Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.10.1946, Blaðsíða 6

Dýraverndarinn - 01.10.1946, Blaðsíða 6
44 DYRAVERNDARINN BÓKARFREGN : „HORFNIR GOÐHESTAR46. Svo lieitir mikið fitverk og myndarlegt (um 400 bls.), sem „Otgáfan Norðri“ hefir nýlega sent á bókamarkaðinn og er höfundurinn Á s- geir Jónsson frá G o 11 o r p. Hér er um svo sérstæða og merkilega bók að ræða, að í jafnlitlu blaði sem Dýraverndaranum verður þess enginn kostur að gera henni þau skil, scm hún verðskuldar. Eins og nafnið bendir lil cr hókin eins kon- ar minningarrit um horfna góðhesta, eða eins og höf. orðað það: um „nokkura úrvalshesta, sem uppi hafa verið í Norðurlandi á síðasta fjórðungi nítjándu aldar og fram lil þessa tíma“. Þó eru minningar þessar að mestu bundnar við Húnavatns- og Skagafjarðarsýslu og ritínu því skipað í tvo aðal kafla, er hvor ber nafn sinnar sýslu. Þarna er og mikinn fróðleik að finna um ýmsar eldri og yngri hrossaættir, sem einkum þóttu fram úr skara um fjör, fimi í gangi og fjölhæfi, enda ber fjöldi þessara gæðinga því óræk vitni, að ])eir sé af góðum stofni komnir. En hér koma fleiri við sögu en horfnir góð- hestar. Fram á skeiðvöll endumiinninganna skipar höf. fríðu föruneyti horfinna hesta- manna og knapa. Þar fáum vér að sjá og kynn- ast, hversu þeim tókst, með glöggum skilning á skapgerð trylltra fjallavillinga, nærfærni og hlýleik í öllum viðskiplum, þrautseigju og snillitökum, að skapa gæðing úr göldum fola. Bókin hefst á þætti um föður höf.: J ó n Ásgeirsson á Þingeyrum og reið- hesta hans. En Jón á Þingeyrum kemur og við sögu fjölda annarra góðhesta í bókinni, sem engan þarf að undra. Því að um langt skeið liefir ])jóðin horft á hann bera hæst á reiðarþingum samtíðar sinnar, og um hesta- mennsku hans, tamningu og þjálfun snilling- anna leikið bjartur ljómi, þó að liðin sé fast Ásgeir Jónsson frá Gottorp og Blesi hans. að ]>ví hálf öld frá því hann söðlaði G 1 æ s i, síðasta gæðinginn . . - og hleypti yfir móðuna miklu. Og nú hefir syni hans, höf. þessarar bókar, tekizt að skjalfesta og sanna með óræk- um vitnisburði og frásögn fjölda hestamanna, er samtíða voru og samferða Jóni á Þingeyr- um, að eigi hafi þjóðin látið glepjast, þegar hún skipaði honum þann sess, sem hann hefir hlotið í meðvitund hennar og minningum. Engum þarl’ á óvart að koma, þó að Ásgeiri í Gottorp, syni Jóns á Þingeyrum, hafi snemma þótt „góð hrossin“, svo sem sagt er um heil- agan Jón biskup ögmundsson á Hólum. Fer og eigi dult, að höf. er hestamennskan í blóð borin, enda er bók hans rituð af svo mikilli

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.