Dýraverndarinn - 01.06.1950, Síða 3
EMIL TÓMABSDN:
MIXNINGAR
Framh.
í hesthúsinu.
Enda þótt ég á þessum árum hefði 1 mörgu
að snúast á heimili mínu, þá var ég marga
kveldstund á vetrum úti í hesthúsi eitthvað að
nostra. Mér var eiginlegt aö hugsa um hest-
ana, líta eftir, hvort þeir hefðu nóg að éta og
drekka, kemba þeim, breiða á þá teppin o. s.
frv., því oft komu þeir blautir og hraktir frá
vinnunni og þá þurftu þeir alla nákvæmni og
hugulsemi. Ef Kári kom t. d. sveittur heim
og mér fannst ekki nógu heitt 1 húsinu, sótti
ég gæruskinnið hans og breiddi yfir herðarnar
og síðan Gefjunarteppi, sem huldi hann frá
makka og aftur á lend, svo var hann þurr og
gljáandi að morgni. Aðal-keyrsluhesturinn,
Brúnn, var ætíð á vetrum með strigateppi und-
ir aktygjunum. Teppið var góö vörn í snjó og
bleytu og kulda og setti því síður að honum í
misjöfnum veðrum.
Mig langaöi stundum til að skjóta auka-
skammti til Kára — mjólk eða mjöli, en þetta
var ekki svo þægilegt, þótt hann væri á enda-
bás. Hinir fóru þá að kumra og horfa til okk-
ar og vonuðu. Þetta voru allt mínir vinir og
búsins þörfustu þjónar. — Ég tel, aö ég hafi
haft gott af að hirða dönsku hestana, þegar
ég var á Fjóni. Þeir höfðu mikla brúkun
bæði sumar og vetur, en þeir höfðu líka
ágæta hirðingu. Þar var stjórnin ströng og
nákvæmt eftirlit með því, að smáu atriðin
væru eigi síður framkvæmd en þau stóru, hvað
alla umönnun hestanna áhræröi. Hófar þeirra
voru vandlega burstaðir upp úr gljáfituáburöi
og mjólkursmyrsli smurt meðfram hófhvarf-
inu. Hófbrúnin vildi harðna og særa á þess-
um hestum, sem sí og æ urðu að ganga í
moldinni. Kári hafði afburða heila og vel gerða
hófa. Það var líka reynt að sjá um það, að
hann stæði hvorki í bleytu eða á steinhörðu
gólfi.
Búskap hætt.
Ég misti konu mína 1933. Guðrún dóttir
okkar var þá 20 ára og tók hún þá við búinu
innanstokks og fórst það meö snilld og prýði.
Yngstu drengirnir: Bóas og Jón, voru þá ó-
fermdir. Héldum við Guðrún búinu gangandi
til vorsins 1935. — Það mun hafa verið kom-
ið fram í febrúar eða marzmánuð 1935, þegar
ég fullréði það að leysa upp búið og selja allt
dautt og lifandi og flytja á mölina. Ég þaul-
hugsaði málið og vissi vel, að á því voru tvær
harðvítugar hliðar. Það var síður en svo álit-
legt að kasta frá sér skepnunum og jörðinni
og hafa ekki von um nokkra atvinnugrein
framundan. Hitt fannst mér þó enn ábyrgðar-
meira að halda börnunum sem þrælum heima
og hafa máski af þeim menntun og menningu.
Og svo var líka það, aö elsta stúlkan okkar,
Sigurbjörg, var eiginlega komin að heiman