Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1955, Blaðsíða 6

Dýraverndarinn - 01.02.1955, Blaðsíða 6
2 DÝRAVERNDARINN TILLESENDANNA Þegar ég gaf kost á aS taka við ritstjórn Dýra• verndarans og freista þess, hvernig til tœkist hjá mér um það starf, var þaS fyrst og fremst fyrir þœr sakir, a3 ég vildi gjarnan geta stuSlaS aS bœttri meSferS og líSan dýranna og vakiS lijá sem flest- um löngun til aS umgangast þau, liuga aS þeim og sýna þeim umhyggju, en alls ekki vegna þess, aS ég teldi mig öSrum hæfari til aS stjórna slíku blaSi sem Dýraverndaranum. Ég hef ávallt liaft yndi af dýrum, veriS mjög hneig&ur fyrir aS kynna mér háttu þeirra og vil lielzt hafa fugla og ferfœtl- inga í kringum mig daglega, eftir því sem viS verSur komiS, en liins vegar er mér þaS Ijóst, aS mig skortir sitthvaS til þess aS verSa svo nýtur ritstjóri málgagns dýravina sem œskilegt liefSi veriS. Ég er t. d. enginn frœ&ima&ur í nátlúruvísindum, og ég er ekki svo kunnugur dýraverndunarrnálunum sem skyldi. Dýraverndarinn þarf aS vera vel úr gar&i gerS- ur. Hann þarf aS standa vörS um allt, sem unnizl liefur á um dýravernd, benda á nytsamleg nýmœli og gœta þess í hvívetna, eftir því sem lionum er unnt, aS misferli um meSferS dýra séu ekki látin óátalin. Hann frarf aS frœSa, leiSbeina og örva, vara viS og einnig refsa. Hann verSnr aS kapp- kosta að vekja ábyrgSartilfinningu eldri og yngri gagnvart liinum vœngjuSu eða ferfœttu málleys- ingjum og opna augu barna og unglinga fyrir þeim unaSsauka, sem því fylgir, aS umgangasl hús- dýrin sem vinur — og fyrir þeirri djúpu gleSi, sem er samfara náinni athugun á lífi og liáttum þeirra fugla og ferfœtlinga, sem maSurinn hefur ekki tamiS. FrœSsla og gagnrýni verSa að hald- ast í hendur í blaSinu, og þaS þarf aS vera skemmti- legt og aðlaSandi, ekki sízt meS tilliti til barna og unglinga. En engum einum manni tekst að gera blaðiS þannig úr garði, sem hér hefur veriS lýst. Til þess aS þaS megi verða þannig — eða a3 minnsta kosti nálgast þaS — þarf ritstjórinn aS njóta lijálpar og lei&beiningar allra dýravina þessa lands. ungra og aldinna, frœ&imanna og leikmanna. Menn þurfa að gera stjórn Dýraverndunarfélags íslands eSa Dýraverndaranum aSvart um misferli og afbrot gagnvart dýrunum, menn verSa að senda blaS- inu rökstuddar og stundum jafnvel vottfestar grein- ar eða skýrslur um slík mál og ábendingar um tómlœti og vanrœkslur. Menn þurfa aS gera grein fyrir hugmyndum sínum til umbóta, senda blaS- inu liugleiðingar sínar um dýrin, athuganir á lífs- lúíttum þeirra, sögur af vitrum dýrum eSa sér- kennilegum og frásagnir af skrýtnum og skemmti- legum fyrirbrigðum í ríki dýranna, taminna og villtra. Þá er og ekki aSeins œskilegt, heldur bein- línis nauðsynlegt, aS lesendurnir sendi Dýravernd- aranum skemmtilegar myndir af fuglum og fer- fœtlingum. Börn og unglingar eSa aðrir þeir, sem lítt hafa fengizt við ritstörf, mega ekki liika við að senda upplýsingar eSa frásagnir, greinar um nýmœli eða annaS, sem ákjósanlegt er aS komist á framfœri. Ég mun taka öllu slíku meS þökkum og laga þaS, sem laga þarf, jafnvel taka þakksamlega því, sem sent er, þó aS það sé aSeins efnivi&ur í grein eða sögu — einungis ef efniviðurinn er nothæfur. Ég vil eiga sem bezta samvinnu viS alla um þessi mál, fyrst og fremst stjórn Dýraverndunar- félags íslands og alla þá, sem löggœzlu og öryggis- ráSstafanir um dýravernd hafa meS höndum, svo sem lögreglustjóra og forSagœzlumenn, en einnig bœndur landsins, kennara og aSra fræSara þjóS- arinnar, mœðurnar, sem eiga aS ala upp börnin og síSust en ekki sízt börn og unglinga. Og aftur vil ég taka þaS fram, að unga kynslóSin getur óhrædd sent mér efni, hugleiSingar sínar um dýr og dýravernd, sögur af dýrum, vísur um dýr og fyrirspurnir um sittlivaS, sem börn eSa unglinga fýsir aS vita um dýrin og hætti þeirra. Á allt slíkt mun ég líta meS velvild og áhuga. Ég mun og fúslega taka lei&beiningum og aS- finnslum, sem reistar eru á góSum og gildum rök- um, og loks vil ég láta þess getiS, að takist mér ekki að gera blaðið svo úr garSi, að viðunandi verði talið, mun ég af sjálfsdáðum láta af rit,stjé>rn þess. Lindarbrekku í Fossvogi 28. febrúar 1955. Guðmundur Gíslason Hagalín.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.