Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.04.1952, Blaðsíða 4

Dýraverndarinn - 01.04.1952, Blaðsíða 4
18 DYRAVERNDARINN og sat fyrir aftan hann yfir ána, en póstur- inn hélt handleggnum þétt að hálsi rakkans, svo að hann væri stöðugri í sessi. En einu sinni tókst illa til. Sigurjón reið ólmum fjörhesti. Rétt áður en lagt er út í á eina, hendir seppi sér upp á lend liestsins, eins og venja hans var. En Ljóma, svo var klárinn nefndur, varð ekki um sel að fá þennan slöttólf á aft- urhluta líkama sins. Hann varð óður, og í átökunum við hestinn losnaði handleggur póstsins af hálsi Dofra, þegar út í miðja á var komið, og hann féll í ána. Það voru ónota- leg viðbrigði að falla af mjúku og hlýju hæg- indi niður í jökulkalt vatnið, en seppi var ekki með heilabrot um það. Hann tók hraustleg sundtök og lenti hinum megin árinnar jafn- snemma og póstur og lestin öll. Eitt sinn fékk Dofri góða bakþúfu. Sem oftar var ferðamaður samferða pósti. Þeir voru komnir niður að á, sem fara átti yfir. Aðlíðandi halli var að ánni. Róndi minn sat á hesti sínum fremst á bakkanum, en sam- ferðamaður hans var örlítið ofar, og Dofri sá sér leik á borði. Það var léttara að stökkva upp á lend þess hestsins, sem ofar stóð í brekkunni, og var hann ekki seinn á sér að vippa sér á bak fyrir aftan ókunna mann- inn, sem varð hvumsa við. En lengi stóð Dofri þar ekki við. 1 hendingskasti var hann kom- inn þangað, sem hann ætlaði sér, og stakk höfði ánægður í handarkrika húsbónda síns. Eitt sinn að sumarlagi fór Sumarliði, tengda- faðir minn, póstferðina. Maðurinn minn var heima við heyvinnu. Samferða Sumarliða í þetta sinn var Jón Hjaltalín skólastjóri á Möðruvöllum. Við morgunverðinn á Asláks- stöðum kepptust þeir um það, Hjaltalín og Sumarliði, að miðla Dofra af matborðinu. Dofri átti að vera með i ferðinni, eins og vandi var. Þeir lögðu síðan af stað og fóru eins og leið liggur vestur Öxnadal og náttuðu sig um kvöldið í Bakkaseli. Um morguninn, þegar þeir eru að leggja upp á öxnadalsheið- ina, breytir Dofri skyndilega stefnu. Hann Iileypur niður dal í áttina heim. Það gildir einu, þótt Sumarliði kalli í hann. Hann herðir hlaupin æ því meir. Hann hirti ekki um að fara lagða leið, en hljóp beint af augum stytztu leið niður dalinn og yfir fjallið. Kom hann beint niður að Ásláksstöðum. Þegar bóndi minn er nýkominn út til sláttar um morguninn, sér hann til ferða Dofra. Þegar rakkinn er kominn allnærri honum, leggst hann á kviðinn og skríður að fótum húsbónda sins, sem segir allbyrstur: „Hvað hefur þú nú gjört, Dofri?“ En langa skammaræðu gat hann ekki haldið yfir seppa sínum. Hann bevgir sig niður, klappar honum og talar til lians vingj arnlega. Og aldrei kvaðst hann gleyma gleði og feginleik rakkans, þegar hann fann, að honum var fyrirgefin yfirsjónin. Þess má geta, að þessi leið, sem Dofri fór á ótrú- lega skömmum tíma, er 50 lcm, sé þjóðvegur- inn farinn. Eitt sinn, er maðurinn minn var að koma úr póstferð, þurfti hann að koma skilaboðum til föður sins að Ásláksstöðum. Á Moldhauga- hálsi hripaði hann erindið á blað, festir ])að með bandi um háls Dofra og segir: „Dofri minn, farðu með þetta heim.“ Seppi beygir þegar út af veginum, bleypur skemmstu leið inn mýrar, og miðanum kom bann til skila fljótt og vel, en pósturinn hélt með lestina inn veg til Akureyrar. Þess skal getið, að Dofri fylgdi manni minum ætíð til Akureyrar og beið, meðan pósti var skilað. Enginn efi leikur á því, að Dofri skildi fyrirmæli húsbónda síns. Þegar elli færðist yfir Dofra, varð hann lasburða og gigtveikur. Maðurinn minn gat ekki horft á hann farlama og fól góðri skyttu að veita honum síðustu þjónustu. Sjálfur brá hann sér að heiman. Um kvöldið, þegar heim kom, saknaði hann vinar í stað. Vr brefi til ritsijóraiis. Ég vil sérstaklega þakka þér fvrir greinina Glæpur og refsing í októberhefti Dýravernd- arans (árg. 1951). Ég hef oft heyrt sagt frá þessu máli, en mér var ókunnugt um dóins- niðurstöður. Annars líkar mér blaðið vel, en þó hefði það þurft að aukast og eflast. Eiríkur Stefánsson, form. Dýrav.fél. Akureyrar. iiíll

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.