Dýraverndarinn - 01.06.1950, Page 4
26
DtRAVERNDARINN
og sýnilegt, að mér héldist ekki lengi á Guð-
rúnu heima. Þetta er einu sinni lögmál lífs-
ins, að börnin verða að yfirgefa föður sinn og
móður og búa með eiginmanni og eiginkonu og
uppfylla jörðina.
Erfiðar hugsanir.
Þegar nú þetta var fullráðið að selja allt
og flytja með vorinu til Reykjavíkur, fór ég
að hugsa um með hvaða hætti skilnaður okk-
ar Kára yrði. Vinátta okkar og samstarf fannst
mér vera á þá lund — meðan báðir lifðu, aö
við vera óaðskiljanlegir. Tilhugsunin um þessa
breytingu — þegar allt kom til alls — var
mér því ekki með öllu þjáningarlaus. Þaö var
eins og mér hefði aldrei þótt vænna um hest-
inn en einmitt nú, þegar ég fór að hugsa um
skilnað okkar. Hann var aldrei samgrónari
hjartarótum mínum og lífi en nú. Það sáu mig
allir utan en ekki innan um þessar mundir.
Selja hann ... ? Þá má búast við, að hann verði
á sífelldu stroki og festi hvergi yndi. Ég mátti
ekki til þess hugsa, að hann lenti á flæking
og gengi máski mansali eins og áður fyrr.
— Stytta honum bara aldur . . . ? Eiginlega
væri það lang hreinlegast. Þó sortnaði mér fyr-
ir augum við tilhugsunina. — Þessar lauslegu
ályktanir, fram og aftur, voru ekkert hug-
hreystandi eða hressandi á meðan ég var að
kemba og snyrta til þetta göfuga fórnarlamb
mitt, sem ég mátti ekki af sjá.
En það var bót í máli, að Kári vissi ekkert
um hvað ég var að hugsa. Hann tuggði fast
og títt ilmandi heyið og vætti munninn við
og við í vatninu. Matardallurinn var marg-
sleiktur og kominn út í horn, og mun það
hafa verið næst huga hans, að ég tæki dallinn
og sækti sér eitthvað gott 1 hann. Ég hafði
stundum gaman af tilburðum Kára, þegar
hann var að éta og ekkert var í dalli hans. Þá
rak hann flipann ofan í dallinn og leit svo til
mín alveg eins og hann væri að spyrja, hvort
ég ætlaði ekki að sækja eitthvað í hann.
Veðsetningin.
Nú víkur sögunni að því, aö ég hafði þá
fyrir stuttu síðan undirritað samning, sem
ég hafði gert við svo nefndan Kreppulánasjóð.
En Kreppulánasjóður var, eins og margir vita,
nokkurs konar líknarstofnun fyrir fátæka
bændur á þeim hörmunganna krepputímum,
sem þá gistu land vort. — Enginn má halda,
að þessi hallærishjálp hafi verið gerð úr í blá-
inn skilyrðislaust. Hjálpina varð að tryggja.
Og vitaskuld höfðu lánþyggjendur ekki önn-
ur úrræði en að veðsetja bústofn sinn — svo að
hann stæði sem örugg trygging fyrir kreppu-
lánshjálpinni. Þó undarlegt kunni að virðast,
var Kári í raun og veru veðsettur. Og hvað
er svo viö því að segja? Heiðarlegur og sam-
vizkusamur sveitamaður heldur bókstaflega
sína samninga. Hann þekkir lítið inn í króka-
vefi og hrekkjasveiflur viðskiptalífsins og vill
halda sig frá þeim. Hann telur sig afbrota-
mann og glæfraþrjót við guð og góða menn,
ef hann til dæmis léti skjóta verðmesta grip-
inn, sem veðsettur er, og grafa hann í jörð
með húð og hári.
Skilnaðarstundin.
Það var komið fram í maímánuð. Opinbert
uppboð skyldi haldast innan fárra daga á
dauðu og lifandi.
Viðskiptavinur minn reið úr hlaði síðla
dags í góðu veðri á sínum eigin hesti og
teymdi Kára við hlið, hnarreistan með brús-
andi faxið, snöggan og gljáandi. Allar hreyf-
ingar hans voru leikandi léttar og fullar af
lífsfjöri. Ég vissi það ekki þá, að atvikin mundu
haga því þannig til, að við sæjumst aldrei
framar í þessu lífi. —
Dauði Kára.
Eftir aö ég var fluttur til Reykjavíkur, var
hugur minn oft hjá Kára. Nú kom ég aldrei
á hestbak og var sú lífsbreyting mikil frá
því, sem áður var.
Alltaf þráði ég aö frétta um líðan hans. Ein-
hverju sinni hitti ég mann, sem sagði mér, að
Kári væri á sífelldu stroki og hefði hann tví-
vegis synt yfir Lagarfljót. Leiö svo þetta fyrsta
sumar og veturinn á eftir, að ég gat lítið fylgzt
með líöan Kára. En þegar kom fram á næsta
sumar (1936), hitti ég mann, sem sagði mér
dánarfregn Kára með þessum orðum: „Jæja,
nú er sá rauð'i dauöur! Var víst á stroki og