Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1951, Blaðsíða 7

Dýraverndarinn - 01.12.1951, Blaðsíða 7
DÝRAVERNDARINN 61 Reiðhestar „Ef fœrðin er torveld þá förum við stillt og fœrustu kaflana sneiðum— H. H. C treið um vegleysur! Hefurðu riðið um vegleysu léttum, fótliprum hesti, sem hikar ekki við sprungur eða skorn- inga, sem flýgur yfir börð, mela, flög og fen? Ef þú hefur reynt það, verður þér sama um alla veraldarinnar vegi og samgöngutæki, önnur en hestinn. Þá skiptir það þig engu, þó að aldrei væri vegspotti lagður á landi hér, þótt þú sæir ekki bíl, þér dytti aldrei í hug járnbraut. Ég lief reynl þetta ol't og víða. Það var eitt vor í asa leysingu og aur, svo að varla tók niður úr. Eg var að fylgja til grafar, var ríðandi og fór veglausa heiði. Á leið minni urðu móar, brotnar þúfur, þar sem holklakinn lá í leyni í röndunum, flög, melar, sökkvandi aur, sléttir dalir; öll tilbreytni veglauss heiða- lands á vordegi i leysingu. En ég reið ungum, léttum hesti, sem fór eins og f jöður yfir hvað sem fyrir varð. Síðan finn ég unaðinn við að riða aur. Ég man eftir þessum hesti öðru sinni. Hann var þá staddur á viðáttumiklum mel, slíkum, sem melar gerast svo víða hér á landi, þar sem hnullunga steinar raðast þannig, að þeir mynda tigla, en á milli raðanna i tiglunum sjálfum er fínni sandur og leir, en melbörð (rofbörð) rísa á víð og dreif, brúna-brött og stök. Þá reið honum ung, ljóshærð stúlka, ofurlítið hrokkin- hærð. Hún var berhöfðuð og vindurinn lék sér að úfnum lokkunum, sem þyrluðust stöðugt um höfuðið og andlitið, sveifluðust um spékopp- ana í kinnunum, léku um stóru, gráu augun og uppbretta nefið. Hún kunni að sitja liest, stúlk- an sú, (þá riðu allar stúlkur í söðlum) og lileypti hiklaust á stökk. Rjúkandi stökk yfir melinn og stefndi á barð. Allt í einu tók hún eftir barðinu og það kom hik í augun. Átti kannske að stýra fram hjá? „Hleyptu honum á það!“ Það var rödd eig- Gæðingur. anda hestsins, sem barst að eyrum hennar, og hikið hvarf. Spretturinn óslitinn áfram að barðinu, og í vetfangi lyl'ti hesturinn öllum fjórum fótunum og stóð uppi á barðinu, brokk- aði yfir það og áfram. Og sólin blikaði yfir iðandi æsku og lneysti. Ánnað sinn sá ég þennan sama liest stökkva fram al' barði fyllilega mannhæðar háu. Hann kom þá brokkandi yfir móa. Stúlkan, sem reið honum, uggði ekld að sér. „Gættu þín!“ kallaði einhver, en um leið stökk hesturinn öllum fótum jafn snemma fram af barðinu og stóð öllum fjórum fótum stöðugur niðri á jafn- sléttu. Stúlkau læygði höfuðið aftur á bak og brosti. Dökkjarpar flétturnar sátu á lendinni á gæðingnum, sem ln’okkaði áfram eins og allt væri sléttur vegur. Eg hef séð skjóttan hest á flug-stökki eftir þýfðum móa stökkva breiðan leysingarlækjar- farveg, halda stökkinu áfram yfir sléttan völl og það af svo mikilli ferð að ekki varð stöðvað, fyrr en hann hafði þrisvar reynt til að stökkva upp snarbratta, ókleifa brekku hinum megin vallarins. Eg hef séð vindóttan hest á skeiði. Hann var stór, en lá svo lágt niðri, að fætur reiðmannsins voru við jörðu. Það var likast og hann „fleytti kerlingar“ yfir foldina og tætti melinn upp undan fótunum. Ég hef séð marga fallega spretti hjá einum og tveimur og hjá heilum hópi liesta. Þó er mér einna ljósast í minni flótti margra hesta

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.