Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1957, Side 2

Dýraverndarinn - 01.09.1957, Side 2
Andstyggilegt og ólöglegt athæfi. Blódbað á Suðurnesjum 1 febrúarblað Dýraverndarans skrifaði ritstjór- inn grein, þar sem vikið var að því neyðarúrræði, sem gripið hefur verið til vegna þess mikla tjóns, sem háhyrningar hafa valdið útgerðar- og síld- veiðimönnum á Suðvesturlandi. Eins og öllum er kunnugt hafa geipistórar há- hyrningavöður, sem eru að elta síldina, ætt um veiðisvæði bátanna, rifið net og valdið veiðitjóni, og hefur skaðinn numið mörgum milljónum króna. Voru vöðurnar fyrst eltar með skothríð, en það virtist ekki bera árangur, og var loks brugðið á það ráð í fyrra og hittiðfyrra að fá herflugvélar til þess að fljúga yfir miðin og varpa sprengjum á hvalavöðurnar. Þessar aðgerðir ollu ægilegu blóðbaði, urðu f jölda dýra að bana, en munu hafa sært mörg svöðusárum. Er hörmulegt til þess að hugsa, að þessi háttur verði framvegis hafð- Efst búrhveli, til vinstri andanefja, til hægri grindhveli. ur á um eyðingu háhyrninganna, og er þ.oð brýn og bein skylda Fiskifélags Islands að leita til hug- vitsmanna, innan lands og utan, um ráð til þess að flæma dýrin burt af veiðisvæðum síldveiði- flotans eða — ef þess reynist enginn kostur — þá bana þeim með virkum, en mannúðlegum að- ferðum. Grind — eða grindhvalur — er tannhveli, 5—8 metra langt. Grindin lifir mikið á kollkrabba og heldur sig oftast í stórum hópum. Æðir hún stund- um inn í þrönga fjarðarbotna eða víkur og voga, og kemur það þá stundum fyrir, að fleiri eða færri hvalir fara svo nærri landi, að þeir festast á grunni. I Færeyjum er það tíður atburður, að grind syndi inn í þrönga firði, og fara þá menn af stað í bátum og reka vöðuna á land. Sent er grindaboð um byggðirnar, og menn drífur að hvaðanæva. Hefst síðan hin ægilegasta slátrun, og þykir hver mestur, sem flestum hvölum getur banað, en börn og konur horfa á og hlakká til að fá kjöt og spik, því að hvort tveggja þykir Færeyingum hið mesta hnossgæti. Þó að við grindadrápið séu grimmdarlegar og svaðalegar að- farir, er það nokkur bót í máli, að Færeyingar hafa búið sér til sveðjur, sem eru sérstaklega til þess fallnar að bana með þeim dýrunum, og flest- ir hafa fengið allmikla leikni í að leggja þau þar með lensunum, sem sárið veldur skjótum dauð- daga. Fyrir nokkrum vikum gerðist sá atburður suð- ur í Njarðvíkum, að vaða, sem í voru á annað hundrað grindhveli, æddi inn á víkina, og brugðu menn við fljótt og ráku hvalina inn á grunnsævi, þar sem þeir voru síðan drepnir. Nú er það stað- reynd, að í íslenzkum lögum er kveðið svo á, að bana skuli öllum dýrum á sem kvalaminnstan hátt, en þarna voru ekki notaðar byssur og ekki tiltækar grindarsveðjur eða menn, sem vanir væru að leggja grind á þann hátt, að laginu fylgdi skjót- ur dauðdagi. Þarna fóru til hinir frömustu menn, 50 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.