Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.11.1940, Blaðsíða 11

Dýraverndarinn - 01.11.1940, Blaðsíða 11
DÝRAVERNDARINN A deyjanda degi. (Smásaga) Utanvert viS borgina Djó öldruö kona ein, á- sarnt sonardóttur sinni, 12 ára aö aldri. íbúöarhús þeirra var aö vísu lítið, en snyrtilegt mjög og um- gengnin utan húss sem innan eigi síöur. Heimili þetta, þótt lítiö væri, var griöastaöur margra bág- staddra dýra. Litla stúlkan gekk í skóla. Einhverju sinni þá er hún kom úr skólanum, sat flækingsköttur einn á tröppum hússins; bar hann sig aumlega og vildi komast inn. Litla stúlkan tók dýrið í fang sér og færði það ömmu sinni. Þegar jiær mæögur höföu mettaö kisu vel á mjólk og öðru góögæti, bað gamla konan litlu stúlkuna aö fara meö kisu út í skúr einn skammt frá húsinu, búa Jrar vel um hana í eldiviðarbingnum og láta hana hafa nægar birgöir matar til næsta máls eöa lengur. Þetta varö svo til jress, að kisa settist þarna að og undi sér svo vel, aö hún vildi eigi úr skúrnum fara og kom aldrei inn í húsiö, en var ávalt í bóli sínu úti í skúrnum, enda sáu þær mæögur svo um, aö hana skorti aldrei neitt. Sökum jiess, að litla stúlkan varð aö vera öllum stundum í skólanum, varð þaö aöallega hlutverk gömlu konunnar aö umgangast kisu, færa henn matinn; en vænt jtótti þeirn báöum um þetta íallega og vinalega dýr: Þær gátu ekki til J:>ess hugsaö, að missa þaö ; litla stúlk- an varði öllum frístundum sínum til Jress aö gæla við jraö og gera Jrví lífiö sem léttast. Fór svo þessu fram um margra mánaöa skeið, aö engin breyting varö á högum kisu né hugulsemi þeirra mæðgna viö hana. En svo var Jraö einhverju sinni snemma inorg- uns, þegar gamla konan lauk upp dyrum hússins, aö hún sér, aö kisa er Jrar komin með litt stálp- aðan ketling sinn, og er hún aö sleikja hann allan utan; en jafnskjótt sem kisa veröur Jjess vör, að dyrnar eru opnar, læöist hún meö ketlinginn inn fyrir þröskuldinn, leggur hann fyrir fætur gömlu konunnar, lítur upp til hennar angurblíöum bænar- augum sínum, eins og vildi hún segja: „Hérna kem eg meö barnið mitt, liiö eina, sem eg á, og biö eg þig nú aö taka þaö að þér, þvi eg er svo sjúk, að eg t.reysti mér ekki til þess aö ann- ast þaö lengur. Þér og litlu stúlkunni þinni treysti 63 eg best; júð hafiö verið svo góöar við mig og Jiaö veit eg, aö ]nð verðið einnig við barnið mitt.“ Áður en kisa labbaöi á brott, sleikti hún enn einu sinni augu og snjáldur hins litla barns síns, mjálmaði, um leið og hún leit aftur við og við, eins og í kveðjuskyni og labbaði síöan, lúpuleg mjög og lágkúruleg út í skúrinn sinn. Gamla konan tók ketlinginn og Irar hann inn í stofu. Stundarkorni síðar kom litla stúlkan lieim úr skólanum og bað gamla konan hana aö fara út í skúrinn, til Jress að gæta að þvi, hvernig gömlu kisu, móöur ketlingsins, liöi. Þegar litla stúlkan kom inn aftur, var hún döp- ur mjög i bragði, og sagöi með tárin í augunum viö gömlu konuna: „Hún kisa lá dauð á gólfinu; þaö hefir oröið svo brátt um hana, að hún hefir ekki getað skreiöst upp i bóliö sitt.“ — Saga Jressi er sönn. Sýnir hún m. a. hina ein- lægu ást móðurinnar — þótt meðal dýra sé talin —- til ósjálfbjarga barnsins síns, en jafnframt vits- muni hennar og traust til velgerðamanna sinna, er hún treysti best til Jress að taka barn hennar til sin og annast Jiaö, nú, Jregar hún fann, að dauðinn nálgaðist hana svo, að hún haföi eigi krafta til að komast alla leið heim til sin. — Og svo segja menn: „Dýrin eru skynlausar skepnur." Þau séu tilfinningasljó og skilji ekki hvort vel er að þeim búiö eða illa! Nei, þau skilja Jrað vel; hitt er annaö mál, aö vér mennirnir skilj- um Jiau ekki, né gjörum oss nógu mikið far um aö veita öllu hátterni þeirra eftirtekt og skilja Jrað. Þau eru eins og aðrir, sem málsins er varnað, á- valt að vekja eftirtekt vora á sér og reyna að láta oss skilja sig. Reykjavík, 7. nóv. 1940. Jón Pálsson. Áheit og gjafir í Minningarsjóð Jóns Ólafssonar bankastjóra. Áheit kr. 10,00 frá Sigurþóri Þóröarsyni, blikk- sm., Túngötu 32, Reykjavik. Áheit kr. 5,00 frá N. N. Gjöf kr. 5,00 frá S. M. — Kærar þakkir. — F. h. Dýraverndunarfélags íslands Ól. Ólafsson p.t. gjaldkeri.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.