Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.03.1953, Blaðsíða 7

Dýraverndarinn - 01.03.1953, Blaðsíða 7
DÝRAVE RN DARINN 15 Frumvarp til dýravemdunarlaga. Veturinn 1950 vakti Guðbrandur Hlíðar, dýra- læknir, máls á því í fyrirlestri, er hann hélt í Dýraverndunarfélagi Akureyrar, hver nauðsyn væri að samið yrði frumvarp til dýravemdunar- laga hér á landi, því hvergi væri hægt að finna í íslenzkum lögum neina samfellda löggjöf um dýraverndun. Var máli þessu vel tekið og hon- um falið að semja slíkt frumvarp. Tók hann að sér að semja frumvarpið og hafði til hlið- sjónar dýraverndunarlöggjöf Norðurlandanna, auk þess, sem fannst í íslenzkri löggjöf um þessi efni. Sumarið 1951 mæltist Dýraverndunarfélag Akureyrar til þess, að Dýraverndunarfélag Is- lands ásamt Dýralæknafélagi Islands gerðust flutningsaðilar að frumvarpinu til að koma því á framfæri til flutnings á Alþingi. Stjórn Dýra- verndunarfélags Islands samþykkti að gerast að- Ui, og á aðalfundi Dýralæknafélags Islands, sem baldinn var í byrjun september 1951, var ein- róma samþykkt að gerast aðili að frumvarpinu, °g mér falið að koma því á framfæri við mennta- wiálaráðherra. Nokkrum dögum síðar fór ég á fund menntamálaráðherra, herra Björns Ólafs- sonar, reifaði málið og mæltist til þess, að hann tæki frumvarpið að sér og léti flytja það á Alþingi sem stjórnarfrumvarp. Tók ráðherra lið- fega í málaleitun þessa og hét að láta flytja frumvarpið á Alþingi, þegar athugun hefði farið fram á því í ráðuneytinu. Þegar ekki bólaði á frumvarpinu á næsta Alþingi, undir þinglok, spurðist ég fyrir hjá ráðherra, hverju það sætti, en svarið var, að enn hefðu lögfræðingar ráðu- neytisins ekki lokið athugunum sínum. Þann 5. nóvember sendi félagsmálaráðuneytið mér til athugunar og umsagnar bréf, er því hafði borizt f^á Alþjóðasamtökum um dýraverndun, dags. 18. sePtember s.l., ásamt frumvarpi að lögum um dýraverndun (Draft of Uniform Universal Legis- fstion for the Protection of Animals), sem ósk- er eftir að íslenzka ríkisstjórnin taki til at- bugunar og fyrirmyndar við setningu laga um dýraverndun. Að sjálfsögðu athugaði ég frum- varp þetta gaumgæfilega og mælti með því í nmsögn minni til ráðuneytisins. Þóttist ég sjá, að hér væri á ferð merkilegur og mikilvægur stuðningur við okkar málstað og málsókn. Ekk- ert hefur samt komið fram í þessu máli á Al- þingi því, sem nú er að ljúka, en kemur von- andi fram á næsta Alþingi. — Fjárflutningamir. 26. sept. 1951 kærði Ingólfur Rtuiólfsson, kenn- ari á Akranesi, yfir því, að fé, sem væri flutt frá Vestfjörðum til Akraness kæmi þangað sjó- hrakið, en væri sett í rétt eða hús, er í land kæmi úr bátunum, og haldið þar í svelti þar til dregið væri í sundur. Sneri ég mér til fram- kvæmdarstjóra sauðfjárveikivarna, en hann stóð fyrir þessum flutningum, og spurðist ég fyrir um það, hvort ekki væri hægt að reka féð á afgirt graslendi þar til dregið yrði i sundur. Lof- aði framkvæmdarstjórinn,að það skyldi athugað og gert, ef hægt væri. Upp frá því var féð rekið á gras. Á síðastliðnu sumri sneri Dýravernd- unarfélag Akureyrar sér til Dýraverndunarfélags Islands og bað það að hlutast til um, að fé að norðan, sem flytja átti að haustinu suður í Ár- nessýslu, yrði ekki flutt suður Sprengisands- leiðina, því bæði væri hún of löng milli byggða og hættuleg. Sneri ég mér til framkvæmdar- stjóra sauðfjárveikivarna, og ræddi málið við hann. Tjáði hann mér, að ekki mundu fjárflutn- ingar fara að þessu sinni um Sprengisand, heldur suður byggðir í Borgarfjörð, þar yfir Uxahryggi á Þingvöll. Þess var farið á leit við félagið, að það fengi lögreglu til eftirlits með flutningunum og athugun á líðan fjárins, þegar á Þingvöll kæmi. Fór ég fram á það við lögreglustjóra Reykjavíkur, að hann legði lögregluþjón til þessa eftirlits og þá helzt Skúla Sveinsson, sem væri um leið fulltrúi Dýraverndunarfélagsins, enda í stjórn þess. Tók lögreglustjóri vel í þessa mála- leitun og lét Skúla Sveinsson fara, en hann tók Ásgeir Einarsson, dýralækni, með sér til þessa eftirlits. Var þessi ráðstöfun vel séð og vel af hendi leyst. Hvolpadrápið í Dölum. Þ. 15. marz 1951 var ég fenginn til að hlusta á framburð gamallar konu úr Hörðudal í Dala- sýslu, en hún var stödd þennan dag hjá venzla- fólki sínu í Vogahverfi í Reykjavík. Sagði kon- an svo frá, að Guðmundur Ásmundsson, bóndi á Krossi í Haukadal, ætti skozka tík í vörzlu hjá dóttur sinni, sem byggi með kærasta sínum

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.