Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.11.1940, Blaðsíða 12

Dýraverndarinn - 01.11.1940, Blaðsíða 12
DYRAV ERKDARINN 64 HUNDURINN. Austurlenzkt æfintýri. Þegar voru Adam og Et'a Edens burt úr garði rekin, en frelsið skamtaS fagra’ úr hnefa, og frá þeim besta gleSin tekin, dýrin eftir saklaus sátu, sælu fyrri notiö gátu. Eitt sér þar ei undi lengi, aftur og fram þaS hljóp um sviðiö, sinti engu sældargengi seppi’, en klói'aöi’ á Edens-hliöið. Kerúb sagöi: „Faröu í friöi og fylgdu Adams skylduliöi." Frá því, hvar sem flækist maöur, í funa Serklands, Grænlands ís, honum fylgir hundur glaöur, hundsins þar er Paradís; hinn eini vinur aumingjans, aldrei bila trygöir hans. Grímur Thomsen. ReiÖhestur sira Jóns á Mælifelli. Dr. Grímur Thomsen segir m. a. svo, er liann ræöir um hesta: „Sira Jón Konráösson á Mælifelli átti oft góöa hesta og fór vel meö þá. Var þaö vani hans, aö koma daglega út í hesthúsið, líta til, hvort nóg væri gefið, strjúka þeim og klóra. Einu sinni legst klerkur veikur í rúmiö og kemur nú, eins og nærri má geta, ekki í hesthúsið. Þegar nokkrir dagar eru liðnir og hestum hleypt til vatns, tekur uppáhalds- hestur sira Jóns sig út úr hópnum, hleypur aö bæj- ardyrunum og hneggjar, og þetta gjörði hann á hverjum degi, þangað til prestur frískaðist." Skrímsl og illhveli við Grímsey. Um þann fénaö segir síra Jón Norðmann, er eitt sinn var Grímseyjarklerkur (1846—-1849) • „Otur kvað oft hafa sést og mörg skrímsli, t. d. rokkur — þrífætt, stórt, hárlaust, er slær aftur- fætinum milli framfótanna og hendir sig á hon- um. Skeljaskrímsli 5-fætt og 7-fætt. — Illhveli er ónáöa fiskimenn heita: Stórihnúður, litlihnúður, háhyima, háhyrningur, slambakur (eða sverðfisk- ur), faxi (eöa rauðkembingur), náhveli, mjaídur, brefna, stökkull. Náhveli kvað stundum hafa drun- ið svo, að öll eyjan nötraði." — Svo mörg eru þau orð! — Myndir. Dýraverndaranum væri þökk á því, að fá til birtingar myndir af dýrum (hrossum, sauðkind- utn, nautpeningi), ekki síst þeim, sem fram úr skara að einhverju leyti eða verðlaun hafa hlotið í bú- fjársýningutn. Mundi t. d. mörgum þykja gaman að sjá myndir af afburða-reiðhestum, kynbótalrest- um, frábærum ækishestum, forustukindum (ám eða sauðum), úrvals-hrútum, fallegum ám með lömb- um o. s. frv. —■ Æskilegt væri, að hverri mynd fylgdi nafn dýrsins (ef það hefir sérstakt nafn), heimiiisfang og fáorð lýsing. Væntir Dýraverndar- inn, aö menn taki málaleitan þessari hið besta. DÝRAVERNDARINN kemur að minsta kosti á 11 a s i n n u m út á ári. Dýraverndarinn er ódýrasta blaðið, sem nú er gefið út hér á landi. Árgangur hans kostar að eins 3 krónur. Ætlunarverk Dýraverndarans er að vinna að upp- eldis- og menningarmáli allra þjóða, en það er sú siðbót, sem fram kernur í verndun málleysingja og miskunnsemi við munaðarlausa. Dýraverndarinn er oft prýddur myndum, og í honum munu verða ritgerðir og sögur eftir ritfæra menn og merka. Djiraverndarinn vill vinna sér traust og hylli allra góðra manna, ungra og gamalla. Og er eigi sízt leitað liðsinnis kennara og ungmennafélaga um að kynna blaðið. Þeir, sem útvega 5 kaupendur að Dýraverndar- anum, eða fleiri, fá 20% í sölulaun. Dýraverndunarfélag íslands. Munið að gjalddagi blaðsins er 1. júlí. Afgreiðslu og innheimtu „Dýraverndarans“ annast Hjörtur Hansson, Aðalstræti 18 (Uppsölum), 2. hæð, Pósthólf 566, Reykjavík, og þangað eru menn vin- samlega beðnir að snúa sér með fyrirspurnir sínar, eða annað, sem við kemur blaðinu. Ritstj.: Páll Steingrímsson. Útgefandi: Dýraverndunarfélag fslands. Félagsprentsmiðjan h.f.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.