Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1957, Qupperneq 10

Dýraverndarinn - 01.09.1957, Qupperneq 10
Guð skapar, og mennirnir deyða „Þá skapaði Guð hin stóru lagardýr og allar hinar lifandi skepnur, sem hrærast og vötnin eru kvik af, eftir þeirra tegund, og alla fleyga fugla eftir þeirra tegund. Og Guð sá, að það var gott . . .“ Fyrsta bók Móse 1. 21. v. Undur lífsins. Allt í ríki náttúrunnar mundi hafa sinn ákveðna tilgang, þó að mönnum virðist oft erfitt og stundum með öllu ómögulegt að uppgötva, hver sá tilgangur sé. En aftur og aftur hefur það kom- ið í ljós, að þá er maðurinn hefur af einhverjum ástæðum fækkað stórlega eða jafnvel eytt ein- hverri tegund lífvera, hefur hann raskað eðlilegu jafnvægi, svo að annarri tegund hefur fjölgað úr hófi fram og hún stundum valdið óbætanlegu tjóni. Þótt mennirnir fari ennþá mjög oft illa og óskynsamlega að ráði sínu gagnvart hinu iðandi lífi, sem í kringum þá er, fari herjandi og eyð- andi um lendur og lög, hefur samt þeim mönn- um fjölgað meir og meir, sem vilja, að í ríki nátt- úrunnar sé að öllu farið með gát. Þau dæmi, sem þar hafa augljóslega sannað hina vísdómslegu við- miðun eins við annað, hafa opnað augu fjölmargra fyrir dásemdum lífsins og kennt þeim að skilja, að afhögg sérhverrar greinar á lífsins mikla meiði sneiðir hann nokkru af sinni miklu, frjóu og furðu- legu fjölbreytni og getur stundum haft örlög- þrungnar afleiðingar. Og náttúrufræðingarnir, þeir menn, sem í skauti náttúrunnar þekkja flest og sjá bezt, gera í nafni — ekki hinna eyðandi, held- ur þeirra verndandi og græðandi vísinda þá kröfu til hvers siðaðs manns og menningarþjóðfélags, að náttúruvernd komi í stað blindrar eyðingar. Eyðing í dýrciríkinu. Náttúrufræðingarnir telja, að á síðustu 20 öld- um hafi horfið að fullu yfir hundrað tegundir fugla og spendýra, auk fjölda lægri dýra. Einn þriðjungur þessara tegunda hefur tortímst á þess- ari öld og annar á 19. öldinni, og flestar hinar glötuðu tegundir hafa dáið út fyrir aðgerðir Fuglinn Dú-dú. mannsins. Þá má og nefna dýr, sem ekki eru nú lengur til nema í dýragörðum og á verndarsvæð- um. 1 gömlum íslenzkum ritum er getið um fugl- inn Dú-dú. Hann átti ekki annars staðar heima en á eynni Mauritius í Indlandshafi. Hann var mjög stór, álíka þungur og fullorðin álft, gat ekki flog- ið og verpti á bersvæði. Kjötið af honum þótti afar ljúffengt, og mjög auðvelt var að ná hon- um, þvi að auk þess sem hann gat ekki lyft sér til flugs, var hann fótstuttur og ekki frár á fæti, og seinasti fuglinn var drepinn árið 1670. Líka má nefna faranddúfuna. Af henni voru enn milljónir í Bandaríkjunum og Kanada um 1870, en nú er ekki til einn einasti fugl af þessari tegund. Reynt var að ala hana í dýragörðum, en hún þreifst ekki til lengdar í búri, og seinasta faranddúfan dó í dýragarði í Bandaríkjunum árið 1914. Þá er að minnast á geirfuglinn. Hann var litlu 58 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.