Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.04.1946, Blaðsíða 5

Dýraverndarinn - 01.04.1946, Blaðsíða 5
DYRAVERNDARINN 19 Arðsöm ær. Eitt sinn cr við bræðurnir vorum að gæta uð fénu um sauðburðinn síðastliðið vor, fund- um við nýborna á með þrem lömbum. Höfðum við aldrei fyrr séð þrílembda á og þótti okkur ótrúlegt, að hún gæti átt þau öll, og héldum, ;|ð hún hel'ði rænt einu lambinu frá einhverri annarri á, sem borið hefði samtímis henni. En l>að reyndist rétt, að hún átti öll lömbin. Þetta voru tveir hrútar og gimhur. Var mikið gert til þess að vernda lömbin fyrir rándýrum, svo sem tófu o. fl. Aldrei var lömbunum gefið með og hafði ærin þau öll til hausts, Og er hún kom að fjalli var allur hóp- urinn veginn. ögu l>á hrútarnir 38 og 3(i kg. hvor, gimbrin 28 kg, en móðurin 77V2 kg. 1 október var öllum lömbunum slátrað og var l>á kjötþungi þeirra samtals 37 kg. En ærin er lifandi, heitir Rösk og er eign föður míns, Finnboga Rjörnssonar á Eyri við Mjóafjörð. — Til gamans læt eg hér með fylgja myrnl af fjöl- skyldunni, en liún er því miður ekki góð. Mynd- ina tók Ragnar Bergsveins, á túninu hjá okkur. Guðm. Kr. Finnbogason, 11 ára. Þess vegna tel eg nauðsynlegt, að Dýravernd- unarlelag Islands beiti sér fyrir því, að í hverj- um einasta hreppi á Islandi verði stofnaðar deildir, er starfi í sambandi við Dýraverndunar- félag Islands og á grundvelli þess, svo að verðir laga geti snúið sér beint til deildanna um allar þær áminningar, sem þeir hafa fram að bera um bætta meðferð dýra. Slík félög eða deildir ætti að hafa umsjón mcð fóðurásetningi, slátur- húsum og öðru því, er varðar búpening vorn, og í samráði við Dýraverndunarfélag Islands i'áða bót á öllu því, sem cnn er ábótavant í þeim efnum. Að lokum vil eg svo beina orðum minum til allra þeirra, sem eg treysti bezt að vinna að þeirri þjóðarheill, sem verndun dýra og bætt meðferð þeirra skapar: Foreldrar, innrætið börnum yðar þann skiln- hig í sambúð þeirra við dj'rin, að þau finni til samúðar með þeim og líti á þau sem vini sína °g félaga, er skylt sé að sýna nærfærni og um- hyggju í hvívetna.......Prestar, kennarar og leiðandi menn ungmennafélaganna! Haldið á- fram starfi foreldranna, er þér takið við uppeldi æskunnar, svo að unglingunum skiljist enn bet- ur „sú siðbót, sem fram kemur í verndun mál- leysingja og miskunnsemi við munaðarlausa.“ . . . . Síðan taki við sýslumcnn, hreppstjórar og lögregluþjónar í bæjum og kauptúnum, en ein- mitt þeir ætti að geta orðið hinir traustustu liornsteinar, sem framkvæmd þessa göfuga mál- efnis verður reist á. Og þá er vel, ef dýraverndun yrði brennandi áhugamál slíkra manna, og samstarf tækist með þeim og Dýraverndunarfélagi Islands eða deildum þess. Með því ætti félagið öfluga mál- svara í hverjum hreppi, kauptúni og sýslu. Fyrst þeir, sem hærra eru settir, svo hinir, sem lægra standa í mannfélaginu.... tökum allir og öll höndum saman og vinnum að þessu mikla „uppeldis- og menningarmáli allra þjóða.“ Jón Guðbrandsson, Saurbæ í Fljótum.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.