Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1955, Blaðsíða 9

Dýraverndarinn - 01.02.1955, Blaðsíða 9
DÝRAVERNDARINN 5 DÝRAVÍNUR OG ÞJÓÐSKÁLD Davíð Stefánsson frá Fagraskógi varð sextugur 21. janúar s.l. Skáldin íslenzku hafa mörg verið hinir mestu dýravinir, og í dýraverndunarmálunum er þeim ýmsum mikið að þakka. Flestir, sem komnir eru til vits og ára, hafa nokkra hugmynd um, að kvæði Jónasar Hallgrímssonar, Óhræsið, Grátitt- lingurinn og Heiðlóarkvæði, hafa haft djúp áhrif á börn og unglinga, kynslóð eftir kynslóð, og fjöldi af íslenzkum skáldum hefur að meira eða minna leyti fetað í fótspor hans, en hér skal nú aðeins nefna þrjú önnur af hinum látnu skáldum okk- ar íslendinga, því að þau má telja að hafi skarað fram úr um áhuga á bættri meðferð dýra og umhyggju fyrir fuglum og ferfætlingum. Það eru Þorgils gjallandi (Jón Stefánsson), Þorsteinn Er- lingsson og Guðmundur Friðjónsson. Nú er það frekar sjaldgæft, að skáldin yrki óði um dýrin, svo sem og hinir yngstu málarar okkar hafa þau lítt eða ekki að fyrirmynd. En Davíð Stefánsson hefur ort um dýrin svo mörg kvæði, að nægja mundi í snoturt ljóðakver. Kvæði hans um fugla og ferfæt- linga munu alls vera milli tuttugu og þrjá- tíu. Mörg þeirra eru að meira eða minna leyti táknræn, en eng- um getur dulizt, að skáldið ann dýrum láðs og fuglum lofts- ins og hefur haft af þeim mikið yndi. — I fyrstu ljóðabók Davíðs, Svörtum fjöðrum, eru kvæð- in Hrafnamóðirin, Krummi, Urðarkött- urinn, Klipptir væng- ir og Ég heyri ykkur kvaka, og úr hinum síðari ljóðabókum Hans má t. d. nefna Fjallarefinn, Villta fuglinn, Dráttarherta, Lof- kvæðið um kýrnar, sem birt er í þessu tölublaði, hið dásamlega fagra ljóð Kvæðið um fuglana, 1 dýragarði og loks vísuna I gróandanum, en hún er þrungin hrein-íslenzkum vorunaði: „Hjá rjúpunni karrinn veifar væng, á vík synda kollur og bliki, i hylnum glyttir i gamlan hæng, í grasinu er allt á kviki, urtan byltist í bárusæng og brimillinn rær í spiki“. Dýraverndarinn þakkar Davíð Stefánssyni fyrir ljóð hans um fugla og ferfætlinga og óskar hon- um gæfu og langra lífdaga. Og blaðið hvetur lesendur sína, ekki sízt þá ungu, til að lesa kvæð- in hans — og þá einkum þau, sem fjalla um líf og gróanda. Og taki nú unga fólkið, sem les Dýra- verndarann, rögg á sig og læri Lofkvæðið um kýrnar, en að þeim skepnum geðjast ekki sum- um unglingum af því að þær sletta stundum kám-

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.