Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.11.1948, Blaðsíða 4

Dýraverndarinn - 01.11.1948, Blaðsíða 4
50 DYRAVERNDARINN ur á milli. Kvaddi ég siðan minn góða Bleik og fór af stað heim á leið. Þennan Bleik tel ég, að öllu samanlögðu, þánn bezta liest, sem ég lief átt. Þegar ég kvaddi hann, sendi hann mér það augnatillit, sem ég gleymi aldrei, og lá við, að ég rifti kaupunum þegar i stað, en ég lierti mig upp og fór, en hét því þá að iiafa aldrei liestakaup íramar, og vonast til, að ég geti staðið við það. Þessi liestakaup — skipti á hestum — þykir mér andstyggileg iðja, einkum þegar gamlir og útslitnir hestar ganga þannig frá manni lil manns, og ættu dýraverndunarfélög og hesla- mannafélög að vinna i sameiningu að þvi að afnema þennan ósóma, sem virðist þjá suma bændur og reykviska hestaprangara. En ekki skal fjölyrða meira um þetta, aðeins geta þess, að Bleikur var ekki meðal þessara gömlu liesta, þegar þetta gerðist. Kom ég nú heim með folann og afhenti pabha hann. Tók hann við honum og var all- hissa. Hækkaði svolitið brúnin á þcim gamla næstu dagana en lækkaði á mér. Eftir þetta skipti ég mér litið af Snigli. Lenti það að mestu i hlut pabba að temja hann. Brátt varð liann viljugur, og það svo, að ekki var um neina óveru að ræða, en hann var alls ekki laus við ofriki. Líða nú árin. Sá rauði þroskaðist, þó að hann stækkaði lílið. Hann varð svo viljamikill, að honum notast ekki að sinni litlu töltferð, nema þegar verið er með liann í samreið. Hann þyk- ir ekki vera nægilega þjáll, og Iiann er afar sprettsækinn. í janúar 1941 dó móðir mín. Um sama leyli hætti pabbi að koma á hestbak sakir lasleika, sem þá var farinn að þjá hann. Sagði hann þá eitt sinn við mig, að það væri bezt, að ég tæki þann rauða alveg i mínar hendur, ef ég þá kærði mig nokkuð um hann. Varð það úr, að ég tók við folanum. Ég hafði staðfest ráð mitt um þessar mundir og var farinn að lieiman. Höfðum við hjónin, eða réttara sagt kona mín, nýlega eignazt rauð- blesóttan fola ofan úr Borgarfirði. Hófst nú að nýju kunningsskapur með okkur Snigli. Ég fór að rifja upp með honum gainlar lexíur, taldi víst, að allt slíkt væri löngu gleymt, en svo var þó ekki. Hann kunni allt, sem liann liafði lært áður, og kenndi ég honum nú ýmis- legt fleira. Áttum við Snigill og' Blesi marga góða stund saman. Þeir urðu svo samrýmdir og eru það enn, að hvorugur má af hinum sjá. Þegar ég er á ferð með þá báða, þarf ég aldrci að teyina þann lausa. Þeir elta ævinlega livorn annan, hvert sem íarið er, jafnvel þó aö liópur liesta verði á leið fyrir manni. Blesi er þó tryggari og auðveldari, þvi að Snigill er alltaf tilbúinn með glellni og stríðni. Hann átti það til dæmis til, þegar áð var, einkum ei margir voru saman, að slá upp á sig taunm- um, Iilaupa i liina liestana og bíta þá. skvetta upp rassinum með viðeigandi hljóði og hlaupa siðan brott með allan hópinn á eftir sér. Væri farið að elta hann, liélt liann áfram sömu lál- unum og sá um, að hinir liestarnir fylgdust með, en ef ekki var látið á þvi bera að tekið væri eftir honum, fór liann ekki langl og kom oft til baka aftur. Nú er Snigill að mestu hættur að beita þess- um brögðum, en liann á til ýmsar aðrar kenj- ar. Til dæmis má liann ekki sjá beizli, þegai á að ná honum, nema einhverju sé fyrst vikið að honum. Hann hefur lika verið ærið kenj- óttur við ókunnuga, sem fengið liafa að koma á bak honum. Er þetta vafalaust bæði sprott- ið af gáska hans og vitsmunum og auk þess á taumgalli, sem alltaf liefur fylgt honum, sinn þátt í þessu. Á hann rætur sínar að rekja til meðhöndlunar þeirrar, sem hann fékk á leið- inni lil Reykjavikur, forðurn daga. Skulu hér sagðar tvær sögur um kenjar lians. Á fyrstu búskaparárum mínum bjó ég inn- arlega við Laugaveginn. Sunnudag einn ákváð- um við að skreppa á liestbak okkur til skemint- unar og fara eitlhvað út fyrir bæinn. Ætlaði mágkona mín, Líba Éinarsdóltir, að vera með í förinni. Þegar átti að l'ara að leggja af stað heiman að frá mér, tók mágkona mín eftir því, að hún hafði gleyml einhverju niðri á Bar- ónsstíg, þar sem liún bjó. Bað hún mig að lofa sér að fara á Snigli þangað niður eftir, þvi að það væri svo langt síðan hún hefði komið honumábak. Gaf ég það fúslega eftir, en varaði liana við kenjunum i klárnum. Fór liún síðan af stað og reið suður Hringbraut (nú Snorra-

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.