Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.04.1946, Blaðsíða 10

Dýraverndarinn - 01.04.1946, Blaðsíða 10
24 DtRAVERNDARINN Samvist okkar sundrað er, sakna eg þín úr haga. þú hefir lengi þjónáð mér. þökk fyrir liðna daga. Eg kem síðar, Moldi minn, þótt með þér fari’ ei liéðan. Væni, góði vinurinn, vertu sæll á meðan. * >1= * Þar um engin þýðir spá, það er lnilið flestum, hvort að lífsins landi á leyfð sé kynni af hestum. Svala mundi þyrstri þrá þeirra’ af jarðar sonum, er óska’ að geta glatt sig á gömlu rciðhestonum. — Kveðið í orðastað eigandans, séra Eiríks Þ. Stefánssonar, Torl'astöðum. — Kristinn Bjarnason, Borgarliolti. DYRAVERNDARINN kemur að minnsta kosti út átta sinnum á ári, mánuðina: febrúar, marz, apríl, maí, septem- ber, október, nóvember og desember. Ætlunarverk Dýraverndarans er að vinna að uppeldis- og menningarmáli allra þjóða, en það er sú siðhót, sem fram kcmur í verndun málleysingja og miskunnscmi við munaðar- lausa. Dýraverndarinn vill vinna sér traust og hylli allra góðra manna, ungra og gamalla. Þeir, scm útvega fimm kaupendur að Dýra- verndaranum, eða fleiri, fá 20% 1 sölulaun. Dýraverndunarfélag Islands. Verðlaunakeppni. Samkvæmt skipulagsskrá Minningarsjóðs Jóns Ölafssonar bankastjóra verða á þessu ári (1946) veitt tvenn verðlaun úr sjóðnum, að fjárhæð 100 krónur og 60 krón- ur fyrir ritgerðir um dýraverndunarmálefni. Þeir, sem keppa vilja um verðlaun þessi, sendi ritstjóra Dýraverndarans ritgerðir sínar fyrir ágústmánaðar- lok, einkenndar með sérstöku merki, og fylgi nafn höfundar, ásamt einkennismerki ritgerðarinn- ar, í lokuðu umslagi. Stjórn Dýraverndunarfélags lslands dæmir um ritgerðirnar og ákveður, hvcrjir hljóta skuli verðlaunin. Ritgerðirnar vcrða birtar í Dýra- verndaranum. Stjórn Dýraverndunarfélags Islands. Tið kaupenda Dýraverndarans. Afgreiðslu og innheimtu „Dýraverndarans“ annast Hjörtur Hansson, Bankastræti 11 (mið- hæð), pósthólf 566, Reykjavík, og ber að senda honum allar greiðslur blaðsins og tilkynningar um nýja kaupendur. — Árgangur „Dýravernd- arans“ kostar nú 10 krónur. — Það, sem til er af eldri árgöngum, er selt mjög lágu verði, eða kr. 5,00 árg. Heimilisfang ritstjóra Dýraverndarans er við Grettisgötu 67, (sími 4887), og sendist þangað hvers kon- ar efni, sem ætlað er til birtingar í hlaðinu. Ritstjóri: Einar E. Sæmundsen. Ctgefandi: Dýraverndunarfélag Islands. Félagsprentsmiðjan h.f.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.