Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.11.1940, Blaðsíða 8

Dýraverndarinn - 01.11.1940, Blaðsíða 8
6o DÝRAVERNDARINN Dííl Laust fyrir síðastliöin aldamót bjuggum við hjónin, Benedikt Halldórsson og eg, á Dönustöð- um í Laxárdal. Áttum viö hund, sem var að okk- ar áliti mjög skynsamur og var og reyndist til síð- ustu stundar afar tryggur. Eg hefi öðru hverju, sérstaklega þegar eg hefi heyrt dýrasögur, eða lesið þær í Dýraverndaran- um, verið að hugsa urn að réttast væri að eg kænvi fyrir augu almennings, þó ekki væru nema tveim sogum í sambandi við hund þenna. Hann var hrafn- svartur, en með hvíta díla á bringu og fótum. Var hann kallaður Díli. Méi' er óhætt að segja, að hann hafi áreiðanlega bjargað mér frá druknun. Þess vegna þótti mér sérstaklega vænt um hann, og eins sökum þess, hve okkur var vel til vina, meðan við áttum samleið. Hann var fyrirtaks fjárhundur og glefsaði aldrei í skepnu. Hundapest fékk hann og misti þá um tima nær alla sjón. Eg hjúkraði hon- um í þeim veikindum, eftir bestu getu, svo hann lifði pestina af, en menjar hennar Irar hann ætíð síðan. Það var vetrarkvöld eitt í góðu veðri og tungls- skini, að eg var gangandi á ferð frá Hömrum, sem er bær hinsvegár Laxár, en frarnar í dalnum, að heimili mínu, Dönustöðum. Laxá var held og Díli var við hlið mér. Út frá Dönustaðalandi gengur eyri út í ána og liggur niður eftir henni á nokkurra munn fara. Hitt er sönnu nær, að rjúpan flýgur stundum frá uppeldisstöðvum sínum til héraða, er ekkert tilkall eiga til hennar og er drepin þar misk- unnarlaust. Með því að hún er gæf, og eigi slæg- lynd, verður henni l^anað stórkostlega á stuttum tíma með þeim morðtólum, sem hver óvalinn strák- ur hefir handa milli, enda nokkur févon í aðra hönd. Og svo þykir þessi hernaður skemtilegur! Haglaskot á rjúpur og flekaveiði, sem er stund- uð við svartfugl og að krækja kofu með járngogg er ógeðsleg bardagaaðferð og réttnefnd þræl- menska, sem banna ætti með lögum í landi voru. Slíkum drápsaðferðum verður engin bót mælt. Guðmundur Friðjónsson. tuga faðma svæði, en bilið milli eyrar og lands þeim megin eyrarinnar er mjótt, en vatnið mjög djúpt og frýs aldrei, vegna þess að þar eru uppsprettur. Eg ..géng nú niður eftir eyrinni, án nokkurrar um- hugsunar, þóttist fullviss um, að eg væri á meln- um, sem meðfram ánni liggur Dönustaðamegin, og hefði því farið, eins og eg ætlaði mér, fyrir fram- an auða vikið og fram hjá eyrinúi. Hundurinn gelt- ir hvað eftir annað, óvanalega mikið og það frammi fyrir fótum mínum, en eg sveia honum frá mér, skil ekki hvernig standi á að hann láti svona, og rölti svo áfram. Alt í einu hleypur hann fram fyrir mig, staðnæmist þar geltandi og víkur ekki úr vegi minum. Eg nem þá staðar og sé, að eg er komin á eyrarbrúnina, og að hylurinn er þar fram- undan. Hefði eg gengið þarna 2—3 skref fram, hefðu þau verið síðustu sporin mín. Nú skil eg hvað vinur minn meinti með framkomu sinni og gelti. Eg þakkaði honum lífgjöfina, klappaði hon- um og sneri með honum upp eyrina. Hann hljóp upp um mig mjög vingjarnlegur og var augsýni- lega ánægður, eftir að hafa unnið þetta verk og komið í veg fyrir, að eg druknaði þarna fyrir framan túnið á heimili mínu. Því það efast eg ekki um, að eg hefði gert, ef hann liefði ekki með þess- ari óvanalegu framkomu sinni, komið því til leiðar, að eg nam staðar, og kom þá auga á hvað fram- undan var. Gelt hundsins var svo hátt og ákaft, að maðurinn minn, sem var heima við bæinn, kom hlaupandi niður að á og mætti mér þar, þegar eg var að komai upp á melinn. Honurn blandaðist ekki hugur um, að eitthvað væri að, úr því að Díli gelti svo óvenjumikið og jafnframt eymdarlega. Árið 1898 fluttum við hjónin búferlum að Páls- seli, sem er fremsti bær í Laxárdal sunnan Laxár. Er um 5 km. spölur milli bæjanna. Daði Halklórs- son, mágur minn, tók þá Dönustaðina. Hann hafði oftlega komið að Dönustöðum til okkar og var því kunnugur á heimilinu og sömuleiðis Díla. Hann vildi mjög gjarnan fá Díla og varð það að sam- komulagi, með því að ekki þótti ólíklegt, að hann mundi máske eins vel vilja halda sig að þessu heim- ili sínu, eins og að flytja á annan bæ með okkur. Fór svo, að hann var til skiftis á þessum bæjum og leið varla sé dagur, að hann ekki kæmi að Páls- seli og það máske oftar en einu sinni, var þar ýmist nætur eða daga að einhverju leyti, minna eða meira. Árið 1900 fluttumst við aftur búferlum, og þá

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.