Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1939, Blaðsíða 11

Dýraverndarinn - 01.02.1939, Blaðsíða 11
DÝRAVERNDARINN 3- Með þessu tölublaði tek eg undirskrif- aður við ritstjórn „Dýraverndarans“ Þó að blaðið verði að sjálfsögðu fram- vegis, svo sem verið hefir, einkum helgað málstað og málefnum dýranna, mun verða svo til hagað nú um sinn, að einhver hluti lesmálsins geti orðið ýmis- legs efnis — einkum til „fróðleiks og skemtunar“ En dýravinum er óhætt að treysta því, að hvergi verður „slakað á klónni“, að því er tekur til málleysingj- anna og baráttunnar fyrir bættum hag þeirra. — Hitt þykir heldur til bóta, að efni blaða sé jafnan sem fjölþættast, þó að megin-ætlunarverk þeirra sé óhvikul sókn og barátta fyrir ákveðnu málefni. Páll Steingrímsson. var fluttur i sjúkrahús og dvaldist þar lengi, >ví aö eg var oröinn lasburða af langvinnum sulti og kulda. Mér varð og allmikið um sjóbaðib. Eg vissi ekkert um hundinn minn fyrstu dagana, enda mun eg nauniast hafa veriö' meö réttu ráði. En einn daginn kom hann í fylgd meS lögregluþjónin- um, sem eg nefndi á‘San. Eg ætla ekki að lýsa fögn- uSi okkar beggja viS endurfundina. Eftir þetta komu þeir til mín viö og viS. — Og bráölega varð mér Ijóst, a8 þeir mundu orÖnir ærið góðir vinir. Mér líka'ði það ekki alls kostar, en lét þó ekki á neinu bera. Skömmu sí'ðar spurði lögregluþjónninn, hvort eg mundi ekki fáanlegur til a'S selja sér rakk- ann. „Eg skal sjá um, að honum lí'öi vel.“ Eg ótta'ðist að hugur rakkans mundi aö einhverju leyti frá mér snúinn, og fyrir því samþykti eg kaup- in. Og í annan stað mintist eg þess, að eg ætti ekk- ert víst, er eg færi úr sjúkrahúsinu. Eg neitaði að verðleggja vin minn og bað lög- regluþjóninn ráða. Hann kom með borgunina degi síðar. Og svo rausnarlega var hún úti látin, að eg þurfti engum manni fyrir kné að ganga eftir þetta. Eei'ð og ekki á löngu, að eg hlyti stöðu þá hina góðu, sem eg gegni nú. Eg geng stundum niður að höfninni á kveldin, því að þar á eg vinum að mæta. — LögreglumaSur- Arið 1933, allsnemma um voriÖ, settust tvær álít- ir að á svonefndum Flóa, sem er hálfan kílómeter suðvestur af bænum Flatey á Mýrum i Austur- Skaftafellssýslu; voru þær þar nokkurn tíma og virtust spakar. Bændur í Flatey eru þrir. Gerðu þeir með sér, börnum sínum og heimilisfólki, samn- ■ing um, aÖ láta þessar álftir hafa fult næði og mæta engri stygð, og ef eggjamóðir skyldi verpa, þá skyldu eugin egg né ungar teknir. Þessi sam- þykt hefir trúlega verið haldin; enda eru þessir bændur allir einlægir dýraverndarar og vinir. Síðastliðið sumar — 1938, ■—■ voru þrenn álfta- hjón búin að taka sér þarna nýbýli, með hinum ungu fjölskyldum sínum, sem er orðinn allstór hóp- ur, því að öll þessi ár hefir ekkert egg né ungi verið tekið. En fólkið í Flatey segir, að þessi fagra fjölskylda hafi margborgað fyrir sig með tignar- legri sjón, og „svanasöngnum engilblíða", scm ávalt komi manni í hlýtt skap, þegar eitthvað amar að. „Sú rödd var svo fogur, svo hugljiíf og hrein", sagði skáldið. Og enn er hún fogur og ávalt ný. Þegar ég las í Dýraverndaranum, 6. töluhlaði: Álftirnar á Sandvatni, eftir Guðmund skáld Frið- jónsson, þá ofhauð mér hin ægilega meðferð á tignarlegustu fuglum landsins. Þess vegna datt mér í hug að geta um meðferð hændanua í Flatey á álftunum, sem settust að í nánd við þeirra bæ. Sem betur fer, hefir meðferð á öllum skepn- um afarmikið batnað á síðari árum, og ekki síst á „þörfustu þjónunum". Nú sést enginn hestur meiddur í baki, né með sár i munni, og ég held, að unga fólkið viti ekki hvað orðið „húðarhross“ rnerkir, ]>ví það orð hefir lengi ekki heyrst. Þar er nú Dýraverndarinn fremstur, svo og barnakenn- arar og margir aðrir góðir rnenn, sem hafa áhuga itin er þar á verði öllum kveldum og hefir rakk- anu með sér. Verða þá jafnan fagna-fundir. En gangi eg um hafnarbakkann' og' fari tæpt, er einatt þrifið i buxurnar rnínar og togað af afli. — „Hundurinn minn“ má ekki til þess hugsa, að eg fleygi mér í sjóinn öðru sinni.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.