Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1939, Blaðsíða 15

Dýraverndarinn - 01.02.1939, Blaðsíða 15
DÝRAVERNDARINN 7 að verkstjórum sem öðrum, er misjafnlega treyst- andi að gæta hófs í þessu tilfelli. Þá eru það „veghliðin" eða gildruhliðin fyr- nefndu. Til áherslu við góða málfærslu Jóns Páls- sonar, vil eg setja fram þá kröfu, að hlið þessi séu með öllu afmáð af vegum þessa lands, og liggi stórar sektir við, ef þverskallast er á móti. Er það furðulegt mjög, að slikar nýjungar skuli koma til framkvæmda, þó að einhver stofulærður verkfræð- ingur skapi þeim form á blaði og í ræðu, og væri þá fyrst skiljanlegt, ef gert væri í hernaðarskyni. Draghálsi, á jóladag 1938. Pétur Beinteinsson frá Grafardal. Stóri'Brúnn Féturs postula. Jón hestaprangari hafði farið halloka í braski og kunni þvi illa, sem von var. Kvaðst hinu vanari, að hagnast á hverjum hestakaupum, og lét mikið yf- ir sér. En einu sinni verður alt í fyrstu, og nú hafði hann rekist á annan braskara, „sem bæði var lagn- ari og lygnari en hann“. Jón átti gráan hest, létt- vígan brokkara, er þetta gerðist, og lét hann í skift- um fyrir brúnan klár, stólpagrip að vísu og falleg- an, en svo latan, að kalla mátti, að honum væri með öllu óreitt. Þótti honum sér hafa orðið á mik- il skyssa, en fékk ekki ónýtt kaupin. Situr nú heima um stund og hugsar ráð sitt. — Svo leggur hann af stað á Lata-Brún og ríður margar þingmannaleiðir, uns hann kemur fram að lokum í kauptúni nokkuru, þar sem enginn þekkir hann. Er þar margt manna fyrir, þvi að kauptíð á sumri stendur sem hæst. Hefir nú klárinn á boð- stólum og lætur mikið yfir dugnaði hans og ágæti, en kannast þó við, að hann sé heldur daufur ákomu og þurfi mikla svifti-reið til þess, að kostir hans komi í ljós að fullu. „Sé reynt til þrautar," segir hann, „og illa riðið dag eftir dag, þá drepur hann af sér alla hesta, uppgefur þá eða sprengir. En þeg- ar aðrir hestar falla, er Brúnn minn að verða óvið- ráðanlegur í fjöri, og kemst þá enginn hestur í nánd honum á spretti.------Eg er nú hættur lang- ferðum að mestu og er jafnvel til með, að láta hann falan, ef ég vissi að hann kæmist í góðs manns hendur. Mér hentar best, nú orðið, ásetugóður lull- ari, því að ég er að verða gigtar-belgur og heils- an á förum.“ Kláriun þótti hesta föngulegastur og urðu margir til að líta á hann. — En er spurt var um kyn hans og uppruna, svaraði Jón á þessa leið: — Já, kynið — maður lifandi! Eg hefi ekki að vísu neina skráða ættar-tölu, en það get eg svarið, að kominn er hann í beinan „karllegg“ af Stóra- Brún Péturs postula! „Hátíð er til heilla hest“. Þess var getið í ensku blaði ekki alls fyrir löngu, að maður nokkur í Amersham á Englandi ætti mjög vanafastan og merkilegan páfagauk, ættaðan sunn- an úr Afríku. Síðastliðin 5 ár hefir fuglinn orpið Jo eggjum árlega — aldrei fleiri og aldrei færri en 10! Þetta er nú óneitanlega dálítið merkilegt, svona út af fyrir sig, en liitt er þó stórum merki- legra og raunar öldungis furðulegt, að fuglinn hef- ir altaf — að því er blaðið staðhæfði — valið þrjá allra helgustu daga kirkju-ársins til þessar- ar „fjölgunarstarfsemi“ — þ. e. júladag, páskadag, og hvitasunnudag! Nú er það svo, eins og ailir vita, að mjög getur skeikað um það ár frá ári, hvenær páskar eru. Þeir eru stundum seint, stund- um snemma og munurinn oft margar vikur. En engu breytir það um háttsemi hins suðræna spek- ings! -—- Hann virðist skynja alt þess háttar og finna á sér — alveg upp á hár! Þykir páfagaukur þessi all-einkennilegur, senr von er, og finst öllum, sem til þekkja, næsta furðuleg nákvæmni hans og reglusemi. Eiturslöngur. Sumar tegundir þeirra eru sagðar meira en lit- ið „fráar á fæti“, ef svo mætti að orði kveða. Þær hlykkjast áfram með ótrúlegum hraða og eru þess utan ærið þolnar, sumar að rninsta kosti. Ein teg- und er nefnd, Mamba hin svarta, sem hæglega geti farið um 40 km. á klukkustund. Margar slönguteg- undir eru sagðar ákaflega hefnigjarnar. Sé maki þeirra drepinn, fyllast þær mikilli heift, oísækja

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.