráðstafanir til að breyta hliðunum hið fyrsta
á þann hátt, að þau verði hættulaus skepnum.
Dýraverndunarfélagið hefir að þessu sinni unn-
ið hið mesta þarfaverk með því að koma i veg fyr-
Tvær sögur.
1.
GLETTUR KRUMMA.
Krummahjónin sem höfðu tekið sér bólfestu við
bæinn okkar, Þykkvabæjarklaustur, og ætlast til
þess, að það hefði bætandi áhrif á afkomu þeirra,
voru venjulega kurteis og prúð. Þó höfðum við
börnin fremur horn í síðu þeirra, því að við höfðum
heyrt um það, að þau hefðu það til að kroppa augu
úr lömbunt og rekja garnir úr lifandi fé. Annars
höfðum við gaman af því, þegar þau settust á
kirkjuturninn, en það gerðu þau oft, rétt fyrir
framan baðstofugluggann og fóru að tala saman.
Því miður skildum við ekkert af því, sem þau sögðu
og þótti okkur það mjög leiðinlegt, því við héld-
um, að þau segðu merkar fréttir og væru margvís.
Forvitni okkar jókst líka mikið við að, hvað radd-
blærinn í samtali krummahjónanna var breytileg-
ur og einkennilegur og tilburðir þeirra skrítnir.
Við vorum nú reyndar í engum vafa um það, að
þau væru að segja hvort öðru fréttir, en sjálfsagt
snertu þær okkur ekkert.
Þó bar svo við, að eg var ekki i neinum vafa
um það, að þau væru líka að segja mér fréttir
einu sinni, sem þau reyndu á allan hátt að fá mig
til að skilja. Tildrögin til þess voru þau, að faðir
minn, Sigurður Nikulásson, sem var þá formaður
á þeim eina liát, senr sveitin átti, fór snennna morg-
uns til sjávar og lagði svo fyrir áður en hann fór,
aÖ eg skyldi reka gemlingana suður i svo nefnda
Suðurhaga á útigang. Áliðið var þá vetrar og veð-
ur gott. Það var um sólaruppkomu, sem eg fór af
stað með gemlingana og gekk mér vel að reka
þá í hagana. Þegar eg var fyrir skönnnu farínn
heimleiðis, komu krunnnahjónin fljúgandi til mín,
settust örskannnt frá mér og tóku til að krunka í
allskonar tóntegundum og skella í góminn. Oftast
var röddin mjög létt og glaðleg og sýndist mér
ir útbreiðslu þessara hliða, sem vægast sagt eru
hættulegar gildrur fyrir dýr, og hefðu án efa or-
salcað stórkostleg meiðsl á þeim, ef þau hefðu náð
útbreiðslu, a. m. k. í þeirri mynd, sem Þingvalla-
hliðið var, en þar var 8 cm. bil á milli járnpípanna.