Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.04.1952, Síða 6

Dýraverndarinn - 01.04.1952, Síða 6
20 DÍRAVERNDARINN Sig. Sigurðsson, Efra-Ási, og Jarpur, einn af hans mörgu og góðu hestum. liaí'ði allt tilbúið til fararinnar. Ég sagði manni hennar, að nú yrði haun að fara með mér, ekkert vit væri að sleppa mér einum með drenginn og konuna út í stórhríðina og nóttin færi í hönd. En hann svaraði því til, að úr þvi að ég hefði haft mig hingað, mundi ég hafa mig til baka, og hesturinn mundi l'inna förin sín. Þetta þótti mér ekki gott svar, þó ekki fengist ég um það. Drakk ég svo kaffi i bæjar- dyrum, þakkaði fyrir mig og kvaddi. Lagði ég svo af stað heim, reið sjálfur fyrir á Kjarval- ing, hafði Ijósmóðurina næst mér og drenginn síðastan. Bað ég svo drenginn um fram allt að fylgja mér vel eftir. Þóttist ég vita, að hestur- inn læri eftir slóðinni, því að hann var svo létt- ur í spori og ákveðinn. Fór ég nú sem mest ég mátti og var hvergi smeykur, enda ekki kjark- laus á þeirn árum. I Viðvík var ljós látið loga í kirkjuturninum og klukkum ákaft hringt mér til leiðbeiningar, sem ég þó livorki heyrði né sá, fyrr en ég var kominn þar í hlað, en þar lá leið mín um sem áður. Kl. hálf-ellefu var ég kominn heim að Neðra- Ási með ljósmóðurina og í tæka tíð. Ég held, að það sé fullsannað, að Kjarvalingur hafi skilið mál mitt, eins og maður, og svo mun vera um fleiri hesta. — Eftir þessa ferð þótti mér fjarska vænt um Kjarvaling, en nú er hann fallinn frá fyrir löngu. Eftir þetta fór ég líka að veita hestum * I dagrenning V ORL J ÓÐ. Enn þá laugar landið kalda Ijóssins máttur — hár og skær, tállaus hljómar tónsins alda, tunga vors, er málið fær. ísatjöld að tötrum verða, tökin hlýju reynast sterk. Krafti snýr til góðra gerða gróðurmagnsins sigurverk. Roðinn baðar bleikar kinnar, blána fjöll og Ægistún. Geislans magn fer óðum innar, ört því hækkar dagsins brún. Frjóu moldarfræin nærast, fæðast bráðum grösin smá. Vorsins skæru vængir bærast, vikna tindafjöllin blá. Ó s k ar M. Ólafsson frá Hagavik. Sumardagurinn fyrsti Glóir hjálmur, glampa sverð, glitrar skjöldur fagur — riddari er á fleygiferð, fyrsti sumardagur. Sumardagur sína mey sólbráð hefur nefnda. Ef þau boða þíðu og þey, þá er skammt til efnda. Vor úr sinni rekkju rís reynir að faðma daginn, er sólarljós og silkidís sendir inn í bæinn. G u ð m. Friðjónsson. (Úr Sumardagurinn fyrsti í IívæSi.) meiri eftirtekt en áður, því að margan hestinn hef ég átt um ævina og suma miklum kostum búna og ratvísa. Og víst er það, að yfirleitt sýna mennirnir hestum sínum ekki eins mikinn sóma og þeir eiga skilið. (Jan. 1952).

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.