Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.04.1952, Blaðsíða 10

Dýraverndarinn - 01.04.1952, Blaðsíða 10
24 DÍRAVERNDARINN heim að húsum og bæjum. FélagiÖ keypti, bæði í fyrra og núna, talsvert af fuglafóðri og fékk skólabörn til þess að gefa það. Þá hefur það einnig látið Jóni Steingrímssyni, Lækjargötu 7, í té nokkurt fóður til þess að ala önn fyrir dúf- um. Alls hefur verið greitt fyrir fuglafóður á reikningi þessa árs kr. 1174.80. En auk þess liefur félagið hvatt almenning til þess að gefa fuglunum. Bæði í fyrra vetur og núna hefur vikulega verið hvatning í blöðum bæjarins um það. Og s.l. vor birti stjórn félagsins smágrein i blöðum bæjarins, þar sem almenningi var ])ökkuð umhyggja fyrir smáfuglunum, en það var vitað, að mjög margir lögðu sig fram um að hlynna að þeim og kostuðu jafnvel miklu til þess. Jafnframt var í þessari grein varað við sinu- brennum að vorinu um varptímann og það at- hæfi fordæmt að ráðast að farfuglum, svo sem öndum og gæsum, með skotum, en að því munu hafa verið nokkur hrögð hér á hverju vori. Að öðru leyti hefur félagið litið unnið á rit- vellinum, og mætti e. t. v. vinna eitthvað meira á þeim vettvangi framvegis en hingað til. Vil ég i því sambandi minna á málgagn Dýra- verndunarfélags íslands, Dýraverndarann, hvort ekki væri rétt af félaginu að vinna að útbreiðslu hans meir en gert hefur verið. Sumum kann að finnast, að litið fari fyrir störfum Dýraverndunarfélags Akureyrar þetta ár. Sjálfsagt hefði það getað starfað meira og betur, en nokkurs virði mun þó þetta vera, sem hér er greint frá. Vil ég þar sérstaklega tilnefna björgun hestsins og undirbúning dýra- verndunarlaganna. Ég tel það sannmæli, sem gjaldkerinn (þ. e. Guðbrandur Hlíðar) okkar sagði eitt sinn við mig, að það réttlætti að fullu tilveru félagsins, ef þvi tækist að koma því til leiðar, að fullkomin dýraverndunarlög yrðu sett hér á landi, jafnvel þótt annað lægi ekki eftir það. Eiríkur Stefámson. Á síðasla aðalfundi félagsins var Jakob Karlsson gerður að heiðursfélaga. Form. gat ]iess í skýrslu sinni, að honum hefði verið til- kynnt það formlega skömmu síðar með þeim ummælum, að hann væri kjörinn heiðursfé- D ýraverndarinn Útgefandi: Dýraverndunarfélag Islands. Ritstjóri: Sigurður Helgason, Brávallagötu 12, Reykjavík. (Sími 5732). Afgreiðslu og innheimtu annast: Hjörtur Hansson, Bankastræti 11 (miðhæS), pósthólf 566, Reykjavik. Ber að senda honum andvirði blaðsins og tilkynn- ingar um nýja kaupendur. Prentaður i Félagsprentsmiðjunni h.f. lagi vegna margháttaðrar starfsemi í þágu dýraverndunarmálsins. Enn fremur er í skýrslunni getið nánar en hér kemur fram um björgun Iiestsins úr Jökul- dal við Tungnafellsjökul og tillögur þær um ný dýraverndunarlög, sem fram eru komnar að tilhlutun félagsins. Vegna þess, að Dýra- verndarinn hefur áður sagt frá þessu hvoru tveggja (7. thl. 1951 og 1. tbl. 1952) er því sleppt úr skýrslunni. Úr fundargerðinni. Meðlimir félagsins eru 114, þar af nær helm- ingur börn og unglingar. Á fundinum voru 1,3 nýir félagar teknir inn. Félagið á i sjóði kr. 6658,54, og var eigna- aukning á árinu kr. 4527,10, Guðbrandur Hliðar baðst undan endurkosn- ingu i stjórnina, þar sem hann er á förum af landi hurt til dvalar erlendis um skeið. 1 hans stað var kosinn Kjartan Ólafsson, bæjarpóst- ur. Stjórnina skipa nú: Eiríkur Stefánsson, kennari, formaður; Árni Guðmundsson, læknir, ritari; Kjartan Ólafs- son, póstur, gjaldkeri; Hannes J. Magnússon, skólastjóri og sr. Pétur Sigurgeirsson, með- stjórnendur. Varaformaður er Sigtrvggur Þor- steinsson. Að loknum aðalfundarstörfum flutti form. ])átt um íslenzka hestinn. Þá flutti Sigrún Páls- dóttir (12 ára) kvæðið Fákar eftir Einar Bene- diktsson. Eftir ]>að sagði Stefán Steinþórsson sögur af hesti, sem hann átli eitt sinn. Að lok- um flultu þrjú börn (Hugrún Steinþórsdóttir, Atli Örn Einarsson 12 ára, og Grétar Einars- son 10 ára) kvæði um liesta. Síðasta atriði fundarins var stutt kvikmynd af dýrum, (Samkv. lieimild frá form. félagsins).

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.