Dýraverndarinn - 01.04.1952, Page 8
22
DíRAVERNDARINN
íslenzk lög og reglur um meðferð dýra.
Hér á landi, eins og hjá öðrum siðuðum þjóð-
um, hafa lög verið sett og reglur verið gefnar
til að tryggja góða og mannúðlega meðferð
á dýrum. Sumpart miðast þessi löggjöf fyrst og
fremst við hagsmuni þeirra, sem eiga dýrin
og lifa af afurðunum, sem þau láta i té. Er
slíkum hagsmunum vanalega því betur borgið
sem betur er með dýrin farið. Á hinn bóginn
er löggjöfin til orðin af mannúðarástæðum,
beinlínis vegna dýranna sjálfra, eða með öðr-
um orðum þeim til verndar. Hvort heldur sem
er stuðlar löggjöfin að betri meðferð á dýr-
um en vera mundi án hennar.
Lög og reglur af þessu tagi, sem gilda hér
á landi, eru hvergi til prentuð í heild. Hefur
það margsinnis komið sér illa, þvi að allir,
sem dýraverndunarmálefnum sinna, og aðrir,
sem vilja stuðla að sæmilegri meðferð á dýr-
um, þó að þeir láti þessi málefni að öðru leyti
afskiptalaus, þurfa iðulega á þvi að halda að
vita með vissu, hvað eru lög í þessum efnum,
og verður þá oft tafsamt að afla öruggra upp-
lýsinga um það. Slíkar upplýsingar geta líka
verið vandfengnar af ýmsum öðrum ástæðum.
Dýraverndarinn mun nú leitast við að bæta
úr þessum vandkvæðum eftir föngum með þvi
að birta í heild öll gildandi ákvæði í íslenzk-
um lögum og reglur, sem snerta mannúðlega
meðferð á dýrum á einn eða annan hátt. En
með því að blaðið á ekki kost á lögfræðilegri
aðstoð, er ekki tekin ábyrgð á því, að öll kurl
komi til grafar. Mikil brögð munu samt ekki
verða að því.
Ákvæði þessi eru öll til samans allmikið
mál, og verður efninu skipt í kafla eins og
hér segir:
I. Lög um dýraverndun.
II. Reglur um aflífun húsdýra, slátrun bú-
penings og um fuglaveiðar o. fl.
III. Lög og reglur um forðagæzlu og fóður-
hirgðafélög. (Úr reglugerð um búfjár-
rækt.)
IV. Lög um útflutning hrossa.
V. Reglugerð um útflutning hrossa og er-
indisbréf fyrir umsjónarmenn.
VI. Lög um gelding liúsdýra.
VII. Ýmis ákvæði.
Friðunarlög, s. s. lög um friðun fugla, hrein-
dýra o. fl., snerta líka dýraverndunarmálið og
mun hlaðið einnig hirta þau, áður en langt
um líður.
I. KAFLI.
Lög um dýrauerndun.
1. gr.
Sá, sem gerir sig sekan um illa meðferð á
dýrum með því að ofhjóða þoli þeirra, með
vanhirðu eða á annan liátt, skal sæta sektum
eða varðlialdi. Hafi misþyrming átt sér stað,
má beita fangelsi allt að einu ári.
2. gr.
Frá 1. október 1917 skulu allir þeir, sem
skepnur eiga, hafa næg hús fyrir þær allar.
Rrot gegn þessu ákvæði varða sömu viðux-lög-
um, sem brot gegn 1. grein.
3. gr.
Ráðuneytið setur reglur urn aflifun allra
húsdýra, slátrun búpenings og um fuglaveið-
ar, svo og um rekstur og annan flutning inn-
anlands á sauðfé til slátrunar og á sauðfé og
lirossum til útflutnings, og einnig meðfei-ð á
hrossun í brúkun. Skal það gert með reglu-
gerð, sem jafnframt ákveður sektir fyrir brot
á slíkum reglum.
4. gr.
Með hrot gegn lögum þessum skal farið, sem
opinber lögreglumál.
II. K AFLI.
Reglur um aflífun húsdýra, slátrun búpenings
og um fuglaveiðar, svo og um meðferð á
sauðfé og hrossum að ýmsu leyti.
Samkvæmt lögunx nr. 31 frá 19. júní 1922,
um breytingu á lögum um dýraverndun, 3. nóv.
1915, eru settar eftirfarandi reglur um aflif-
un húsdýra, slátrun búpenings, aftöku ali-
fugla og unx fuglaveiðar, svo og um meðferð
á sauðfé og stórgripum að ýmsu leyti.