Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.11.1948, Blaðsíða 3

Dýraverndarinn - 01.11.1948, Blaðsíða 3
Siíjnrður Ólafsson: SNIGILL Framli. Leið nú nokkur tími. Veikindin, sem verið liöfðu lijá okkur, bötnuðu að sinni, og pabbi fór aflur að vinna á sínum gamla stað, fyrr en liann hafði gert ráð fyrir. Ekki var pabbi fyllilega ánægður með lífið, eftir að Snigill fór, þótti vísl leitt að hafa ekki eittlivað i básnum. Ég frétti nú af hesti hér í bænum, sem var til sölu. Spurði ég pabba, hvort ég mætti kaupa hann og hvort ég mætti fá básinn hans Snigils. Leyfði hann mér það, ef ég ætti nóg fyrir liest- inuin, en ekki var laust við, að liann drægi það i efa. Varð ég allshugar feginn og keypti hcst- inn. Hann kostaði 250 krónur, en 25 krónur af upphæðinni varð ég að biðja seljandann að liða mig um. Var það fúslega veitt. Og greiddi ég það síðan við fyrsta tækifæri. Seljandinn var Einar Ólafsson í Lækjarhvanimi. Hesturinn var fiíilbleikur. geðslegur að sjá, vcl viljugur og hafði allan gang. Lítið lét pahi)i af útliti hestsins og gæðum og hélt að hann væri ekki hraustur. Fannst mér lítið vera gert úr nýja reiðhestinum mínuin. Verst var mér þó við, þegar sagt var: — Svona var Snigill ekki. Leið nú fram að páskum. Ég var ánægður með reiðhestinn, en ekki pabbi. Kom eitl og annað lil greina i þvi sambandi, og fann ég glöggl, að gamli maðurinn hefði heldur kosið, að ég hefði keypt Snigil, úr því að ég keypti hcst á annað borð. Svo var það einn dag, að ég lagði af stað Sni</ill var fenginn til að vera börnum og unglingum til skemmtunar á landbúnaðar- sýningunni sumarið 1947. En svo fór, að sgn- ingargestirnir hópuðust að honum, stundum mörg hundruð samtímis á öllum aldri, þegar hann sgndi listir sínar, og mátti vart á milli sjá, hvaða aldursflokkur skemmti sér bezi. austur að Stýflisdal. Ég liafði tvo til reiðar, Bleik og þann rauða, sem áður er getið um. Þegar austur kom, hitti ég bónda að máli og bað hann að skipta við mig á hestum, laka Bleik i stað Snigils. Sagði ég honum, hvernig í öllu lægi, að pabbi væri ekki mönnum sinn- andi, siðan folinn hefði farið. Varð það úr, að við skiptum á hestunum og fékk ég 75 krón-

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.