Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1940, Blaðsíða 7

Dýraverndarinn - 01.12.1940, Blaðsíða 7
DÝRAVERNDARINN 6 7 clómlega veru, og fyrir því mættu þeir ofsóknum af hálfu hinna kaþólsku. — Eftir a'ö Múhameds- trúarmenn höfðu lagt landiS undir sig, áttu þeir oft í vök a'ð verjast, en halda þó enn þá, þann dag í dag, trú sinni og trúarsiðum óbreyttum. Þeir höfðu ritmál, sambland af fornegiptsku og grísku, og á það mál var hinum helgu ritum snúið, þegar í önd- verðri kristni. Handritin finnast enn þá i klaustrum Kopta og eru miklu efnisríkari en Nýja-testamenti vort. Þar er t. d. saga Jósefs; ennfremur er þar ná- kvæmlega skýrt frá æsku Krists, þar sem oss aftur á móti að eins er kunnugt, að hann hafi ..þroskast: að aldri, visku og náð hjá guði og mönnum“. Þar er og á ýmsum stöðum bönnuð ill meðferð á skepn- um, en í voru Nýja-testamenti er hvergi talað um það berum orðum. Um þetta efni hljóðar einmitt sá kapituli, er vér gátum um í byrjun, og viljum vér þýða hann hér, ef það að einhverju leyti gæti orðið til þess, að vekja athygli manna á þessu mikilsverða málefni. Hann liljóðar svo : „Og það 1>ar svo við, að Jesús fór út úr borginni og gekk hann upp til íjallabygðanna með lærisvein- um sínum. Og þeir gengu upp á eitt fjall, sem var ilt upp göngu. Þar fundu þeir mann með klyfjaða ösnu, en hún hafði fallið til jarðar, af því að byrðin var of þung, og maðurinn sló hana svo, að það blæddi úr henni. Og Jesús gekk til mannsins og sagði: „Maður, hví slær þú ösnu þína; sér þú ekki, að byrðin er of þung fyrir hana, og veist þú ekki, að hún þjáist af því?“ En maðurinn svaraði : „Hvað kemur það þér við. Eg hefi rétt til að slá hana, þar sem hún er mín eign og eg hefi keypt hana fyrir ærna peninga. Spyr þá, sem eru með þér, því að þeir þekkja mig og vita það.“ Og nokkrir af lærisveinunum sögðu. „Já, herra, svo er sem maður þessi segir. Vér höf- um séð hann kaupa ösnuna.“ En Jesús svaraði og sagði: „Sjáið þá ekki heldur þið, hversu blæðir úr henni, og heyrið þið ekki, hvernig hún stynur?“ En þeir svöruðu: „Nei, herra, að hún stynji og andvarpi — það heyrum við ekki.“ Þá varð Jesús hryggur og mælti: „Vei yður, að þér líeyrið ekki, hversu hún hrópar og kallar upp til skapara síns á himnum, biðjandi Úr gömlum minnisblöðum. I. Rjúpan. Þetta gerðist að vorlagi, um það leyti sem geldfé er rúið. Eg var rifinn upp fyrir allar aldir einn morguninn og sagt að fara í smalamensku með honum Steina i Kirkjubæ — eg ætti að vera hon- um til aðstoðar. Mér leist ekkert á það. Steini var kominn yfir fermingu, montinn og latur og harð- leikinn, ef í hann fauk, liafði stundum leikið mig grátt fyrir litlar sakir. Eg var á tíunda ári og hálf- gerður væskill, gat engum orétti af mér hrundið. Samt fór eg með honum. Og hann reyndist svo sem ekki betur en eg hafði húist við: Þvældi mér út og suður allan morguninn, skipaði eins og sá, sem vald hefir, kvaðst mundu taka duglega í lurg- inn á mér, ef eg stæði mig ekki. Og eg hlýddi möglunarlaust, var alt af á þönum. En sjálfur lá hann endilangur uppi í Bæjarbotni og sleikti sól- skinið. Loks sofnaði piltur, svaf með galopinn munninn beint á móti sólinni og hraut fast. Eg varð fegnari en frá megi segja og fór leiðar minn- ar. Eg var orðinn slæptur á hlaupunum, heitur og að niðurfalli kominn. Veður var hið fegursta, stafa- logn og sól um allar jarðir. um líkn; en þrefalt vei yfir þann, sem er orsök í því, að hún hrópar og kallar í sínum sársauka." Og drottinn gekk nær og hrærði við ösnunni, en hún stóð upp og sár hennar voru læknuð. Þá sagði drottinn við manninn: „har þú leiðar þinnar og slá hana ekki framar, að einnig þú megir miskunn hljóta.“

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.