Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1957, Page 5

Dýraverndarinn - 01.09.1957, Page 5
1 nokkra daga, en þá gat ég ekki lengur látið eftir fuglinum að búa þarna í einrúmi. jÉg varð að færa í sundur plöntur og planta þeim út. Ég fór alltaf gætilega inn í húsið og hætti að líta upp á hilluna, er ég kom að dyrunum. Þá flaug fuglinn ekki, en liti ég á hann, flaug hann á burt. Smátt og smátt hætti hann samt að hræðast mig og flaug út og inn eftir þörfum sínum, þótt ég væri inni við vinnu mína. Hann kom alltaf inn um rúðuna á þakinu, en fór út um hina niðri. Seinast var hann orðinn svo spakur, að hann hreyfði sig ekki, þótt ég liti á hann, áður en ég opnaði hurðina og horfðist í augu við hann stund- arkorn. Augu hans voru þá róleg, hlý og ótta- laus. Ef einhver var með mér, flaug hann jafnan á burt og varð því fyrir ónæði, ef gestir komu. Loks kom að því, að hreiðrið var tómt, er ég kom í húsið. Ég varð því hálf fegin vegna þess, að ég hafði oft áhyggjur af þessum litlu vinum minum, því að oft var gestkvæmt hjá okkur þarna. Eftir 2—3 daga tók ég eftir því, að mold var á neðri hillunni miðri, hjá jurtapottunum þar. Ekkert skildi ég í þessu, en sópaði moldinni burt. Daginn eftir var komin enn meiri mold á hilluna. Við nákvæma athugun kom í ljós, að nokkuð breið, en ekki djúp hola var komin ofan í einn jurtapottinn þeim megin, er vissi að veggnum. Þá skildi ég, hvað á seiði var. Nú átti að gera þarna næsta hreiður. Honum hafði þá fallið vel vistin hjá mér. Ég bjóst þó tæplega við, að hann gæti haft næði þarna, enda þurfti ég að vökva í pottunum. Sléttaði ég þvx yfir holuna, og eftir það gerði hann mér ekki ónæði í húsinu. Vorið eftir verpti hann fyrst í rifsinu innan til við krossgöturnar. Það vor, 1935, vann Helgi Valtýsson hjá okkur nokkra daga við að klippa reynitré. Eitt sinn, er ég kom þarna að ribsinu og Helgi var að klippa tré þar rétt hjá, sagði hann: „Þrösturinn þekkir þig.“ „Þekkir mig!“ sagði ég vantrúuð. „Já, hann flýgur, þegar ég kem, en ekki þótt þú komir,“ svaraði Helgi. Stundum koma tvenn þrastapör í Skrúð fyrst á vorin, en það getur ekki staðið nema fáa daga, því að þau, sem fyrr koma, sjá þau seinni aldrei í friði. Þau ráðast aftur og aftur að þeim, hatram- lega, og hætta ekki fyrr en þau síðari sjá sér þann kost vænstan að hypja sig á burt. Eg veit, að mörgum þykir þrívarpið ótrúlegt, en hafa þá hinir sömu búið með þrastarhjónum heilt sumar, hvað þá 38 sumur í röð, eins og ég hef gert? Vitum við nokkuð um það, hvað oft þeir fuglar verpa, sem lifa hingað og þangað út um hagann? Ætli þeir geti ekki verpt oftar en einu sinni, þótt við vitum það ekki? Svo getur verið, að þau lífsskilyrði, sem fuglinn lifir við, hafi sín áhrif í þessa átt. En hvað sem öðru líður, þá hefur skógarþrösturinn verpt þrisvar á hverju sumri hjá okkur hér í Skrúð, um fjölda ára. Hjaltlína M. Guðjónsdóttir. NÁTTÚRAN ER SÖM VIÐ SIG. Einu sinni lenti úlfur í snöru veiðimanns. Hann vann það til að fá frelsi að lofa veiðimanninum þvi, að hann skyldi aldrei framar drepa kind, kannski einstaka sinnum ná sér í fisk, ef hann ætti þess kost, en annars lifa ein- göngu á grasi og jurtarótum. Hann var varla kominn í hvarf, þegar hann sá svín, sem veiðimaðurinn átti. Það var að velta sér í forarpolli. Úlfurinn sagði þá við sjálfan sig: ,,Það er vatn í pollinum, og dýr, sem virðist una sér þar með afbrigðum vel, hlýtur að vera lagardýr. Það er sjálf- sagt fiskur, og fisk má ég veiða." Að svo mæltu reif hann svínið á hol. DÝRAVERNDARINN 53

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.