Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.04.1953, Síða 8

Dýraverndarinn - 01.04.1953, Síða 8
24 DÝRAVERNDARINN mikið, jafnvel þó að það sé aðeins miðað við dýrin. Þetta með ratvísina sannar ekki neitt, því að við vitum um enn þá ratvísari dýr. Og hvernig er hægt að fullyrða þetta afdráttarlaust og með fullri vissu? Vitanlega er það ekki hægt. Til þess yrðu menn að hafa nákvæma þekkingu á vits- munalífi dýranna yfirleitt. Að vísu hafa menn öðlazt mikla og merkilega þekkingu á þessu sviði, en nákvæm er hún ekki, og ,,gátan mikla“ er óráð- in enn, eins og áður er sagt, hvað sem siðar kann að verða. Staðhæfing af þessu tagi getur því ekki verið á fullnægjandi rökum byggð. -— Hvort sökin er í þessu tilfelli hjá höfundi greinarinnar eða þýðanda, skal ósagt látið. 1 ónákvæmri þýð- ingu getur ágizkun hæglega snúizt í fullyrðingu. „Hundurinn hlustar“. Allir vita að húsdýr okkar skilja sumt af því, sem talað er við þau. Það má líka telja víst, að sum þeirra að minnsta kosti skilja eitthvað af því, sem þau heyra okkur segja, og margt virðist benda til þess, að þau skilji okkur betur en flestir halda. — Annars greinir menn mjög á um það, hvað hugsanlegt sé, að skilningur dýranna á mann- legu máli og hugtökum geti orðið víðtækur, hvort hann sé aðeins bundinn við óverulegt brot af því, sem þau heyra og sjá, eða hvort þau hafi sæmi- legt yfirlit, geti sett eitt í samband við annað og hugsað rökrétt. Og til þess nú, að efnið verði ljósara og von- andi skemmtilegra, koma hér fáeinar hundasög- ur til athugunar. Toppur og borðið. Kona nokkur átti hund, sem Toppur hét. Þeg- ar hún gaf honum bein að naga, voru þau jafnan bæði stödd í eldhúsinu, og hún hafði vanið hann á að liggja undir borði, sem stóð þar, meðan hann var að naga það. „Borðið, Toppur!“ var hún vön að segja um leið og hún rétti honum beinið. Þá tók hann það milli skoltanna og fór á sinn stað. Dag einn komu börn í heimsókn til konunnar. Toppur var hjá þeim inni í setustofunni, labbaði um gólfið á milli þeirra og sníkti hjá þeim bréfin utan af sælgætinu, sem þau voru að borða. Svo kom húsmóðirin inn, og þegar hún tók eftir því, hvað Toppur hafðist að, vildi hún ekki, DÝRAVERNDARINN Útgefandi: Dýraverndunarfélag fslands. Eitstjóri: Sigurður Helgason, Brávallagötu 12, Reykjavík. (Sími 5732). Afgreiðslu og innheimtu annast: Hjörtur Hansson, Bankastræti 11 (miðhæð), pósthólf 566, Reykjavík. Ber að senda honum andvirði blaðsins og tilkynn- ingar um nýja kaupendur. PrentaC"'r í Prentsmiðju Jóns Helgasonar. L__________________________________________J að hann væri lengur þarna inni hjá börnunum og sagði: „Borðið, Toppur“. Bjóst hún við, að hann færi þá fram í eldhúsið og legðist þar undir sitt venjulega borð með feng sinn, en í stað þess vék hundurinn sér í skyndi að litlu skápborði, sem stóð þarna í stofunni, tróð sér með miklum erfiðismunum inn á milli lappanna á því, lagðist þar og fór að sleikja bréfin. Það leit því út fyrir, að hundurinn legði sömu merkingu í orðið borð og við mennirnir, tæki það sem sameiginlegt heiti á þessum sérstöku hlutum, en setti það ekki aðeins í samband við eldhúsborðið. Þegar maðurinn, sem skrásetti þessa sögu, frétti þetta, fékk hann konuna til að koma með hund- inn í rannsóknarstofu sína. Toppur fékk bein að naga, og við það að heyra hina venjulegu skip- un, skreið hann undir eitt af borðunum í rann- sóknastofunni. Síðan endurtóku þau tilraunina hvað eftir annað og létu Topp hafa margs konar borð, stóla, bekki og fleira um að velja. I hvert sinn fór Toppur inn undir það borðið, sem næst honum var, aldrei undir stól eða bekk né heldur á einhvern afvikinn stað í herberginu til dæmis bak við skáp eða út í eitthvert hornið. Nokkrum vikum seinna var konan á gangi úti á landareigninni i grennd við hús sitt og Toppur með henni. Þá gróf hann upp gamalt bein, sem hann hafði geymt sér þarna. „Borðið, Toppur“, sagði hún óvart, en hundurinn þaut óðara af stað, eins og fætur toguðu, og hvarf inn í runna við fjærstu takmörklandareignarinnar. Konanelti hann, og þegar hún kom að runnanum, sá hún, hvar Toppur lá inni undir gömlu garðborði í óða- önn við að naga bein sitt. (Meira síðar). S. H.

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.