Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.04.1952, Blaðsíða 3

Dýraverndarinn - 01.04.1952, Blaðsíða 3
 CjU()rún Jjóhannicláltir jrá (álíitö&u D O F R I 1893 kom maðurinn minn, Sigurjón Sumar- liðason, heim frá Ameríku eftir fimm ára dvöl þar. Var þá Sumarliði, faðir hans, póstur milli Akureyrar og Staðar í Hrútafirði. Bjó hann að Ásláksstöðum í Kræklingalilið, skammt frá Akureyri. Kom maðurinn minn heim skömmu fyrir jól, nógu snemma til að fara jólaferðina fyrir föður sinn. Rakka átti Sumarliði, brúnflekkóttan að lit og stóran vexti. Var hann alltaf með í póstferð- um og þótti afbragðs duglegur. Fylgispakur var hann lestinni og yfirgaf liana aldrei, hvort heldur póstur var sjálfur með eða ekki. Þessa fyrstu ferð, sem Sigurjón fór, var rakkinn með, eins og venjulega. Þegar komið var að leiðarenda, til Staðar i Hrútafirði, og búið var að al'henda póstinn, fór fylgdarmaðurinn með liestana að Bálkastöðum, sem er næsti bær sunnan við Stað, og gisti þar. Dofri fylgdi lestinni að vanda, en maðurinn minn varð eftir á Stað. Um kvöldið situr hann i baðstofu ásamt heimilisfólki. Veit hann þá ekki fyrr til en Dofri er kominn inn á bað- slofugólf, gengur rakleitt þangað, sem hann situr, og leggst við fætur hans. Hvers vegna brá Dofri vana sínum og vfir- gaf lestina? Virtist honum þessi nýi félagi lik- legur til forystu? Vist yr, að margt bendir lil þess, að hann hafi hugsað eitthvað á þessa leið, þegar hann auðmjúkur og ótilkvaddur lagðist að fótum þessa nýja húsbónda: „Þér vil ég þjóna til æviloka.“ Dofri var merkilegt dýr sakir vitsmuna, dugnaðar og tröllatryggðar. Liðtækur var hann svo að af bar við rekstur hesta og kinda. Allóvæginn var hann við hesta, glefsaði í þá, þegar honum þótti við þurfa — hefur fundizt óhætt að narta í þessar risaslcepnur, en við kindur beitti liann aldrei tönnum. Þær voru lítihnagnar, senr ekki var sæmandi að beita hörku. Eitt sinn var maðurinn minn beðinn fyrir 20 hesta. Tók hann þá á Víðimýri i Skagafirði og áttu þeir að fara alla leið til Staðar. Var hann þá fylgdarmannslaus, en liafði Dofra. Hest- arnir voru afar óþægir í rekstri og átti Dofri fullt i fangi með þá. Vestur Langadalinn þutu þeir ýmist niður að á eða upp í fjallshlíðar. Dofri þandi sig eftir þeim, komst fyrir þá og kom þeim á veginn. Bóndi minn lcvaðst aldrei hafa séð önnur eins hlaup og í Dofra við þess- ar ólmu skepnur. Þessi darradans stóð þang- að til um kvöldið að sezt var að á Sveins- stöðum í Þingi. Furðu litla þreytu sá á seppa eftir þetta erfiða dagsverk, en mat sínum, sem hann fékk vel útilátinn, varð hann all- feginn. Svo rækilega þjarmaði Dofri að þess- um böldnu klárum, að þeir voru orðnir ljúf- ir sem lömb, þegar komið var vestur að Stað. Dofri hafði þá venju að stökkva upp á lend hestsins, sein pósturinn reið, þegar farið var yfir ár. Stakk hamn liöfði i handarkrilca hans

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.