Dýraverndarinn - 01.09.1957, Qupperneq 9
.íW^'X
cyv
3?- )06H
/% /v.T.
'4^
Æfmtýrin hans Tralla
K*e
Tralli sigrar bolabít.
Ein gildvaxnasta og sterkasta tegund
hunda er bolabíturinn, en ekki er hann
fríður eða sviphýr að sama skapi. Tralli,
vinur okkar, er alls ekki stór, en hann er
hýr og greindarlegur.
Hérna um daginn eignaðist skipstjóri í
þorpinu bolabít, stóran og grimmdarleg-
an. Tralli sá hann nokkrum sinnum, en
hypjaði sig strax heim á leið til þess að
verða ekki á vegi ófétisins.
Svo var það í fyrradag, að Tralla varð
gengið niður á götu. Hann sá þar liggja
krókstaf og hugsaði með sér, að þennan
grip skyldi hann færa húsbónda sínum.
Hann greip stafinn milli tannanna og
labbaði af stað, mjög stoltur og glaður
yfir þessum fundi sínum. En þegar hann
skauzt fyrir hornið á pósthúsinu, brá hon-
um heldur en ekki í brún. Þar kom þá
bolabíturinn og réðst umsvifalaust á
Tralla. Tralli skalf og nötraði af hræðslu,
en fljótur var hann að hugsa, enda lá mik-
ið við. Hann lyfti stafnum og sló honum
af öllu afli í hausinn á óvini sínum, sem
kiknaði og féll. Og Tralli þaut sigri hrós-
andi heim með stafinn.
fJC
' r°° i
GRftRRo SN
DÝRAVERNDARINN
57