Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1944, Page 14

Dýraverndarinn - 01.02.1944, Page 14
8 DÝRAVERNDARINN Fálki; myndin tekin daginn sem hann var felklur. setja okkur i spor ærinnar, móöurinnar, sem berst upp á lif og dauba viö aS verja lambiS sitt fyrir blóðþyrstum bitvargi. Sá hildarleikur getur staðið misjafnlega lengi, en lýkur oftast á eina leiö: með ósigri móSurinnar, scm verður, vitstola af sorg og reiði, að horfa á, aö afkvæmi hennar sé kvalið til dauSa á liryllilegasta hátt. Og stundum verður móðirin sjálf svo illa úti í þessum hildarleik, að henni er varla lífs von. Ég hefi verið á mörgum grenjum og fundið þar allt frá 20—50 lambsræfla eftir eina tófu. Eg get ekki hugsað mér nokkurn dýravin svo, ef hann horfir á þessi mörgu lömb rifin í sundur og veit jafnmargar mæður líöa andlegar og líkamlegar kval- ir af völdum einnar tófu, aS hann kjósi ekki heldur, að slíkum bitvargi væri banað, jafnvel þótt sú tófa yrði, ef til vill, að HSa nokkura hræðslu vegna sinna afkvæma. Að öllu ofangreindu vel athuguðu tel ég ekki rétt aS leggja að jöfnu þær kvalir, sem dýrið líöuf við þa'ð aö deyja af eitri og hitt, sem sú tófa þarf að öllum jafnaöi að líSa, sem skotin er við gren. Væri horfiö aö því ráði, aS refaveiSar á vorum leggist niður, en vetrarveiSar teknar upp í staöinn, býst ég við aS margur „bíturinn" slyppi, því að mörgum hefir þótt hann torsóttur. Guðmundur Einarsson Brekku, Ingjaldssandi, Hesturinn, sem mynd þessi er af, var á sínum tíma af miklum hestamanni talinn bezti hesturinn i hópi skagfirzkra gæöinga, enda vel kynjaöur í báð- ar ættir — af tveim ágætum rejðhestakynjum skag- firzkum. Hann hét Fálki og lifSi nákvæmlega íyrsta fimmtung þessarar aldar í SkagafirSi, lengst á SauSárkróki. Fullan fyrsta fjóröung æfi sinnar var hann eign Jónasar Sveinssonar (sveitarstjórnarfor- manns á SauSárkróki um skeiö, siSar bónda á Upp- sölum i BlönduhlíS, nú bónda í Glerárþorpi). ÁriS 1909 varö hann eign undirritaSs. VarS þaS svo hlut- skipti hans til dauðadags. Meöíylgjandi mynd, er var næstum glötuö og einkum gleymd, er aö vísu ekki æskileg, enda tekin viö vond skilyrSi. Slíkum góShesti heföi hæft aS mynd hefði verið af honum tekin, er hann stóS á hámarki lífsfyllingar sinnar og tiginleiks. En svo hafS nú ekki gert veriS og nú var ekki seinna vænna. Loöinn og augndapur oröinn, gamall og haustþungur, hlaut hann loks þann vafasama heiöur, að mynd væri af lionum tekin á öndveröum vetri, daginn sem hann átti að falla. Viö erum oft furSu seinir til, mennirnir, um þakklæti í ýmissum myndum, — bæöi hverir viö aöra og þá eigi síður i skiptum okkar við húsdýrin. — En hér tjáir ekki frekara venju aö sakast um orSinn hlut. Fálki bar nafn meS réttu. Hann átti eigi aðeins lit nafna síns, heldur og marga aöra eiginleika hans og einkenni. Hann var frækinn 0g fránn, sterkur og glæsilegur, skarpur og skjótur, harSlyndur, fálynd- ur og kaldlyndur, styggur og var um sig. En hins vegar vinfastur og tryggur, þar sem hann tók því. Enginn í hestahópi gat átt traustari félaga, en sliks nutu fáir — nema folöld. Engan hest hefi eg þekkt meira folalds-elskan en Fálka, og er þó langt til jafnaS í þvi efni. Því að slíkt er áberandi um marga hesta, einkum góShesta, hygg eg. En þaS, sem lengst og ljúfast verSur munaS, er þó snilli Fálka sem reiShests. Þar mátti segja, að honum væri allir hlutir vel gefnir. Svo fjölhæfuv var hann. Helzt skorti máske á nógu skarpt fjör. Hann varö aldrei óstjórnlegur, en var venjulega ljúfur og léttur í taumum/ — GerSi hann hesta mest skarpan mun þess, hversu vegur var framundan. Væri gata sveigð, geigandi 0g grýtt, kom svo sem af sjálfu sér brokk hart og hreint, eöa þá upp úr því

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.