Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.03.1948, Blaðsíða 8

Dýraverndarinn - 01.03.1948, Blaðsíða 8
14 DYRAVERNDARINN Framli. af bls. 11. stafanir, sem þurfa þættu, ef sakir væru fyrir liendi. 27. s. m. féklc ég skýrslu sýslumanns (munnlega). Hafði hann seul lögregluþjón á staðinn (il athug.unar. Reyndist kæran að mestu levti á rökurn reist. Forðagæzlumaður og hreppstjóri liefðu farið þangað. Búið væri undir stöðugu eftirliti. Eigandanum var gerl aðvart Jivað eftir annað. Nú væri staðfest, að talsverðar hevbirgðir hefðu verið sendar þang- að fyrir nokkrum dögum. Þarna kváðu liafa verið á annað liundrað fjár. Þ. 10. marz barst form. kæra yfir sauð- fjárbúinu í. Elliðakoti. Var sagt, að kindurnar lægju þar fyrir opnu húsi og kastað væri fyrir þær lieyi stöku sinnum. Ég bað Skúla Sveins- son, lögreghiþjón, að rannsaka, livað liæft væri i kæru þessari og gefa mér skýrslu þar um síðar. Við nánari rannsókn kom í Ijós, að alltof mikið var gert úr ágöllunum. \rar nóg hey fyrir liendi og fjárgæzla fór fram dag- lega. Seinni part sumars bárust öðru hverju kær- ur yfir meðferð á dýruni, sem Sjómannadags- ráðið hafði til sýnis úti í Örfirisey. Skúli Sveinsson fór þangað og rannsakaði kæruat- liðin. Taldi hann, að aðstaða og útbúnaður væri erfiður og ófullkominn, en lílil ástæða til klögunar. Kært hafði verið til Skúla Sveinssonar vfir hænsnahaldi i Krossmýrinni og inni við Ell- iðaár, en við rannsókn reyndist hvorug kæran á rökum reist. I septenibermánuði var bifreiðum ekið á kýr. Önnur kýrin var á Suðurlandsbraut, eign Magnúsar Jónssonar frá Selalæk, ln'n var á Reykjanesbraut í Fossvogi, eign Sigurjóns Gestssonar, Nýbýlavegi. Fór ég mcð lögregl- unnj jiangað til athugunar. Ráðar kýrnar voru svo illa farnar, að drepa þurfti þær rétt á cftir. Öðru hvoru hafa kærur borizt yfir meðferð Sigurjóns Jónssonar i Ásheimi á nautgripum sinum. Hefur lögreglan stöðugt eftirlit með búi hans, en alltaf sækir i sama liorfið. í septembermánuði barst form. bréf frá Norges Dyrebeskyttelsesforbund, dags. 20. ág. ásaml meðfylgjandi bréfi frá lögreglustjóran- um (Sorenskriveren) í Brönnöy, jiar sem skýrt er frá og gefin lýsing á Cirkus, sem danskir menn hafi ferðast með um Noreg í sumar. Er lýsingin á meðferð dýranna all hroðaleg. Seg- ir t. d., að þeir liafi 7 kyrkislöngur meðferðis, sem væru aldar á lifandi kanínum. Ljónsung- ar séu hal'ðir lil sýnis, er verið liefðu nær dauða eu lífi er jiangað kom, þar sem þeir hefðu verið fluttir i opnum, en þröngum köss- um á skipsdekki mcðfram ströndum Noregs. Vara þeir oss við jiessum gestum, því að lil Islands kvað ferðinni heitið, og skora jafn- framt á oss að hefta för þeirra og framkvæmd- ir hér á landi. Er ég liafði lesið jiessi hréf, átti ég viðtal við lögreglustjórann i Reykjavík um málið og baðst hans fulltingis í |ivi. Tók hann vel i Jjað, en bað mig að skrifa sér um málið. Gerði ég Jjað næsta dag og sendi hon- um afskrift af norsku bréfunum, en bað hann jafnframl að láta mig vita, livað gerðist, og hlutast til um að liaft yrði gát á för Jjessa fólks til landsins og stöðva sýningar, ef til kæmi. Bréf lögreglustjóra til min út af Jjessu erindi, dags. 22. okt. s.l. liljóðar svo: „Hér með levfi ég mér, herra yfirdýralæknir, að tjá yður, að ég hef gert skrifstofustjóra dóms- málaráðuneytisins kunnugt um efni hréfs vð- ar, dags. 11. f. m., varðandi erindi Norges Dyrebeskyttelsesforbimd. Tekið skal fráin, að umræddur cirkusflokkur hefur enn ekki kom- ið hingað til lands.“ Fyrstu dagana í október var lögreglunni gerl aðvart um 2 hesta, sem væru særðir og illa útleiknir og ókunnugt um eigendur. Var ég kvaddur á báða staðina. Var auðséð, að báðir hestarnir höfðu lent á gaddavir og særzt illilega. Með Penicillin-aðgerðum tókst að græða báða að fullu. Eigandi annars hestsins var Sigurður Eiríksson í Hraunborg, en liinn átti Kristján í Lauganesi. Seinni part nóvembermán. barst félaginu kæra yfir útliti og meðferð svinabús Ágústs Jónssonar á Jörfa. Skúla Sveinssyni var falið að rannsaka allar ástæður. Gerði hann Jjað ásamt öðrum lögreglujjjóni. Að svo búnu ósk- aði hann, að ég færi á staðinn og gæfi vottorð sem dýralæknir, áður en frekara væri að gert. En vegna Jjess, að ég var alveg nýkominn heim

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.