Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1954, Síða 11

Dýraverndarinn - 01.02.1954, Síða 11
DÝRAVE R N DARIN N 7 Hjarðmenn með hjörð sína. Fjörum dögum seinna birtist annað bréfið, undirritað >>móðir“. Þar segir m. a.: Hlúa þarf að fuglalífinu. ,,Mér finnst að hlúa þurfi að fuglalífinu á Tjörn- inni, því að börnin mín litlu og vafalaust eins annarra lítil börn, hafa mikla ánægju af því að koma niður að Tjörn til þess að skoða þar fugl- ana. Það er ekki ósjaldan, sem börnin spyrja um það, hvort þau megi ekki fara niður að Tjörn °g gefa þar öndunum. En það er því aðeins hægt, að einhverjar endur séu þar. Börnin smá eru vinir dýranna og mörg eru þess dæmi, að dýrin eru vmir barnanna. Mér finnst að taka eigi til greina tillögu bréfritarans um að gera öndunum mögu- ^egt að koma á Tjörnina að vetrarlagi, jafnvel þótt ís sé á henni. Nú fer að frysta. Nú fara frostin að koma, en fyrstu mánuðir arsins eru oftast kaldastir hér sunnan lands. Hætt er þá við, að allir fuglar flýi Tjörnina, þegar hvergi er auð vök, þar sem þeir geta hafzt við. Það þyrfti að gera eitthvað strax til þess að koma í veg fyrir, að fuglarnir flyttu sig þaðan á burt. Reyndar er ég ekki viss um, hvaða aðili ætti að sjá um þetta, nema ef vera kynni, að það ætti að vera garðyrkju- ráðunautur bæjarins. Hann sér um, að garðurinn sé fallegur og aðlaðandi yfir sumarið, og því skyldi hann þá ekki reyna að hlúa að honum yfir vetrar- mánuðina. Ég skrifa Bergmáli þessar línur til þess að undirstrika, að það eru margir fleiri, sem hugsa til fuglanna á Tjörninni". (Vísir, 20. jan. 1954). Skömmu síðar kom þriðja bréfið, undirritað Bl. Sk. Hver á að sjá um framkvæmdirnar? ,,Ég sé, að „áhugasöm móðir“ er í nokkrum vafa um, hvaða aðili ætti að taka málið í sínar hend- ur, eða hverjum skuli fela að sjá um auða bletti þar (þ. e. á Tjörninni), þegar frostin koma. Ég hef í huganum gamla hugmynd, sem mér finnst

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.