Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.03.1948, Blaðsíða 10

Dýraverndarinn - 01.03.1948, Blaðsíða 10
16 DÝRAVERNDAKINN aðalfundur haldinn á sama stað og fyrri fund- urinn, og hófst hann kl. 830. Formaður setti fundinn og stjórnaði honum. Reikningar félagsins voru samþykktir i cinu hljóði. Stjórn félagsins og aðrir trúnaðarmenn j>ess voru cndurkjörnir, flestir með öllum greidd- um atkvæðum nema sinu, og allir með mikl- um meiri lduta. Fór því kosning eins og liér segir: Formaður: Sigurður E. Hlíðar, yfirdýral. Ritari: Hafliði Helgason, prentsmiðjustjóri. Gjaldkeri: Ólafur Ólafsson, fyrrv. kaupm. Mcðstjórnendur: Rjörn Gunnlaugsson, inn- hcimtumaður og Skúli Sveinsson. lögreglu- j)jónn. Varaformaður: Einar E. Sæmundsen, fyrrv. skógarvörður. Varastjórn: Jón N. Jónasson, kennari og Viktoría Blöndal, frú. Endurskoðendur: Guðmundur Guðmunds- son deildarstjöri og Þorsteinn J. Sigurðsson, kaupmaður. Stjórn „Ártíðaskrár dýranna“: Þorsteinn J. Sigurðsson, Hörtur Hansson og Karl Bjarna- son, brunavörður. Eftirfarandi tillögur voru bornar upp: Frá Sigurði Sveinssyni, garðyrkjuráðunaut: „Aðalfundur sé lögmætur sé löglcga lil hans boðað.“ Frá Einari E. Sæmundsen: Að lög félagsins i heild skyldu verða end- urskoðuð fyrir næsta aðalfund. Tillögurnar voru samjiykklar og stjórn- inni falið að leggja tillögur um væntanlegar hreytingar á lögum félagsins fyrir næsta aðal- fund. IJá var rætt um hið miskunnarlausa fugla- dráp, jafnt friðaðra fugla sem öfriðaðra, sem vitað er, að á sér stað, einkum í nágrenni horgarinnar, og ])að engu síður um sjálfan varptímann en aðra tíma árs. Málshefjandi var Sóhnundur Einarsson, og hafði Iiann margar sögur og Ijótar af drápsæði skol- manna að segja. Einar E. Sæmundsen hrýndi fyrir mönnum að kæra ])á, sem þeir vissu að brytu lög i þessu efni, og láta hvorki kunn- ingsskap né annað slíkt aftra sér frá þvi. n vravcriidarinn. rtfíefandi: Dýraverndunarfélag fslands. Ritstjóri: Sigurður Helgason, Njálsgötu 80, Keykjavík. (Sími 5732). Afgreiðslu og innheinitu annast: Hjörtur lfansson, Bankastræti 11 (miðliæð), pósthólf 550, Reykjavik. Ber að senda honum andvirði blaðsins og til- kynningar um nýja kaupendur. Fyrir 5 nýja kaupendur og þar yfir eru greidd- ar 2(K/ó af andvirði blaðsins i sölulaun. Verð: 10,00 kr. árgangurinn, 8 blöð. (Kemur ekki út sumarmánuðina). Þeir eldri árgangar, sem til eru, seljast vægu verði — 5,00 kr. árgangurinn. Prentaður i Félagsprentsmiðjunni Ii.f. Sæmundur Jónsson benti á nauðsyn þess, að félagið tæki þetta mál til alvarlegrar athug- unar. Þorsteinn J. Sigurðsson tók einnig lil máls um ])etta efni, og loks formaður, er skýrði frá þvi, að stjórn félagsins liefði fyrir alllöngu snúið sér til dómsmálaráðherrans fyrrverandi og farið þess á leit við hann að fá löggiltau eftirlitsmann, sem hefði vakandi auga á framferði manna hér í nágrenni bæj- arins. Hefði dómsmálaráðherra ekki viljað fallasl á, að þörf væri fyrir slíkan eftirlits- mann, og þar með hcfði málið fallið niður. Hjörtur Hansson spurðist fyrir um dýra- vinafélög unglinga, sem starfað hefðu i sam- handi við Dýraverndunarfélag Islands. Jón N. Jónasson skýrði l'rá starfsemi Dýra- vinafélags Austurbæjarskólans, cn formaður gaf nokkrar fleiri upplýsingar um ])ctla efni. Mun nú liafa vcrið minnzt á það helzta, sem gerðist á fundinum. (Samkv. gerðabók). Beningagjafir. Dýraverndunarfélagi íslands hafa borizt gjafir frá h. ,1. kr. 100.00, frú Ingunni Pálsdóttur, frá Akri kr. 100.00 og frú Victoriu Blöndal, MávahlíS 11, kr. 1.000.00, samtals kr. 1.200.00, er ég hef tekið á nióti. hakka ég gefendunum fyrir liina miklu rausn og góðvild, lil styrktar málefni voru. Hjörtur Hansson.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.