Dýraverndarinn - 01.04.1952, Qupperneq 5
DYRAVERNDARINN
19
Ratvís hestur.
Veturinn 1916 var mikill snjóavetur frá árs-
byrjun og fram á vor og þar af leiðandi oft
vont að ferðast.
Áður greindan vetur, þann 13. febrúar kl. 6
síðdegis, lagði ég af stað frá Neðra-Ási í Iljalta-
dal til Ásgeirsbrekku í Viðvikursveit og var
ferðin gerð til að sækja ljósmóður, er þá sat í
Ásgeirsbrekku. — Vegalengd þessi mun vera
um 7—8 km. Fönn var mikil, hestfæri vont,
ófærðin milli hnés og kviðar eða kafhlaup.
Norðaustan stórhríð var á og fannkoma.
Ég Ir.gði af stað frá Neðra-Ási i ferðina með
tvo liesta og kom við í Viðvík. Viðvík er næsti
hær vestan Hjaltadalsár og var þá prestsetur.
Sat þar þá séra Guðhrandur Björnsson, síðar
prófastur. Ég vissi, að séra Guðhrandur átti
ratvissan liest, gráan að lit, er kallaður var
Kjarvalingur, — ættaðan frá Kjarvaldsstöðum
í Iijaltadal. —
Ég var fylgdarmaður séra Guðhrandar um-
ræddan vetur og þar af leiðandi þekkti ég hest-
inn vel, ekki sízt þar sem prestur notaði hann
vanalega í vetrarl'erðir. Ég bað nú prest að
lána mér hestinn í feröina og var liann vel-
kominn.
Unglingspiltur, 11 eða 12 ára, var í Viðvik og
vildi prestur, að hann færi með mér, þar sem
ég hafði þrjá liesta, og varð það úr, að drengur-
inn færi með.
1 Viðvík lagði ég lmakk minn á Kjarvahng,
en teymdi rauðblesóttan liest, er ég átti sjálfur.
Drenginn setti ég upp á rauðskjóttan hest,
þriðja hestinn, sem við höfðum.
Kveð ég svo síra Guðbrand og legg af stað
út í stórhríðina í nafni drottins — áleiðis til
Ásgeirsbrekku með þrjá hesta og óþroskaðan
dreng sem ferðafélaga. Taumana á Kjarvaling
lét ég liggja lausa fram á makka og henti hon-
um svo beint vestur frá Viðvík, þá leið, er
við prestur vorum vanir að fara til Hofsstaða
og Rípur (það eru kirkjustaðir). Hesturinn liélt
áfram óhikað, unz hann allt í einu snar stanzaði
og þykist ég þá vita, að hann sé kominn vestur
að svokölluðu Dalagili. Fór ég þá af baki og
kannaði fyrir mér, en sá ekkert frá mér. Tók
ég nú það ráð að reka liann á undan mér, því
ckki vildi ég snúa honum neitt frá því liorfi, er
hann var i, ef hann skyldi vera á réttri leið.
Kjarvalingur heldur hiklaust áfram og yfir
illfært kafhlaup, sem var eitthvað um fjórar
hestslengdir. Þóttist ég nú vera viss um, að
þetta væri Dalagilið.
En allt í einu stanzar hesturinn við gamlar
heitarhúsatóttir frá Mikla-Hóli. Þá þekkt ég mig
og vissi, að við vorum á réttri leið. Þarna var
ævinlega farið á veturna. Ég stanzaði augna-
hlik við tóttirnar, en þá hnippti Kjarvaling-
ur i mig með hausnum og litur svo heint fram
í hríðina. Þóttist ég þá vita, að hann væri að
tilkynna mér, að við værum á réttri leið. Sté
ég svo á bak honum, klappaði honum og talaði
við hann. Bað ég hann að stefna heint að hæn-
um í Enni, því að þar lá leiðin um túnið. Reið
ég svo af stað og fór svo hart sem ég gat, og
mátti ég hafa slerkar gætur á drengnum, sem
vart íylgdi mér eftir. Þannig héldum við ferö-
inni áfram og þykir mér vera orðið langt að
Enni. En þá allt í einu er blessaður hesturinn að
fara inn fyrir túnhliðið, og það þótti mér vænt
um. Fór ég svo sem leið liggur um lilaðið á
Enni og út uni túnliliðið neðan við bæinn. Er
ég var kominn dálítið niður fyrir hliðið, að mér
fannst, tók ég ofurlítið í vinstri taum á hest-
inum og sveigði hann í þá átt, sem mér fannst
stefan á Ásgeirsbrekku vera. En eins og menn
vita, sem kunnugir eru þar, er nokkuð langi
frá túnhliðinu í Enni og upp að Ásgeirsbrekku,
því að bærinn stendur svo liátt uppi við fjallið.
Allt er í fangið og erfitt að i’ata þangað í stór-
hríð og náttmyrkri.
Nú henti ég Kjarvaling, hað hann í öllum
hænum að taka Ásgeirshrekku og lierði svo á
sem mest ég get, því að mér fannst ég vera
húinn að vera svo lengi á leiðinni, og innan
stundar er Ásgeirsbrekku náð. Þá lofaði ég
guð fyrir að vera kominn á leiðarenda, klapp-
aði klárnum og kyssti hann fyrir ratvísina og
sagði við hann, að nú væri hann viss um leið-
ina heim aftur í kvöld.
Stutta stund stóð ég við í Ásgeirsbrekku.
Ljósmóðirin var fljót að húa sig til ferðar,