Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.10.1946, Blaðsíða 10

Dýraverndarinn - 01.10.1946, Blaðsíða 10
48 DtRAVERNDARINN FJÁRHÓPUR. Ærin fremst á myndinni er 9 vetra. Myndina sendi: Gunnl. H. Guðnnindsson. Oft var Snerill ýmislegt að dunda nálægt okkur, er við vorum að heyja á túninu. Þá var það eitt sinn, að amma kom með kaí'fi til okkar og var honum boðin kleina, sem hann át með góðri lyst. Eftir það gætti hann þess vandlega þegar við settumst niður að drekka kaffið; hvar sem hann var staddur, kom hann hlaupandi til okkar og heimtaði sína kleinu. Annað hrauð vildi hann ekki sjá. En svo komst hann í kálgarðinn, sem er nið- ur á túni, og eftir það undi hann hvergi ann- ars staðar. Honum þótti hvorttvegja jafn gott, kálið og rófunar, og gæddi sér óspart á því, en ekki var hann vel þokkaður fyrir það. Margar skynsemis sögur mætti segja um Sneril, en hér læt eg staðar numið að sinni. Ástgerður Þórðardóttir. Svínaskógi (11 ára). VlSA UM GLOSSA, reiðhest Guðmundar, sonar höf. Hásar hratt um hjarn og ísa, hrasar ei grand i klambur-brasi. Glossi er laus við gönusk}rssur, gripin eru traust og lipur. Hátt sig ber, þótt harðni sprettur, hæfur í gangi, Ijúfur og gæfur. Iiöpp Gaðmundi úr höndum slapp ei hestinn þann að eignast beztan. Páll á Hjálmsstöðum. Verðlaunakeppni. Samkvæmt skipulagsskrá Minningarsjóðs Jóns Ólafssonar bankastjóra verða á þessu ári (1946) veitt tvenn verðlaun úr sjóðnum, að fjárhæð 100 krónur og 60 krón- ur fyrir ritgerðir um dýravernduriarmálefni. Þeir, sem keppa vilja um verðlaun þessi, sendi ritstjóra Dýraverndarans ritgerðir sínar fyrir árslok n.k. einkenndar með sérstöku merki, og fylgi nafn höfundar, ósamt einkennismerki ritgerðarinn- ar, í lokuðu umslagi. Stjóm Dýraverndunarfélags Islands dæmir um ritgerðirnar og ókveður, hverjir hljóta skuli verðlaunin. Ritgerðirnar verða hirtar í Dýra- verndaranum. Stjórn Dýraverndunarfélags Islands. ATHYGLI skal vakin á því, að frestur sá til þess að senda ritgerðir til verðlaunakeppninnar, sam- kv. skipulagsskrá Minningarsjóðs Jóns Ólafs- sonar, er framlengdur til ársloka 1946. DÝRAVERNDARINN kemur a‘ð minnsta kosti út átta sinnum á ári, mán- uðina: febrúar, marz, apríl, maí, september, október, nóvember og desember. Ætlunarverk Dýraverndarans er að vinna aö upp- eklis- og menningarmáli allra þjóða, en það er su siðbót, sem fram kemur í verndun málleysingja og miskunnsemi við munaðarlausa. Dýraverndarinn vill vinna sér traust og hylli allra góðra manna, ungra og gamalla.. Þeir, sem útvega fimm kaupendur að Dýraverndar- anum, eða fleiri, fá 20% í sölulaun. Afgreiðslu og innheimtu „Dýraverndarans“ annast Hjörtur Hanssón, Bankastrœti 11 (miðhæð), pósthólf .16(5, Reykjavik, og ber að senda honum allar grciðslur blaðsins og tilkynningar um nýia kaupendur. — Ar- gangur „Dýraverndarans" kostar nú 10 krónur. — Það, sem til er af eldri árgöngum, er selt mjög lágu verði, eða kr. 5,00 árg. Ritstjóri: Einar E. Sæmundsen. Útgefandi: Dýraverndunarfélag fslands, Félagsprentsmiðjan h.f.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.