Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1940, Blaðsíða 8

Dýraverndarinn - 01.12.1940, Blaðsíða 8
68 DÝRAVERNDARINN Eg rölti í hægðum mínum vestur Langahrygg- inn. Alt í einu þeytist rjúpkeri fram hjá mér, ropar hátt og rennir sér ujtp á klettasyllu ofar í fjallinu. Kemur svo aftur að vörmu spori, hringsólar um- hverfis mig stundarkorn, en tyllir sér því næst á vörðubrot skamt undan i vestri. Dettur mér nú í hug, að hann muni eiga konu einhvers staðar á ])essum slóðum. Hreiðurstæði voru til valin: Lágar mosaþúfur á stangli, brúnar og gráar af mosa og rjúpnalaufi. En rjúpur í sumarkiæðum eru mjög samlitar slikum þúfum. Eg fór nú að lita í kring um mig, settist á stein, sem þarna var í nánd, og skimaði i allar áttir. En ekki sá eg þess nein merki fyrst í stað, að nokkurt hreiður mundi þarna í ná- grenninu. Rjúpkerinn sat enn á vörðubrotinu og þótti mér hann kynlega þaulsætinn. Þeir eru ekki vanir því, rjúpkerarnir, að tildra sér þar sem mest ber á þeim. Og mér hafði skilist, að þeir gerði heldur lítið að því, að halda til lengdar kyrru fyrir á þvílíkum stöðum. Eg er engu nær og hugsa sem svo, að best muni að halda heimleiðis. En gott er það óneitanlega og notalegt, að sitja þarna í veðurblíðunni og hvíla lúin bein. Held eg nú áfram að skima í ýmsar áttir og brátt virðist mér sem eitthvað muni kvikt í lítilli mosató, svo sem tíu eða tuttugu skrefum vestar. Eg virði þetta betur fyrir mér. — Jú, þarna er eitt- hvað lifandi •Eg fæ ákafan hjartslátt og liitna allur innvortis. Eg hafði ekki fundið eitt einasta hreiður á þessu vori, en hundurinn minn, hann Gosi, var alt af sí-snuðrandi og hafði rekist á lóuhreiður fyrir nokkuru og farið illa að ráði sínu: Flærnt lóuna úr hreiðrinu og gleypt eggin', óhræsið að tarna! Eg varð svo reiður. er eg sá verksummerkin, að eg dembdi á hann öllum verstú orðunum, sem eg mundi þá í svipinn, lét dæluna ganga, hótaði honum bráð- um bana. Hann varð alveg steinhissa, þóttist ekki hafa gert neitt ljótt og skildi ekkert í þessari vonsku. En þegar eg sparkaði í hann, skipaði hon- um að snauta frá mér og gerði mig líklegan til, að henda i hann grjóti, mun hann hafa haldið, að eg væri orðinn vitlaus og tók á rás niður allar lírekkur. Hann fór nú raunar ekki heim að bæ, þótt- ist víst eiga von á atyrðum, ef Upp kæmist, að hann hefði svikið mig, en lá fyrir .ofan tún, uns hann sá mig koma. Þá hljóp hamv í veg fyrir mig, dill- aði skottinu, horfði á mig með hlátur í augum, von- aði að alt væri gleymt. En eg var enn hinn versti, sneypti hann af miklum dugnaöi, hótaði öllu illu, ef hanu snáfaði ekki burtu þegar í stað. Þá slokn- aði gleðin í augum þessa trygga og ágæta vinar mins. Hann skreiddist frá mér, ákaflega sorgmædd- ur og lúpulegur, lá í lmipri fyrir ofan túngarð allan daginn og hafði cnga matarlyst um kveldið. Eg leit ekki við honum, en var þó vitanlega runnin öll reiði fyrir löngu. En upp frá þessu vandaði hann dagfar sitt betur en áður og rændi ekki hreiður, svo að eg yrði þess var. Eg var hundlaus í sjnalamenskunni með Steina, því að Gosi minn var þá i áköfu ástabralli við tík á næsta bæ og toldi ekki heima stundinni lengur. — Mér hafði verið sagt, að rjúpur á eggjum hefði þann sið, að kúra sig sem best niður, ef einhver kæmi í nánd við hreiðrið, láta sem allra minst á sér bera. Og heyrt hafði eg þess getiö, að einhverju sinni hefði smalapiltur stigið ofan á rjúpu, þar sem hún lá á eggjum í hreiðri sinu. Hún hefði sjálf- sagt vonast eftir því, að drengurinn stigi yfir hreiðrið. — Nú er urn að gera, að fara varlega, hugsa eg með mér. Tek nú þann kostinn, að mjaka mér ofan af steininum, undur-varlega, og hefi ekki augun af þúfunni, þar sem eg þóttist hafa séð einhverja hreyfingu. Rjúpkerinn situr enn á vörðubrotinu. En alt í einu kemur hann með miklum asa, strokar rétt yfir höfuðið á mér, stefnir austur í Bæjarbotn og hverfur. — Eg sit flöturn beinurn, þar sem eg er kominn, og verð einskis frekara var. Og svona líður góð stund. Þá sé eg, að upp úr þúfuuni gægist fugls-höfuð, kinkar ofur lítið, snýr sér sitt á hvað, horfir í allar áttir, en hverfur svo skyndilega, rétt eins og það hafi sokkið ofan í mosann. — — Hjartslátturinn eykst og það er eins og einhver heilagur fögnuður komi yfir mig. Þarna er hún, hin fagra loðintá, þarna kúrir hún í hreiðri sínu. — Og karlinn henn- ar er á varðbergi, órólegur og kvíðinn, hræddur við ófreskjuna — ofurlítinn strákanga með óviðráðan- legan hjartslátt og barnslegan fögnuð í sálinni. Eg sit enn kyr um stund, langar til að hreyfa mig, en þori ekki. Loks áræði eg að mjaka mér til ofur lítið. Og höfuðið kemur upp úr þúfunni öðru sinni. Enn er kinkað kolli, skimað og kinkað. Eg þykist vita, að nú muni hún fljúga, en hún gerir það ekki.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.