Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1954, Qupperneq 12

Dýraverndarinn - 01.02.1954, Qupperneq 12
8 DÝRAVE R N DARINN mmm Það er yndislegt ágústveður, heiðskír himinn og blæjalogn. Sjóndeildarhringurinn bjartur og skuggalaus. Sjórinn eins og spegill, þar sem „gömul fjöll á höfði standa“. Fuglarnir kvaka. Söngur þeirra er blandaður kór. Hann er lof- gjörð til höfundar tilverunnar, sem lætur menn, fugla og dýr fá hlutdeild í þessari fegurð. Við sitjum á rennsléttum bala í engjateig og snæð- um miðdegisverð. Við erum í glöðu skapi og mösum og hlæjum. Skyndilega er friður rofinn. Skot drynur í námunda við okkur. Við hrökkv- um við og ein stúlkan stekkur á fætur felmts- full og hljóðar upp: ,,Æ, hvað er þetta?“ Já, hvað er þetta? Við litum í átt þaðan, sem skotið kom og sjáum mann, sem kominn er all- nærri okkur, þótt við ekki hefðum veitt hon- um eftirtekt. Hann heldur á byssu og eltir hel- særða lóu, sem blóðið drýpur úr og neytir síð- ustu kraftanna til þess að flögra undan morð- ingjanum. En það þarf ekki mikinn garp til þess að bera sigur úr býtum í þeirri eftirför. Eftir örstutta stund heldur árásarmaðurinn á lóunni í hendi sinni, slær höfði hennar við byssuskeftið, vígreifur yfir feng sínum og skundar háleitur sú eina rétta. En það er að fela hitaveitustjóra málið. Frárennslisvatnið. Það er nefnilega upplagt að nota frárennslis- vatnið úr Háskólahverfinu til þess að ylja vatnið í enda Tjarnarinnar, svo að þar frjósi ekki, og fuglarnir hafi þar ávallt vakir. Það er ekki langt síðan hitaveita var lögð í Háskólahverfið, og vafa- laust hefur verið lagt þar tvöfalt pípukerfi í göt- urnar með tilliti til fenginnar reynslu. Er því hæg- ur vandinn að fá svolítið frárennslisvatn í Tjöm- ina þaðan. Þannig væri vel séð fyrir vetraraf- komu þessara vinsælu gesta Tjarnarinnar, sem bæjarbúum er svo annt um, eins og fjölmörg dæmi sanna. (Vísir, 26. jan. 1954). f-----------------------------------------) DÝRAVERNDARINN Útgefandi: Dýraverndunarfélag íslands. Ritstjóri: Sigurður Helgason, Brávallagötu 12, Reykjavík. (Sfmi 5732). Afgreiðslu og innheimtu annast: Hjörtur Hansson, Bankastræti 11 (miðhæS), pósthólf 566, Reykjavík. Ber að senda honum andvirði blaðsins og tilkynn- ingar um nýja kaupendur. Prentaður í Prentsmiðju Jóns Helgasonar. v_________________________________________J og fasmikill niður að veginum þar sem bifreið hans bíður. Við þekkjum manninn. Hann er ungur oflátungur, sonur ríks kaupsýslumanns. Síðan þetta var eru liðin mörg ár. Nú minn- ist enginn á þenna mann, sem rauf helgan frið náttúrunnar, skuggalausan sumardaginn, með drápgirni sinni. Hann lifir í skugga fátæktar og auðnuleysis. Guðrún Jóhannsdóttir frá Ásláksstöðum. Áskorun frá Dýraverndunarfélaginu. Að gefnu tilefni beinir stjórn Dýraverndunar- félags Islands þeim tilmælum til allra skipstjóm- armanna, vélgæzlumanna og gæzlumanna olíu- stöðva að gæta þess, að olía komist ekki í sjó, ár eða vötn, vegna hinnar miklu eyðileggingar, sem olíubrák getur haft á fuglalíf, fjörugróður og dýralíf á fjörum, svo og plönturek sjávarins og egg þeirra nytjafiska, sem klekjast við yfirborð sjávar. Minnist þess, að olía á sjó deyðir dýr og jurtir. Stjóm Dýraverndimarfélags Islands. LEIÐRÉTTING Jórunn Ólafsdóttir er nafn höfundar verðlaunaritgerð- arinnar — Við gegningar, sem birtist í 7. tbl. f. á. (bls. 50 1953), en ekki Þórunn, eins og stendur í blaðinu. Kaup- endur eru vinsamlega beðnir að leiðrétta þessa skekkju hver í sínu blaði, skrifa Jórunn ofan við fyrirsögnina — Við gegningar, og höfundur er beðinn velvirðingar á þess- um mistökum.

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.