Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.10.1947, Qupperneq 3

Dýraverndarinn - 01.10.1947, Qupperneq 3
Reykjavík, október 1947 6. tbl. EMIL TDMASSDN: SAGAN AF KOF (Framli. frá siðasta blaði). Síðan skiptir hann um og þefar enn nið- ur í fönnina og snýst nú á litlum bletti, mjög nákvæmlega, þar til liann stanzar og hættir að nusa, en einblínir niður í snjó- inn, alveg eins og hann sjái einhverjar of- sjónir. Enn rekur liann trýnið í snjóinn og þefar nú djúpt, svo að segja i sama stað. Þá byrjar hann að rífa niður í snjóinn og hamast nú ýlfrandi í vigahug. Nú brá ég við og renndi stönginni niður nákvæmlega þar, sem hann var að rífa, og fann fljótt, að þar var eitthvað lifandi undir. Nú var skóflan sótt, og var nú gengið kná- lega að verki. Ivolur lét ekki sitt eftir liggja að hjálpa til að komast niður úr snjónum. En hann hafði vitanlega enga liugmynd um ]>að, að hann næstum tafði mig við mokst- urinn. Upp úr snjóhúsinu skriðu 9 kindur, mjó- stroknar, en frískar og fjörugar að sjá. Leit út fyrir, að þær væru mun sælli með sig en brynjuðu og svellbörðu vesalingarnir, sem naumast gátu gengið sér að mat fvrir klaka- fjötrunum. Að þessu afloknu tókum við Kol- ur okkur hvíld. Ég hafði það á meðvitund- inni, að þetta væru fyrstu kindurnar, sem Kolur vísaði á, en ekki síðustu, úr því að hann byrjaöi a þvi, enda leið ég ekki skip- brot á þeim vonum. Ég faðmaði Kol, klappaði íslenzkur fjárliundur. honum, strauk hann og talaði við hann eins og vin. Hann lofaði með gleðilátum sinum að gera meira. Við skildum vel hvorn annan. Jólagjöf. Kolur vísaði á flest af hinu fennta fé á fá- um dögum. Hann var orðinn leikinn í lisl sinni — og vinnugleði hans var mikil, meðan á þessu stóð. Nú vöntuðu lengi vel 3 kindur og margir dagar voru liðnir, frá því að sið- asta kindin fannst. Á aðfangadag jóla datt mér í hug að ganga inn i „land“ og liafa járnstöngina og skófluna með mér. Annars taldi ég víst, að þessar kindur, sem vöntuðu, hefði hrakið í ána, og þá var öll leit þýðingarlaus, að svo komnu. — Veðrið var ljómandi, snjór ekki nema í giljum og lautum. Við lentum inn á Stefánsstaði, sem

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.