Dýraverndarinn - 01.02.1954, Page 9
DÝRAVE RNDARINN
5
biðherbergi
dýralækningastofunnnr við Nansensgötu i
Kaupmannahöfn, þar sem dýrum í eigu fá-
tækra er veitt ókeypis læknishjálp. Læknar
dýraspítalans vinna einnig við þessa stofnun,
en Dýraverndunarfélag Danmerkur greiðir
kostnaðinn og hefur nú staðið straum af ]>ess-
ari starfsemi í 58 ár. — Þegar stofnun þessi
var 50 ára, höfðu rúml. 45 þúsund dýr fengið
þar læknishjálp og 85 þúsund vitjanir og við-
töl átt sér stað.
BiÖstofa.
Dýr í Kaupmannahöfn, sem þarfnast læknis-
hjálpar, þurfa ekki að fara á mis við hana, þó
að eigendum þeirra sé fjárhagslega um megn að
greiða kostnaðinn. Dýraverndunarfél. Danmerk-
ur, sem áður er nefnt, hefur komið á fót og starf-
rækir dýralækningastöð við Nansensgötu í Kaup-
ntannahöfn, þar sem dýr í eigu fátækra geta feng-
>ð ókeypis læknishjálp.
Eitt sinn kom gömul kona þar inn í biðstof-
una og hélt á einhverju undir svuntu sinni. Það
var hamstur, sem hafði meiðzt mjög illa. Þetta
er lítið dýr — um 20 cm á lengd — og vegna
þess, hve þau eru smávaxin, er þeim hætt við slys-
um t. d. að menn stígi ofan á þau í ógáti og því
um líkt. Þau þjást líka oft af næringarskorti,
vegna þess að fæða þeirra verður að vera dálítið
serstök, en eigendunum er oft og tíðum alger-
^ega ókunnugt um það. — Þetta eru nagdýr, sem
lifa mest á korni, þar sem þau eru frjáls úti í nátt-
urunni, og þar af leiðandi þarfnast þau mikils B-
vítamíns.
Næsti sjúklingur var slétthærð og grannvaxin,
falleg og vel hirt tík. Eigandi hennar var líka
eldruð kona. Sjúkdómsgreiningin var ekki vanda-
som — umfangsmikil ígerð í magavöðvunum
uftan til.
Hér var ekki nema um eitt að gera. Tíkin var
°rðin 12 ára gömul og dagar hennar hlutu að
Vera taldir innan skamms hvort sem var. Hér
hlaut leiðir að skilja, og það var átakanleg sjón
að sjá gömlu konuna kveðja hundinn, sem hafði
verið förunautur hennar og félagi öll þessi 12
ár. Loks gat hún samt harkað af sér og farið.
— Skot úr skammbyssu, sem er sérstaklega gerð
til þessara nota, eða innsprauting í æðakerfið,
er aflífunaraðferð dýralæknanna.
vn.
Hér á landi (í Danmörku) vilja flestir vera
góðir við dýrin. Eigi að síður eru til dæmi þess
meðal okkar — og þau meira að segja mikils til
of mörg, að menn fari illa og ómannúðlega með
þau. En að jafnaði mun það fremur vera hugs-
unarleysi manna að kenna en illum ásetningi.
Sem dæmi má nefna þann algenga leik barna
— og fullorðinna raunar líka, að smeygja gúmmí-
böndum eða teygjum utan um háls á hundum,
trýni, löpp eða skott. Nú fer oft svo, að teygjan eða
bandið gleymist á hundinum, og þá er honum
mikil hætta búin, ef hann nær því ekki af sér.
— Ef til vill verður gleymskan ekki uppvís, fyrr
en farið er að grafa undan teygjunni. Sé ígerðin
mikil er fullkomin hætta á ferðum, og þá má
búast við því, sem er enn verra — blóðeitrun.
Sá, sem aldrei hefur átt neitt dýr, sem hon-
um hefur þótt vænt um, á ef til vill bágt með
að skilja, hvernig það má ske, að fólk taki svo
miklu ástfóstri við hund eða kött, að úr því geti
orðið ynnilegasta vinátta og aðskilnaður við þessi