Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1951, Blaðsíða 3

Dýraverndarinn - 01.12.1951, Blaðsíða 3
8. tbl. Bjdrn J. BLÖNDAL: AÐ JéLUM Það líður að jólum. livít liögl hrynja á frosna jörð. Húmið færist yfir. Endurminning frá löngu liðnum jólum sækir hugann heim. Það er aðfangadagur jóla. Fólk er snemma á fótum og á annríkt. Fimm litlir drengir eru á hlaupum til og frá um bæinn. Þegar fullljóst er orðið, eru þeir sendir með mat handa öndunum. Þær eru í litum torfkofa rétt við stóra síkið, sem alltaf er kallað Heimasíki. Drengirnir koma hlaupandi og gáskafullir að andaltofanum. Það hefur hátt í öndunum og þær ryðjast út um dyrnar um leið og opnað er, allar nema ein. Drengirnir eru fljótir að sjá, að eitthvað er að. Villiöndin er veik. Og nú skulum við lilusta á sögu villiandarinnar, hverfa nokkur ár aftur í tímann: Heimasíkið er vaxið fergini. Það er slegið á hverjn sumri. Tömdu andirnar syntu þar og busluðu dag allan og langt fram á kvöld. Einu sinni nokkuð seint á sumri sáu drengirnir, að tveir stokkandarungar voru komnir til tömdu andanna. Þeir voru ófleygir og syntu burt, þeg- ar drengirnir komu að síkinu, en þegar þeir fóru, komu ungarnir aftur. Svona gekk það dag eftir dag. Haustið kom. Vetur nálgaðist. Einn morguninn var síkið allagt. Andirnar höfðu leitað slcjóls í kofanum sínum. Stokkandarung- arnir höfðu fylgt ])cim. Og þegar drengirnir koniu með matinn handa öndunum, lairðu villi-

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.