Dýraverndarinn - 01.02.1954, Side 8
4
DÝRAVERNDARINN
Dýralæknir og hjálparlið hans við uppskurð.
sem áður, þar til svæfingarlyfið sviftir þá með-
vitund.
En skjaldbökurnar eru áreiðanlega hægustu og
hljóðustu sjúklingar, sem til eru í heiminum. Á
dýraspítalanum við Emdrúpsveg hafa verið skjald-
bökur með drep í fótum, veik augu og ígerð undir
skildinum, en alltaf er sama kyrrðin yfir þeim,
hverju sem fram vindur.
Ljón hafa líka verið á þessum spítala. Fyrst
var það 4—5 mánaða gamall Ijónshvolpur, sem
var þar í fóstri. Hann var góður og glaðlyndur
og lék sér með mestu ánægju við jafnaldra
schefferhvolp. Svo kom fullorðið Ijón vegna blóð-
eitrunar, en þjálfari þess eða temjari var látinn
vera hjá því á spítalanum.
Yfirleitt eiga dýrin við sams konar eða svipuð
veikindi að stríða og við mennirnir. Sumir algeng-
ustu sjúkdómarnir meðal okkar eru líka með þeim
algengustu hjá þeim, til dæmis bólga í tannholdi,
tannpína o. fl.
VI.
Sú skoðun hefur rutt sér mjög til rúms á síð-
ari árum meðal lækna, að hollast sé fyrir sjúkl-
inga að fara sem fyrst á kreik eftir skurðaðgerðir,
og nú á tímum mun vera farið eftir þessari kenn-
ingu á flestum mannasjúkrahúsum. Sama er að
DÝRASPÍTALINN
við Emdrúpsveg í Kaupmannahöfn er elzta
og merkasta stofnun á sínu sviði á Norður-
löndum — tók til starfa 1915. Síðan hefur
starfsemi hans aukizt jal'nt og þétt, einkum
fyrstu 10 árin, verksvið hans víkkað og við-
fangsefnin orðið fjölbreyttari. — Upphaflega
hafði hann sjúkrarúm fyrir 60 dýr — nú 125.
Sérstakri efnarannsóknarstofu var fljótlega
komið upp, og smám saman hefur verið bætt
við hann mörgum einangruðum deildum
vegna næmra sjúkdóma.
Árið 1950, þegar dýraspítalinn átti 35 ára
afmæli, höfðu rúmlega 50 þúsund veik dýr
notið þar hjúkrunar og Iæknishjálpar. —
Þeirri reglu hefur undantekningarlaust verið
fylgt í þessari stofnun að láta engan, sem
leitað hefur á náðir hennar, synjandi burtu
fara, þó að greiðsla fyrir veitta hjálp væri
ekki væntanleg.
segja, þar sem sjúklingarnir eru dýr. Strax á 1.
degi eftir uppskurði eru dýrin nær því undan-
tekningarlaust risin á fætur aftur, jafnvel eftir
meiri háttar aðgerðir t. d. stóra magaskurði.
Á dýraspítalanum eru tvær skurðstofur. Sú,
sem venjulega er notuð, er ekki sérlegra stór, enda
eru það oftast fremur lítil dýr, sem tekin eru til
uppskurðar. Hin er stærri og höfð fyrir stór dýr.
Meðal þeirra er hesturinn algengasti sjúklingur-
inn.
Á undan skurðaðgerðum munu flestir læknar
láta sjúklingana fá róandi lyf, hvort sem það eru
menn eða dýr, og það er ekkert smáræði, sem
þarf af slíkum lyfjum handa stóru dýrunum. Ein-
um hesti til dæmis nægir ekki minna en 800—
1200 cg. af phenemal. Þess má geta til saman-
burðar að í tveimur til þremur venjulegum phene-
maltöflum (lúminalettum) er aðeins l1/^ cg.
Á daginn eru hundarnir látnir fara út í garð-
inn við sjúkrahúsið, ef þeir hafa heilsu til þess,
og þegar þangað kemur, hlífa þeir ekki raddfær-
unum. Þarna gjamma þeir og spangóla af öllum
lífs- og sálarkröftum og reyna að yfirgnæfa hvern
annan með hávaðanum til að vekja sem mesta
eftirtekt á sér. Svona geta þeir látið þangað til
þeir verða svo hásir, að þeir geta engu hljóði
upp komið.