Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1955, Blaðsíða 10

Dýraverndarinn - 01.02.1955, Blaðsíða 10
6 DÝRAVERNDARINN Hinn nýi ritari Dýraverndunarfélags Islands, Þorsteinn Einarsson. Á síðasta aðalfundi Dýra- verndunarfélagsins var kjör- inn ritari þess Þorsteinn Ein- arsson, íþróttafulltrúi. Þor- steinn hefur ávallt verið mik- ill áhugamaður um dýravernd og hefur talsvert starfað að þeim málum. Hann var samkvæmt til- lögu Hins íslenzka náttúru- fræðifélags skipaður í nefnd þá, sem mennta- málaráðuneytið ákvað að skipa, þegar ís- land varð aðili að Alþjóðasambandi um fugla- verndun (The International Committee for Bird Preservation), en nefnd sú endurskoðaði gild- andi ákvæði um friðun fugla og eggja og skilaði frumvarpi um þessi mál í hendur ríkisstjórnar- innar. Frumvarp þetta er nú orðið að lögum, og hafa lögin verið birt í Dýraverndaranum, ásamt Alþjóðasamþykkt um fuglavernd. Skrifaði Þor- steinn Einarsson ýtarlega um þetta mál í blaðið. Þorsteinn Einarsson hefur ekki aðeins mikinn áhuga á dýraverndunarmálum, heldur líka nátt- úrufræði og er vel að sér í þeim efnum. Hann er og kunnur að kappi og dugnaði, og má mikils af honum vænta sem ritara Dýraverndunarfélags fslands. Hefur Dýraverndarinn þegar fengið lof- orð frá Þorsteini um efni í blaðið, og Þorsteinn og formaður félagsins hafa fullan hug á, að sem nánast samstarf sé á milli stjórnarinnar og rit- stjóra blaðsins, svo að það megi verða félaginu sem æskilegast málgagn. ugum hala og vaga nokkuð þyngslalega, þegar þær koma heim úr haganum með júgrin full af guðsblessun gróandans. Hvolpi skilað aftur Á höfuðbólilnu Mýrum í Dýrafirði hefur búið um tuttugu ára skeið bóndi, sem Gísli heitir Vagnsson, og kona hans, Guðrún Jónsdóttir. Þau fluttust að Mýrum sunnan úr Austur-Barða- strandarsýslu. Þau hjón eiga hund, sem nefndur er Kópur. Hann er svartur á lit, með ljósa bringu, miðlungs- stór, miðað við íslenzka fjárhunda. Hann þótti snemma vitur og að sumu sérlegur. Þegar þau Gísli og Guðrún fluttust að Mýrum, var í Mýra- melnum góður vísir að æðarvarpi. Þau hjónin, sem voru vön varpi úr heimkynnum sínum við Breiðafjörð, lögðu mikla rækt við æðarvarpið á Mýrum og hafa aukið það svo, að nú eru orðin að því geipimikil hlunnindi. Kópur fékk fljótt að vita, að ekki var til þess ætlazt af honum, að hann væri á vakki um varpið, og þó að hon- um þætti gaman að elta fugla og kæmist á að leggja sér til munns æðaregg, sá hann fljótt af hyggjuviti sínu, að bezt mundi borga sig að halda sér frá varpinu. Þá er heimilisfólkið fer í varpið, fylgir Kópur því á leið, en leggst síðan niður af sjálfsdáðum — alltaf á sama stað — og bíður rólegur, unz fólkið kemur aftur. Þegar Kópur var tekinn nokkuð að reskjast, þótti ráðlegt að fá hvolp og venja hann með þess- um gamla og reynda hundi. Var fenginn hvolp- ur frá hinum landskunnu bræðrum, Guðmundi Inga og Halldóri — Kristjánssonum — á Kirkju- bóli í Bjarnardal í Önundarfirði. Hvolpur þessi var orðinn það gamall, að hann gat verið án móð- urinnar, en þó á honum ærinn óvitabragur. Kóp- ur tók hvolpinum fálega, var ekki vondur við hann, en leiddi hann hjá sér og gaf honum gjarn- an allt annað en hýrlegt auga. Hvolpurinn óx fljótt, og brátt tók hann að gerast mjög ærslagjarn og umsvifamikill. Hann flaug á Kóp og vildi leika við hann. Kópur tók þessu sæmilega, en þegar úrskeiðis gekk, hirti hann hvolpinn, þó aldrei alvarlega. Eftir að Kóp- ur hafði orðið að grípa til refsiaðgerða, lagðist hann jafnan niður allþyngslalega, stundi þungan og lygndi augum, sárlega mæddur yfir léttúð og brekum hins unga kynbróður síns. En hvolpur-

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.